Afar vel heppnuð ferð til Gummersbach

Aðfararnótt miðvikudagsins 13. maí lagði 18 manna hópur frá Borgarholtsskóla á leið til Gummersbach í Þýskalandi. Ferðalagið gekk vel og tók Gunnar Steinn Jónsson á móti okkur ásamt Magnusi liðsfélaga sínum í VFL Gummersbach. Gunni hafði haft veg og vanda að þessari ferð. Án hans hefði þetta verið ómögulegt. Dagskráin var tiltölulega þétt og má sjá ferðasögur nemenda hér: http://vefir.multimedia.is/afreksitrottasvid/

Það er skemmst frá því að segja að ferðin í heild sinni gekk gríðarlega vel. Hápunktar ferðarinnar voru án efa leikur Gummersbach og KIEL fyrir fullu húsi í Scwalbe Arena og svo leikur Afreksíþróttasviðsins gegn U19 ára Akademíu þeirra. Í því liði voru 3 unglingalandsliðsmenn Þýskalands. Gríðarlega vel þjálfað lið og öflugt. Þetta myndband frá leiknum segir eflaust meira en mörg orð. Leikurinn endaði 31-21 eftir jafnan leik til að byrja með.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum nemendum og Gumma fyrir samferðina í þessari góðu ferð. Og Gunna og fjölskyldu fyrir frábærar móttökur!

Sveinn Þorgeirsson

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s