Í útvarpinu á RÁS 1: Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta [grein í Skólaþráðum]

Ég fór í viðtal hjá Þórhildi Ólafsdóttur í þættinum Samfélagið á Rás 1 í dag. Það var frábært að fá að fylgja eftir greininni okkar dr. Arons Laxdals um skólaíþróttir sem birtist í Skólaþráðum nýverið. Hér er hlekkur á sjálft viðtalið (tæpar 20 mín) https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl628/framtid-ithrottakennslu. Og hér er hlekkur á greinina fyrir ykkur sem ekki höfðuð séð hana áður http://skolathraedir.is/2023/05/12/til-umhugsunar-um-framtid-skolaithrotta/

Hlaðvarpsþáttur um hreyfivistkerfi: Íþróttarabbið

Ég fékk að leika lausum hala í hlaðvarpi HR um daginn þar sem ég og Ása Guðný ræddum þessar kenningar um hreyfivistkerfi og hvernig þær gætu haft áhrif á að hvernig við þjálfum og kennum hreyfingar í framtíðinni.

Þetta eru hugmyndir sem hafa verið mér sérstaklega hugleiknar undanfarið og því frábært að fá að ræða þær á svona frjálslegan hátt, góð tilbreyting frá skrifum. Ég tel að þetta séu einhverjar þær mest spennandi hugmyndir sem komið hafa fram varðandi þjálfun lengi. Þetta er ekki hraðastigi eða annað æfingatól, heldur nýr sjónauki á hreyfingar. Hugmyndirnar að baki þessara kenninga eru ekki glænýjar, en sú aðferð að blanda þeim saman til að búa til nýjan útgangspunkt er tiltölulega ung eða frá því snemma á þessari öld.

Ég tel þetta viðtal líka vera mikilvægan útgangspunkt að ræða áður en við ræðum aðferðirnar því við verðum að þekkja grundvallarhugmyndirnar sem kalla á breyttar aðferðir. Það er af því að það er ekki hægt að ræða aðferðir í þjálfun eða kennslu strax án þess að hafa komið á framfæri á hvaða grunni slíkar breytingar eiga sér stað.

https://sveinnthorgeirsson.com/2023/04/24/eru-10-000-endurtekningar-thversogn-i-thjalfun-hreyfinga/

https://sveinnthorgeirsson.com/2023/04/11/einstaklingsmidud-hopthjalfun-morg-verkefni-eda-margar-lausnir/

https://sveinnthorgeirsson.com/2023/03/17/a-auto-pilot-eda-adlogunarhaef-tvo-olik-sjonarhorn-a-thjalfun-hreyfinga/

Ef hlaðvarp um þessi mál heilla mæli ég með því að leita uppi þætti um ecological dynamics hjá dr. Rob Gray á þessu hlaðvarpi – https://perceptionaction.com/. Rúmlega 400 þættir. Hann er líka með öfluga youtube rás með kennsluefni um sama efnihttps://www.youtube.com/@RobGrayASU sem er mjög gagnleg.

Allt verkefnið orðið aðgengilegt

Þá er birtingarfasa verkefnisins lokið og allar afurðir hafa verið birtar samkvæmt verkefnislýsingu í umsókn til Þróunarsjóðs námsgagna. Framundan er áskorunin að stuðla að því að verkefnið fái dreifingu og nái til þeirra sem gætu notað afurðirnar. Það eru helst íþróttakennarar yngsta stigsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir viðtökurnar og þeim sem komu helst að smíði afurðanna með mér, þeim Kristjáni Halldórssyni meðhöfundi og samstarfsmanni og dr. Aroni Gauta Laxdal fyrir ráðgjöf sem hafði mikil áhrif mótun afurðanna.

Allt efnið er aðgengilegt hér í gegnum miðlana hér að neðan.

Vefsíða

www.Handboltiaheimavelli.com

Youtube

https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw

Instagram

https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/  / @handboltiaheimavelli

Facebook

facebook.com/Handboltiaheimavelli/

Tölvupóstur

handboltiaheimavelli@gmail.com

Fyrirspurnum varðandi verkefnið svarar Sveinn Þorgeirsson á ofangreindum tölvupósti.

Fyrirlestur um hreyfilæsi í boði ÍSÍ á Íþróttaviku

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem er haldin 23. – 30. september ár hvert býður ÍSÍ íþróttahéruðum og sveitafélögum að fá fyrirlestra tengda hreyfingu og íþróttum.

Það verður í boði að fá fyrirlestur um hreyfilæsi (e. Physical literacy) sem er hugmyndafræði sem hefur fengið talsverða umfjöllun erlendis undanfarin ár. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um undirstöðurnar og tengingar við grundvallarhreyfingar (fundamental movement skills). Þá verður eftirfarandi spurningum meðal annars velt upp

Fyrir hvað stendur hugmyndafræði hreyfilæsis fyrir?

Eiga hugmyndir um hreyfilæsi erindi í skólakerfið?

Hér má sjá stutt myndskeið um hreyfilæsi.

