Íþróttaakademía Fjölnis [ÍAF] gengur vel!

Vorið 2013 gekk ég á milli grunnskóla Grafarvogs og kynnti fyrir skólastjórnendum hugmynd að verkefni sem þau tóku öll vel í. Valfag fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla sem byggðist á íþróttagrein þeirra með bóklegri kennslu. Verkefnið fékk heitið íþróttaakademía Fjölnis og var sett af stað strax um haustið. Nú erum við á öðru starfsári og hefur verkefnið gengið vel.

Í fyrra stóð ÍAF nemendum til boða sem voru að æfa körfubolta, handbolta eða fótbolta í Fjölni. Starfið fyrir þessa nemendur byggir á einum bóklegum tíma í viku þar sem farið er yfir þætti er tengjast árangri, ástundun íþrótta og heilsusamlegu líferni. Þar ber helst þemu á borð við sögu Fjölnis, þjálffræði, íþróttasálfræði, næringarfræði og markmiðssetningu. Nú í haust var svo opnað á nemendur í einstaklingsgreinum og fá þau bóklegu kennsluna.

Samhliða þessu eru tækniæfingar í boltagreinunum, þar sem áherslan er á annað og meira en það sem hægt er að veita á hefðbundnum liðsæfingum. Í fyrra var svo hluti námskeiðsins í formi hlaupa og snerpuþjálfunar í samstarfi við Óskar Hlynsson í frjálsu íþróttunum í Fjölni.

Featured image
ÍAF 2014-15

Starfið hefur frá byrjun verið fjölmennt og eru í dag rúmlega 40 nemendur skráðir, flestir úr boltagreinunum þremur. Við munum þróa verkefnið áfram og vinna í samstarfi við skólana, því það er ljóst að í verkefninu eru mikil tækifæri til að efla starfið sem þegar er unnið í deildum félagsins sem og samstarf innan deila.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s