9 kommon sens fyrir verðandi íþróttakennara

Af hverju þarf skólakerfið á íþróttakennslu að halda? Eftir örfáar vikur mun ég hefjast handa við að kenna nemendum á háskólastigi kennslufræði í Háskólanum í Reykjavík og hvetja verðandi íþróttafræðinga til dáða í baráttunni okkar. Sem er eins gott því þetta er barátta.

Screenshot 2019-10-22 at 11.00.12.png

Heilbrigði og velferð eru tvær af meginstoðum náms í grunnskóla og þar gegna íþróttakennarar lykilhlutverki. Íþróttakennarar eru í fremstu víglínu skólastarfsins á hverjum degi. Tími barna sem varið er í skipulagða hreyfingu, heilsueflingu og íþróttir var skertur í framhaldsskóla með hlutfallslegri fækkun eininga íþrótta til stúdentsprófs. Þar var skref tekið til baka í heilsueflingu unglinga í framhaldsskóla, svo mikið er víst.

Íþróttakennarar í grunnskóla þurfa ekki síður að vera með bein í nefinu. Þar þurfum við m.a. að berjast fyrir því að tími barnanna í íþróttum gjaldi ekki fyrir það að þau þurfi að koma sér í íþróttahúsið/sundlaugina og fara í sturtu. Þá er mikilvægt að íþróttatímum sé ekki skellt saman af “hagræðingar” sjónarmiðum til að fá “meira” út úr tímunum. Þar gildir að tveir stuttir tímar eru betri en einn langur.

Í dag fá skólaíþróttir (leikfimi og sund) tæplega 9% skólatíma barna 5-15 ára samkvæmt námsskrá og í tilefni af því legg ég til 9 kommon sens niðurstöður rannsókna fyrir því af hverju skólaíþróttir eru ómissandi fyrir skólakerfið (fengnar úr frétt frá 2016 af heimasíðu Evrópusambandsins).

  1. Hreyfing og íþróttir örvar og styrkir heilastarfsemina og hefur þannig umtalsverð langvarandi áhrif á afköst heilans í öðrum daglegum störfum. Hlekkur á rannsókn á heilastarfsemi.
  2. Hreyfing og íþróttir geta haft jákvæð áhrif á hæfileikann til náms og á minni sem getur vitaskuld haft víðtæk áhrif á líf einstaklinga. Hlekkur á minnis- og námsrannsókn.
  3. Hreyfing og íþróttir, meira að segja í smáum skömmtum geta haft jákvæð áhrif á athygli og einbeitingu sem hefur mikil áhrif á það hvernig við lærum og tökum inn upplýsingar úr umhverfi okkar. Hlekkur á einbeitningar og athygli rannsókn.
  4. Hreyfing getur haft jákvæð áhrif á læsi á tölur og bókstafi meðal annars í vegna ofangreindra áhrifa hreyfingar á getu til náms. Hlekkur á læsis-rannsókn.
  5. Regluleg hreyfing getur bætt andlega vellíðan með því að létta kvíða og þunglyndi (hlekkur á kvíða og þunglyndisrannsóknir) sem getur verið sérlega mikið vandamál fyrir fullorðna. Hlekkur á aðra kvíða og þunglyndisrannsókn.
  6. Aukin skuldbinding og þátttaka. Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og hreyfing getur verið sérstaklega mikilvæg til að auka virkni nemenda og  styrkja þau félagslega. Rannsókn á þátttöku og skuldbindingu.
  7. Námsárangur þeirra sem sem hreyfa sig er betri en þeirra sem ekki gera það, auk þess sem meiri hreyfing leiði til meiri afkasta. Hlekkur á rannsókn á bættum námsárangri. Hlekkur á rannsóknir um bættan námsárangur.
  8. Nemendur sem hreyfa sig eru að jafnaði hæfari til starfa, læra lengur, eiga auknar líkur á að tryggja sér störf og fá stöðuhækkanir. Hlekkur á rannsókn um stöðuhækkanir.
  9. Fólk sem hreyfir sig eru betri starfskraftar, heilsuhraustari, skilvirkari og áreiðanlegri, og þannig eftirsóttari sem slík. Hlekkur á rannsókn um starfskrafta.

þýtt úr samantekt frá 9-research-findings-show-why-education-needs-sport

Skipulagt íþróttastarf stendur að mörgu leiti sterkt hér á landi með vísan í góða þátttöku á barnsaldri og árangri í vímuefnaforvörnum. En, við náum ekki til allra, meðal annars af því að líklega eru íþróttir ekki fyrir alla. Fjölbreytt hreyfing af þeim toga sem hver og einn kýs ÞARF hins vegar að vera hluti af lífstíl hvers og eins. Til þess þarf að byggja góðan hreyfigrunn (fimi í leik og hreyfingum) og kynna nemendur fyrir fjölbreyttum tækifærum til hreyfingar þarf einlægan áhuga kennarans á hvers kyns hreyfingu, heilsunnar vegna. Hreyfing á skólatíma ein og sér er aðeins byrjunin, og bara brot af þeim 60 mínútum sem börnin þurfa af hreyfingu daglega. Því þarf íþróttakennarinn að kveikja neista að ævilöngum áhuga á heilsusamlegum lífstíl á unga aldri.

