Hreyfivistkerfi

Hreyfivistkerfi er íslenska orðið fyrir ecological dynamics. Það er samsett heiti yfir kenningar sem tengjast hreyfivísindum (degrees of freedom), stærðfræði og eðlisfræði (dynamical systems), skynjun (perception) og vistsálfræði (ecological).

Það er eitt af mínum markmiðum að miðla því sem þessar kenningar hafa fram að færa. Ég tel að með því að þekkja undirstöður þeirra og hvernig þær útskýra tilurð hreyfinga geti það haft mjög jákvæð áhrif á það hvernig við nálgumst færniþjálfun. Þetta er umfangsmikið og djúpt svið sem snertir marga þætti þjálfunar og hreyfinga í daglegu lífi.

Birting (emergence) hreyfinga mætti skýra út frá þessari mynd

Myndin sýnir þríhyrning sem táknar þá þrjá flokka takmarkana sem verka á hreyfingar okkar á hverjum tíma (umhverfi, einstaklingur og verkefni). Til hliðar við það er svo það stöðuga samspil sem á sér stað milli hreyfinga og skynjunar til að búa til samhæfðar hreyfingar með tiltekið markmið sem birtast við tilteknar aðstæður.

Undirstöðugreinar þessara kennininga eru eftirfarandi

Áhugaverðir miðlar sem fjalla meðal annars um hreyfivistkerfi