10 góðar Muller æfingar

Margir hafa eflaust heyrt um Muller-æfingar, en færri vita hvaða æfingar það eru nákvæmlega. Það er áhugavert að fletta í bókinni hans I.P. Muller, en hún heitir Mit System því hún er rúmlega 90 ára. Í bókinni má finna kafla um almenna heilsu og hreinlæti sem er talsvert fjallað um í bókinni. Þessar áherslur á hreinlæti fylgdu íþróttakennslu hér á landi lengi eins og sjá mátti á aðalnámskrám íþrótta og svo í gömlum venjum eins og sturtuskyldu eftir tíma.

Um fleira var einnig fjallað í þessari áhugaverðu bók, eins og til dæmis um umhirðu; tanna, húðar, hárs og fóta svo dæmi séu tekin. Þá er fjallað um gott mataræði, tísku, æskilegan stofuhita og mikilvægi 8 tíma svefns, það er 7 tíma svefns á sumrin og 9 klst. á veturna. Varðandi tóbak mælti hann með því að reykja lítið, já eða sleppa því alveg.

Æfingarnar hans hafa fengið að lifa og hér eru nokkrar þær bestu að mínu mati. Ég er heldur ekki frá því að nokkrar þeirra séu að koma aftur.

Myndirnar eru allar úr bók hans frá 1925, sjá hér að neðan og þær segja meira en 1000 orð.

Screen Shot 2016-08-10 at 23.16.26Screen Shot 2016-08-10 at 23.16.49Screen Shot 2016-08-10 at 23.17.08Screen Shot 2016-08-10 at 23.17.41Screen Shot 2016-08-10 at 23.18.11Screen Shot 2016-08-10 at 23.18.34

Heimild:

Muller, I.P. (1925). MIT SYSTEM: 15 minutters dagligt arbejde for sundhedens skyld. 10. útg. Jul. Gjellerups Forlag, Kaupmannahöfn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s