Síðasta sumar framkvæmdi íþróttafræðisvið HR rannsókn á þátttakendum á Smáþjóðaleikunum 2015 sem haldnir voru í Reykjavík. Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur og þeir m.a. spurðir út í það æfingamagn sem þau gangast undir. Greinin heitir TRAINING VOLUME IN DIFFERENT SPORTS IN FUNCTION SEX AND AGE og hægt er að nálgast útdráttinn á þessari síðu http://tinyurl.com/heglhm8. Niðurstöðurnar voru kynntar á 21. ráðstefnu European College of Sport Science ECSS program nú í júlí.
302 afreksíþróttamenn (karlar, n=132; konur, n=170) tóku þátt úr 9 ólíkum íþróttagreinum, fimleikum, frjálsum íþróttum, körfubolta, blaki, strandblaki, gofli, júdó, skotfimi, borðtennis, tennis og sundi. Þátttakendur voru flokkaðir eftir íþrótt, aldri og kyni.
Helstu niðurstöður voru eftirfarandi
- Enginn munur var á milli kynjanna þegar æfingaálag var skoðað í neinni íþrótt.
- Yngri íþróttamennirnir (20 ára og yngri) æfðu mest, 16.89±4.80 klst. á meðan 21-30 ára æfðu 15.40±4.92 klst. p<.001. Elsti hópur íþróttamannanna (31 árs og eldri) æfðu minnst eða um 12.87±4.31 klst; p<.001.
- Fimleika- og sundfólk æfðu mest allra, 20.07±4.07 klst á viku og 20.13±4.17 klst./viku.
Til að setja niðurstöður í samhengi þá sjáum við að…
- Þetta æfingamagn er minna en þar sem mælt er með fyrir afreksíþróttamenn af Baker og félögum frá árinu 2003 (25-30 klst. á viku), hjá bæði körlum og konum.
- Það að yngstu íþróttamennirnir æfi mest segir okkur þó ekki alla söguna því ákefð skiptir einnig máli og hún gæti verið önnur hjá eldri hópunum (Tota et al., 2015).
- Miklar líkamlegar, tæknilegar og andlegar kröfur í sundi og fimleikum gætu útskýrt hvers vegna þessar greinar æfa mest í hverri viku.
- Að lokum. Niðurstöðurnar sýna að það er munur á æfingamagni eftir aldri og íþrótt, en ekki kyni.
Heimildir
Baker J., Cote, J., Abernethy, B. (2003). J Appl Sport Psych, 15(1), 12–25.
Laursen, P. B. (2010). Scand J Med Sci Sports, 20, 1–10.
Tota, L., Maciejczyk, M., Pokora, I., Cempla, J., Pilch, W., Pałka, T. (2015). J Hum Kinet, 49, 149-158.
I have noticed you don’t monetize your site, don’t waste
your traffic, you can earn extra bucks every month because you’ve got
hi quality content. If you want to know how to make extra $$$,
search for: best adsense alternative Wrastain’s tools
LikeLike