Það verða allir með fyrir austan

Það verður virkilega gaman að fylgjast með spennandi verkefni fyrir austan sem ber heitið Allir með! og miðar að skipulagningu íþróttaþátttöku barna í 1. og 2. bekk grunnskóla. Ég fékk að koma að stefnumótuninni í ráðgjafarhlutverki. Ég er þess fullviss að til langs tíma er þessi nálgun mjög heillavænleg fyrir börnin.

Markmið verkefnisins er að gefa börnum í 1.-2. bekk kostur á að geta valið að iðka fleiri en eina íþróttagrein á jafningjagrundvelli, óháð ytri aðstæðum eins og þrýstingi frá vinum, fjárhag fjölskyldna,
bakgrunns eða öðrum ástæðum.

Verkefnið

Í tilefni af þessu verkefni var stutt viðtal við mig á RÚV.

https://www.ruv.is/frett/2022/04/18/nytt-fyrirkomulag-i-ithrottaaefingum-yngstu-barna

Ofurþjálfun eða ofþjálfun? Innlit í tíma á afreksíþróttasviði

Vildi gefa smá innsýn í þá kennslu sem fram fer á afreksíþróttasviðinu þessa dagana. Önninni er að ljúka. Hún hefur verið gríðarleg áskorun og það hefur verið gaman að glíma við hana, ekki spurning!

Hlekkur á YOUTUBE með 25 mín kennslumyndskeiði

Nemendur unnu svo verkefni upp úr þessari innlögn.

Screenshot 2020-05-12 at 14.47.40

21 dagur til stefnu, – gerum þetta vel

Það má gera ráð fyrir auknu fútti í æfingum þann 4. maí hjá mörgu íþróttafólki. Það glittir í bjartari daga í sportinu með afléttingu takmarkana. Ef ég væri þjálfari að hefja æfingar á nýjan leik á þeim tímapunkti myndi ég biðja mitt íþróttafólk að koma með æfingadagbók síðustu 3ja vikna með sér.

Þannig mætti betur áætla það stand sem íþróttafólkið er í og hvernig sé óhætt að hefja æfingar á nýjan leik út frá magni og ákefð, og jafnvel einstaklingsbundið. Einstaklingar sem hafi sinnt sér illa, æft lítið á þessum tíma fengju ekki að æfa af sama krafti og hinir þegar allt fer á fullt. Ábyrgðin er þeirra. Æfingar dagsins í dag byggja á því sem gert var í gær.

Skráningin þarf ekki að vera flókin eða tímafrek til að vera gagnleg. Einfalt væri t.d. að setja þetta upp á þessa leið.

Screenshot 2020-04-14 at 14.10.38

Excel skráningarform fyrir 21 dags dagbók

Lykiltölurnar um ákefð og magn eru inni í þessari einföldu formúlu fyrir æfingaálag. Þær segja sögu, ekki alla, en þó nógu mikið til að þjálfari hafi gagn af. Það væri t.d. ekki skynsamlegt að byrja 5x 90 mín æfingar í viku þann 4. maí ef íþróttafólkið þitt hefur aðeins verið að æfa 3×30 mínútur. Það er ávísun á vandræði. Sömuleiðis þarftu að huga vel að ákefðinni ef viðkomandi hefur haft það of kósí í samkomubanninu.

Kæri íþróttamaður. Það er nægur tími til að koma vel undirbúin til æfinga að nýju. Byrjaðu að skrá og byggja þig upp í æfingaálag sem þú varst vön/vanur fyrir samkomubann. Það má því byggja ofan á vikuna á undan. Ekki setja allt á fullt ef þú hefur bara verið í 2 gír.

Kæri þjálfari. Hér ertu með dæmi um tól sem hægt væri að nýta til að hafa ókeypis yfirlit yfir þá þjálfun sem iðkandinn þinn hefur gert á meðan samkomubanninu stendur. Sé það notað á réttan hátt gæti það virkað hvetjandi og gott aðhald við þitt íþróttafólk.

john-arano-h4i9G-de7Po-unsplash
Photo by John Arano on Unsplash

Förum varlega af stað 🙂

Heimild vegna RPE skalans

Foster, C., Florhaug, J. A., Franklin, J., Gottschall, L., Hrovatin, L. A., Parker, S., Doleshal, P., & Dodge, C. (2001). A New Approach to Monitoring Exercise Training: Journal of Strength and Conditioning Research, 15(1), 109–115. https://doi.org/10.1519/00124278-200102000-00019
mæli einnig með…
Newsletter, T. U. (2020). 🎤🏀⚽ Upside: Testimonials from Top coaches/trainers/Startups on what to do during COVID-19 crisis. Retrieved April 14, 2020, from https://www.theupside.us/p/-upside-testimonials-from-top-coachestrainerssta

“Komdu að kenna” grein í Kjarnanum

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að til stendur að gera kennurum og námi þeirra hærra undir höfði með verkefninu komdu að kenna. Í tilefni þess var ég beðinn um að rita nokkur orð um af hverju fólk ætti að geta hugsað sér að starfa við íþróttakennslu í framtíðinni. Ég legg til nokkur atriði í þessum stutta pistli.

Grein mín í Kjarnanum frá 3. maí 2019