Ofurþjálfun eða ofþjálfun? Innlit í tíma á afreksíþróttasviði

Vildi gefa smá innsýn í þá kennslu sem fram fer á afreksíþróttasviðinu þessa dagana. Önninni er að ljúka. Hún hefur verið gríðarleg áskorun og það hefur verið gaman að glíma við hana, ekki spurning!

Hlekkur á YOUTUBE með 25 mín kennslumyndskeiði

Nemendur unnu svo verkefni upp úr þessari innlögn.

Screenshot 2020-05-12 at 14.47.40

Í útvarpinu…

Ég var fenginn í útvarpsviðtal á Samfélaginu á Rás 1 í síðustu viku. Gaman að fá að fjalla um hvernig ég hef verið að upplifa áskoranir ungs íþróttafólks á þessum tímum í gegnum kennsluna í Borgarholtsskóla til dæmis.

Screenshot 2020-05-06 at 11.44.02

https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5dv

Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur: Fjallað er um hreyfingu á tímum Covid, þegar skipulögðum æfingum og mótum sleppir, hvernig viðheldur bæði afreksíþróttafólk og almenningur árangri sínum?

21 dagur til stefnu, – gerum þetta vel

Það má gera ráð fyrir auknu fútti í æfingum þann 4. maí hjá mörgu íþróttafólki. Það glittir í bjartari daga í sportinu með afléttingu takmarkana. Ef ég væri þjálfari að hefja æfingar á nýjan leik á þeim tímapunkti myndi ég biðja mitt íþróttafólk að koma með æfingadagbók síðustu 3ja vikna með sér.

Þannig mætti betur áætla það stand sem íþróttafólkið er í og hvernig sé óhætt að hefja æfingar á nýjan leik út frá magni og ákefð, og jafnvel einstaklingsbundið. Einstaklingar sem hafi sinnt sér illa, æft lítið á þessum tíma fengju ekki að æfa af sama krafti og hinir þegar allt fer á fullt. Ábyrgðin er þeirra. Æfingar dagsins í dag byggja á því sem gert var í gær.

Skráningin þarf ekki að vera flókin eða tímafrek til að vera gagnleg. Einfalt væri t.d. að setja þetta upp á þessa leið.

Screenshot 2020-04-14 at 14.10.38

Excel skráningarform fyrir 21 dags dagbók

Lykiltölurnar um ákefð og magn eru inni í þessari einföldu formúlu fyrir æfingaálag. Þær segja sögu, ekki alla, en þó nógu mikið til að þjálfari hafi gagn af. Það væri t.d. ekki skynsamlegt að byrja 5x 90 mín æfingar í viku þann 4. maí ef íþróttafólkið þitt hefur aðeins verið að æfa 3×30 mínútur. Það er ávísun á vandræði. Sömuleiðis þarftu að huga vel að ákefðinni ef viðkomandi hefur haft það of kósí í samkomubanninu.

Kæri íþróttamaður. Það er nægur tími til að koma vel undirbúin til æfinga að nýju. Byrjaðu að skrá og byggja þig upp í æfingaálag sem þú varst vön/vanur fyrir samkomubann. Það má því byggja ofan á vikuna á undan. Ekki setja allt á fullt ef þú hefur bara verið í 2 gír.

Kæri þjálfari. Hér ertu með dæmi um tól sem hægt væri að nýta til að hafa ókeypis yfirlit yfir þá þjálfun sem iðkandinn þinn hefur gert á meðan samkomubanninu stendur. Sé það notað á réttan hátt gæti það virkað hvetjandi og gott aðhald við þitt íþróttafólk.

john-arano-h4i9G-de7Po-unsplash
Photo by John Arano on Unsplash

Förum varlega af stað 🙂

Heimild vegna RPE skalans

Foster, C., Florhaug, J. A., Franklin, J., Gottschall, L., Hrovatin, L. A., Parker, S., Doleshal, P., & Dodge, C. (2001). A New Approach to Monitoring Exercise Training: Journal of Strength and Conditioning Research, 15(1), 109–115. https://doi.org/10.1519/00124278-200102000-00019
mæli einnig með…
Newsletter, T. U. (2020). 🎤🏀⚽ Upside: Testimonials from Top coaches/trainers/Startups on what to do during COVID-19 crisis. Retrieved April 14, 2020, from https://www.theupside.us/p/-upside-testimonials-from-top-coachestrainerssta

Hvernig má stunda metnaðarfullt framhaldsskólanám og keppnisíþróttir samhliða?

