Ég hef verið svo lánssamur að hafa fengið að kynnast Boris Akbachev handknattleiksþjálfara nokkuð vel undanfarin ár. Hann hefur kennt mér ótrúlega margt . Boris hefur þjálfað handbolta lengur en flestir og átt ríkan þátt í þjálfun margra af okkar færustu landsliðsmönnum undanfarna áratugi.

Ég hef fengið að taka upp þjálfun hjá Boris í nokkur skipti. Upptökurnar eru meðal annars frá því þegar hann hefur komið og þjálfað á Afreksíþróttasviðinu í Borgarholtsskóla. Mest af efninu er þó frá tíma hans með HKD Fjölnis (2010-2013). Hér er pakkinn, öllum opinn BORIS ACADEMY.
Njótið.
SÞ