Nú um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ. Þar mættu til leiks rúmlega 100 þátttakendur, drengir og stúlkur af öllu landinu. Þjálfarar félagana völdu allt að 4 leikmenn fædda árið 2001 úr sínu liði til þátttöku. Mælingarnar gengu afar vel og verður foreldrum og iðkendum sjálfum þakkað fyrir frábært viðmót.
Á hverjum degi fóru þátttakendur í gegnum staðlaða 8 mínutna upphitun með kynningum og útskýringum á prófi (samtals 12 mín) og í kjölfarið tóku þau prófið sem var á bilinu 20-25 mínútur í framkvæmd.
Dagskráin var eftirfarandi
- Föstudagur – tækni: Drippl í milli keilna, skothraði úr kyrrstöðu, með atrennu og svo uppstökki og skothittni.
- Laugardagur – hraði og kraftur: Medicine boltakast, snerpupróf 505, stökkhæð (SJ og CMJ) og svo langstökk.
- Sunnudagur – bakgrunnur í íþróttum, þol og líkamsmælingar: Spurningalisti, hæð, þyngd, faðmur, lófastærð X-Y, og Yo Yo IRT 1 þolpróf
Með þessum mælingum höfum við fengið mikilvæg gögn sem ætlunin er að deila með hreyfingunni. Hér má nálgast upplýsingar um hvaða próf voru valin og hvernig þau voru framkvæmd (Handbók mælinga – HÉR).
Til stendur að mæla körfuknattleikinn á sama hátt síðar í sumar. Nánar um það síðar.
Að lokum vill ég fá að þakka þeim sem komu að þessari rannsókn með mér kærlega fyrir allt; Ómar Friðriksson, Hildur Björnsdóttir, Hákon Bridde, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Karl Kristján, Kristján Halldórsson, Harri Kristjánsson, Leifur Óskarsson, Grétar Eiríksson, Jose Saavedra ásamt HSÍ , Róberti Gíslasyni, og þjálfurunum Halla og Gulla fyrir stelpurnar og svo Maksim með strákana og þeirra aðstoðarmönnum. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.