Ætlarðu að kljúfa atómið eða að keyra á atvinnumennsku? Líklega hafa fáir þurft að ákveða sig milli akkúrat þessara tveggja valkosta. En getum við gert bæði? Þ.e.a.s. stunda metnaðarfullt nám og kepnnisíþróttir samhliða. Það ætti að vera mögulegt, og í dag er margt ungt fólk sem kýs ákkúrat að stunda nám og íþróttir samhliða.

Ávinningur

Það skyldi engann undra því það eru margar jákvæðar hliðar við slíkan lífstíl. Ávinningurinn hefur verið rannsakaður og er meðal annars góð líkamleg heilsa, minna stress og vellíðan. Að stunda nám og íþróttir samhliða hefur verið sýnt að byggi upp:

  • fjölmörg tækifæri til að þróast sem einstaklingur
  • byggja upp færni til að takast á við breytingar, aðlagast og læra á sjálfa/-n sig.
  • stærra tengslanet og betri sambönd við jafningja
  • færni í að takast á við breytt líf að loknum íþróttaferli
  • betra aðgengi að störfum almennt og störfum sem eru betur borguð

Persónulega hef ég upplifað það þegar illa hefur árað í annað hvort íþróttinni minni handbolta eða í skólanum, þá hef ég fengið útrás í hinum staðnum. Þannig hef ég getað sótt styrk í hvort tveggja og á tímum hefur svo sannarlega ekki veitt af því (fjögur 8 mánaða keppnistímabil endað með falli úr efstu deild í handbolta).

Áskoranir 

Það að samræma nám og íþróttir er ekki einfalt, því ferlið frá fyrstu unglingsárunum fram að lokum ferils einkennist að umtalsverðum breytingum, líkamlegum, andlegum og félagslegum. Meðal þeirra breytinga sem þarf að stýra og aðlagast á ferli afreksíþróttamanns eru:

  • Að æfa sem barn í yngri flokkum upp í aðlögun að keppni fullorðinsflokkum
  • Frá grunnskóla upp í framhaldsskóla og þaðan í háskóla eða störf á vinnumarkaði
  • Frá því að vera á forræði foreldra, hanga með vinum og svo að eignast maka og stofna fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir
  • Frá því að íþróttaþátttaka hefst með nokkrum skipulögðum æfingum, að mögulegri atvinnu, þar til ástundun er hætt oftast fyrir fertugt
Screenshot 2020-04-09 at 18.12.37
Mynd 1.  Hér að ofan sýnir hvernig skipta má ferli íþróttamanns í stig eftir aldri, þjálfun í íþrótt, andlegum og félagslegum þroska og að lokum námsstigi. Myndin er fengin frá Wylleman P, Alfermann D & Lavallee D (2004) Career transitions in sport: European perspectives, Psychology of Sport and Exercise, 5 (1), pp. 7-20.

Við skoðun á myndinni sjáum við að um sönn tímamót e að ræða þegar unglingar ljúka við grunnskóla. Upphaf framhaldsskólaaldursins er markað af fyrstu bylgju af áskorunum sem krefjast aðlögununar. Við lok framhaldsskólans og upphaf fullorðinsára tekur svo við önnur bylgja. Ef aðlögun gengur illa, áskorunin verður of mikil eða tækifærin ekki í takt við þarfir er hætt við að hökt komi á ferilinn og þá reynir á. Að við tölum nú ekki um alvarleg meiðsli eða veikindi eru út af fyrir sig nægt umræðuefni í annan pistil.

Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum vitum við að þriðjungur barna á aldrinum 10-17 ára hættir að æfa íþróttir vegna þess að því finnst það taka of mikinn tíma frá öðrum þáttum lífsins, eins og t.d. námi. Hvað er til ráða?

Hvað getur afrekið í Borgó lagt að mörkum?

Fyrir það fyrsta leggjum við upp með að hafa í okkar röðum öflugt, menntað fagfólk sem starfar af lífi og sál í íþróttaþjálfun. Til þessa fólks eiga nemendur okkar að geta leitað til og lært af.

Eitt það besta sem við höfum getað veitt nemendum okkar er leyfi fyrir skipulögðum æfingum, keppnum og ferðalögum þeim tengdum. Þetta hefur reynst nemendum okkar vel sem þurfa að standa sig í skólanum og fá þennan sveigjanleika á móti. En ekki má gleymast að námið þurfa þau að stunda utan skólastofunnar til að halda dampi.

Sveigjanleiki í námsframvindu er einnig fyrir hendi þar sem Borgarholtsskóli er fjölbrautarskóli með áfangakerfi. Þannig getur nemandi stillt af álag í skóla til móts við æfinga- og keppnisálag. Persónuleg skoðun mín er sú að of fáir nota þetta úrræði til að ná betur að sinna þeim einingum sem nemendur eru skráðir í, og íþróttinni, og síðast en ekki síst þeirri hvíld sem íþróttamaður undir miklu álagi þarf. Þannig mætti í upphafi skipuleggja nám sitt til fjögurra ára og dreifa þannig á skynsamlegan hátt úr þriggja ára bóknámi til stúdentsprófs.

Mat á vinnuframlagi utan skóla. Um 1/3 þeirrar vinnu sem ætlast er til af nemandanum í áfanganum AFR er metinn af íþróttaþátttöku þeirra utan skóla með íþróttafélagi. Þannig eru um 25-35 klst. á hverri önn metnar sem nám utan skóla.

Það kemst enginn einn á toppinn á verðlaunapallinum sem íþróttamaður svo mikið er víst. Íþróttamaðurinn byggir árangur sinn á umhverfi sínu og þeim stuðningi sem hann fær frá sínum nánustu, þjálfurum, jafningjum og öðrum mikilvægum. Að huga vel að þessum árum getur verið gulls ígildi fyrir feril ungra íþróttamanna því það er alltaf eitthvað sem kemur uppá, – lífið er bara þannig. Fáir fara í gegnum þessar breytingar hnökralaust og það er svosem í góðu lagi, og eiginlega nauðsynlegt.

Faglegur stuðningur eins og sá sem er í boði á afreksíþróttasviðinu ætti að geta verið flestu íþróttafólki góður bakhjarl í þeim áskorunum sem bíða. Við munum ekki leysa vandamálin eða brjóta veggina fyrir nemendur okkar, – það fá þau að gera sjálf. Við höfum og munum áfram kappkosta við að veita þeim verkfærin við að leysa þau verkefni sem að höndum ber.

Árangur þeirra sem ná langt er engin tilviljun, þau unnu ekki í lottóinu (þó þau kunni að hafa erft góða líkamsbyggingu fyrir íþróttina sína), heldur er hann afrakstur þrotlausar vinnu, og já – góðs stuðnings. Við ættum að styðja við ungt íþróttafólk sem kýs að stunda nám samhliða, því við vitum að það er fjárfesting sem borgar sig. Samfélagslegur ávinningur er einnig mikill þar sem menntað afreksíþróttafólk eru oft miklar og jákvæðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk.

Til þess þarf að hlúa að líkamlegri þjálfun og gæta þess að hún taki mið af vexti og þroska. Andlegi þátturinn er svo önnur undirstaða á þeim umbrotatímum sem unglingsaldurinn er. Að lokum má ekki gleyma félagslega þættinum, heima fyrir, í skólanum og að verja tíma með jafningjum. Það er á þessum þremur þáttum sem við byggjum fræðsluþemun okkar á á hverri önn, enda þarf stöðugt að koma að þeim aftur og aftur á vegferð íþróttamanns í átt að árangri í eigin lífi.

thrifaettur stoll
Mynd 2. Þrífættur stóll. Vanræktu eina stoð og stóllinn stendur ekki undir farsælum ferli.

