Um síðustu helgi fór fram þrautakeppni framhaldsskólanna BOXIÐ 2014. Átta fyrirtæki og átta skólar tóku þátt í lokakeppninni sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík. Ég fékk að starfa með lopafyrirtækinu ÍSTEX í hönnun þrautar ásamt umsjón á keppnisdegi. Mitt verkefni var að koma inn með íþróttavinkil á þraut sem unnin væri úr lopa.
Verkefnið sem nemendurnir fengu var að setja saman ullar-æfingaband sem nota mætti á svipaðan hátt og TRX æfingaböndin. Til verksins fengu þau 25 mínútur og 0,5 kg af kembu. Samhliða því leystu nemendur fimm dæmi sem öll tengdust vinnslu á lopa.

Í verðlaunaafhendingu í lok dags höfðu þáttastjórnendur frá RÚV það á orði að þrautin okkar hafi verið sú erfiðasta. Lílegast vegna þess að engum skóla tókst að fá fullt hús stiga fyrir. Margir skólar voru sýndu þó góða takta. Vinnan var skemmtileg og þakka ég Huldu úr ÍSTEX fyrir flott samstarf. Afraksturinn verður svo sýndur á RÚV í janúar nk.
– SÞ