En hvað ef við náum ekki í landsliðið? Eða atvinnumennsku? Er þá allt unnið fyrir ekkert? Ég er ekki á því máli, af því það er vegferðin, reynslan, vinirnir og ávinningurinn sem það fólk sem velur þennan lífstíl mun búa að fyrir lífstíð. Það mikilvægast er klisja en það er að reyna að njóta baráttunnar, í henni munt þú finna þína sigra.

Fyrir frekari upplýsingar námið í Borgarboltsskóla má nálgast á instagram á afrekssvid og á innri vefsíðu námsins www.bhs.is/afreksBHS logo afreks hringur

Greinarhöfundur er
Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og framhaldsskólakennari

og ég svara spurningum varðandi námið á afreksíþróttasviðinu í Borgarholtsskóla á sveinn@bhs.is.

 

 

 

Heimild

Europäische Kommission, & Europäische Kommission (Eds.). (2013). EU guidelines on dual careers of athletes: Recommended policy actions in support of dual careers in high-performance sport ; approved by the EU Expert Group “Educations & Training in Sport” at its meeting in Poznán on 28 September 2012. Publ. Off. of the Europ. Union.

 

 

 

 

 

 

 

Svefn, æfing og næring – endurtaka?

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá á þemadögum skólans í síðstu viku. Þar fengu nemendur góð og hnitmiðuð innlegg úr þremur ólíkum áttum. Þemað var Svefn, æfing og næring, allt undirstöðuatriði í lífi íþróttamannsins. Dagskráin gekk vel og fór hún fram í Sambíóunum Egilshöll. Takk öll þið sem komuð að deginum og framkvæmdinni, og ekki síst, Siggu Láru, Inga Þór og Birnu sem áttu fyrirlestra dagsins.

Screenshot 2019-02-13 at 16.44.33

IMG_5329

Það fór vel um gesti í sætunum sem alla jafna eru notuð til bíósýninga. Eftir hádegi fóru svo fram umræður milli kennara og þjálfara sem koma að þjálfun íþróttafólks á framhaldsskólaaldri undir heitinu “Afreksíþróttir og framhaldsskóli”. Þar kom fagfólk víðsvegar að og umræðurnar góðar. Það sem gaf deginum alþjóðlegan blæ var heimsókn frá Danmörku frá þeim Laurits og Christian, tveimur meistaranemum með bakgrunn í handbolta. Þeir starfa sem kennarar og þjálfarar í íþróttaakademíu í Skanderborg (SHEA). Þeir kynntu starfið og komu með áhugaverða punkta frá Danmörku og út frá dvöl sinni hér á landi, mest á Selfossi sem tengist lokaverkefni þeirra félaga um afreksstarf á Íslandi.

Screenshot 2019-02-16 at 13.32.38

Eftir kynningu frá þeim félögum var hópnum skipt upp í tvennt og tóku umræður hátt í 2 klst. með öllu. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þessum degi hjá okkur kærlega fyrir komuna og þátttökuna, og Þórarni frá fræðslusviði ÍSÍ fyrir aðstoðina. Þetta var frábært og mín skoðun að við ættum að gera meira af þessu.

IMG_4281

Að lokum læt ég fylgja með nokkrar staðreyndir um hvernig sviðið hjá okkur á afrekinu er byggt upp um þessar mundir.

afr stadreyndir

Þetta gekk það vel allt saman að mig grunar að þetta verði endurtekið síðar, vonandi  🙂

Of “gott” til að vera satt í 12-58% tilvika: Hvað leynist í þínu fæðubótarefni?

Nú eru eflaust margt íþróttafólk farið að huga að æfingum á undirbúningstímabili (vetraríþróttir) á meðan sumaríþróttirnar reyna að hámarka frammistöðu á því keppnistímabili sem framundan er. Notkun á fæðubótarefnum er mjög algeng og viðist vera að aukast ár frá ári, en ekki er allt sem sýnist í þeim málum. Efnum sem hvergi er getið utan á umbúðum er reglulega laumað í efnin sjálf, sum hver ólögleg sem getur sett íþróttafólk í mjög slæma stöðu sé það tekið í lyfjapróf. Íþróttamaðurinn ber jú alltaf ábyrgð á því sem hann tekur inn.

Hér er rannsókn sem vert er að vitna í og titilinn er fenginn frá. Þar voru niðurstöður marga rannsókna teknar saman og niðurstaðan að ólöleg efni leynast í 12-58% fæðubótarefna.

Screen Shot 2018-04-10 at 00.44.38.png

Tengill á greinina í greinasafni

 

Það er vandlifað, og hér er ein síða sem getur aðstoðað íþróttafólk við að athuga hvort varan sem það er að nota innihaldi ólögleg efni.

informed_choice2

Tengill á vefsíðu samtakana – informed-choice.org

Takk fyrir mig Grindavík

Vildi þakka aðstandendum viðburðarins kærlega fyrir að bjóða mér að vera með. Þetta var frábær kvöldstund sem vonandi hefur svarað einhverjum spurningum en kannski ennfremur vakið einhverjar góðar varðandi hvernig við ættum að standa að þjálfun barna og unglinga.

Frábært að koma til Grindavíkur og vel tekið á móti okkur fjölskyldunni!

Screen Shot 2018-03-19 at 23.27.09.png

Umræðan heldur áfram

Hér er örstutt viðtal við mig á K100.5 í aðdraganda RIG ráðstefnunnar.

https://k100.mbl.is/brot/spila/2827/

Hér er svo ráðstefnan sjálf með öllum mælendum.

17:00 Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setur ráðstefnuna.

17:05 Dr. Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við HÍ: Árangur- og hvað svo? Íslenskt íþróttafólk hefur á síðustu misserum náð eftirtektarverðum árangri. En hvaða áhrif kann þessi árangur að hafa á væntingar, áherslur og skipulag í íþróttum barna og ungmenna hér á landi?

17:20 Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir dósent í íþrótta- og heilsufræði, HÍ: Svefn eða æfing? Svefn hefur áhrif á líðan og frammistöðu en íþróttaæfingar geta líka haft áhrif á svefn. Er æskilegt fyrir ungmenni að stunda æfingar snemma að morgni?

17:35 Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt í íþróttafræði við HR: Sérhæfing ungs fólks í íþróttum. Sérhæfing í íþróttum er nauðsynleg til að ná toppárangri í hvaða íþróttagrein sem er. Hvaða þjálfun telst til sérhæfingar og hvenær er æskilegt að hefja sérhæfingu í íþróttum? Er þjálfunarumhverfi ungs íþróttafólks að breytast á Íslandi?

17:50 Sólveig Jónsdóttir: Markvisst starf og lágmörkun brottfalls Umhverfi fimleikafólks hefur breyst mikið á undanförnum árum þar sem að framboð fimleikagreina hefur aukist. Er hægt að skipuleggja betur afreksþjálfun í fimleikum á sama tíma og líftími hvers íþróttamanns í fimleikum lengist?

18:05 Daði Rafnsson, knattspyrnuþjálfari. Við eigum helling inni. Blómaskeið er í íslenskri knattspyrnu. Við eigum hins vegar helling inni þegar kemur að afreksþjálfun. Getum við orðið enn betri?

18:20 Pallborð. Ingvar Sverrisson stýrir. Í pallborði sitja fyrirlesarar.

Fyrri hluti

Snemmbær afreksþjálfun barna – Fyrri hluti from ISI on Vimeo.

Seinni hluti

Snemmbær afreksþjálfun barna – Seinni hluti from ISI on Vimeo.