Áherslur í skólastarfi munu breytast og þróast. Áhersla á heilsu og mikilvægi hennar til að njóta tímans sem við fáum með fjölskyldu og vinum verður ævarandi undirstaða hamingjusamlegs lífs. Þetta tvennt þarf að fara saman.

Hlakka til að vinna með ykkur í áfanganum í lok nóvember kæru nemendur við íþróttafræði HR.

Sponsored Post Learn from the experts: Create a successful blog with our brand new courseThe WordPress.com Blog

WordPress.com is excited to announce our newest offering: a course just for beginning bloggers where you’ll learn everything you need to know about blogging from the most trusted experts in the industry. We have helped millions of blogs get up and running, we know what works, and we want you to to know everything we know. This course provides all the fundamental skills and inspiration you need to get your blog started, an interactive community forum, and content updated annually.

“Komdu að kenna” grein í Kjarnanum

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að til stendur að gera kennurum og námi þeirra hærra undir höfði með verkefninu komdu að kenna. Í tilefni þess var ég beðinn um að rita nokkur orð um af hverju fólk ætti að geta hugsað sér að starfa við íþróttakennslu í framtíðinni. Ég legg til nokkur atriði í þessum stutta pistli.

Grein mín í Kjarnanum frá 3. maí 2019

Ljómandi leið til að hefja árið

Það eru til margar góðar leiðir til að hefja nýtt ár. Sú leið sem við Kristján Halldórsson völdum var að halda námskeið í mjúkhandboltafræðum fyrir áhugasama kennara og handboltaþjálfara. Námskeiðið fór fram í nýrri aðstöðu Fjölnis í Egilshöllinni sem hefur fengið heitið Fjölnishöllin.

Sissi í kennslu
Hér má sjá brot frá verklegri kennslu námskeiðsins þar sem farið var inn í íþróttasal. Þessum hluta stjórnaði Kristján Halldórsson fyrir miðju.

 

Skólahandbolti
Handbolti í skólum er hugmyndafræði frá IHF. Verkefnið var styrk af verkefnissjóði ÍBR. Hér er upphafsslæða frá fræðilegri kynningu námskeiðsins.

Mjukboltaposter
Hér má sjá dagskrá námskeiðsins og uppsetningu.

Það var okkar upplifun að vel hafi tekist til og þátttakendur hafi verið almennt nokkuð sátt með þetta námskeið. Það er hvatning til að halda fleiri námskeið síðar í þessum dúr.

Svefn, æfing og næring – endurtaka?

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá á þemadögum skólans í síðstu viku. Þar fengu nemendur góð og hnitmiðuð innlegg úr þremur ólíkum áttum. Þemað var Svefn, æfing og næring, allt undirstöðuatriði í lífi íþróttamannsins. Dagskráin gekk vel og fór hún fram í Sambíóunum Egilshöll. Takk öll þið sem komuð að deginum og framkvæmdinni, og ekki síst, Siggu Láru, Inga Þór og Birnu sem áttu fyrirlestra dagsins.

Screenshot 2019-02-13 at 16.44.33

IMG_5329

Það fór vel um gesti í sætunum sem alla jafna eru notuð til bíósýninga. Eftir hádegi fóru svo fram umræður milli kennara og þjálfara sem koma að þjálfun íþróttafólks á framhaldsskólaaldri undir heitinu “Afreksíþróttir og framhaldsskóli”. Þar kom fagfólk víðsvegar að og umræðurnar góðar. Það sem gaf deginum alþjóðlegan blæ var heimsókn frá Danmörku frá þeim Laurits og Christian, tveimur meistaranemum með bakgrunn í handbolta. Þeir starfa sem kennarar og þjálfarar í íþróttaakademíu í Skanderborg (SHEA). Þeir kynntu starfið og komu með áhugaverða punkta frá Danmörku og út frá dvöl sinni hér á landi, mest á Selfossi sem tengist lokaverkefni þeirra félaga um afreksstarf á Íslandi.

Screenshot 2019-02-16 at 13.32.38

Eftir kynningu frá þeim félögum var hópnum skipt upp í tvennt og tóku umræður hátt í 2 klst. með öllu. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þessum degi hjá okkur kærlega fyrir komuna og þátttökuna, og Þórarni frá fræðslusviði ÍSÍ fyrir aðstoðina. Þetta var frábært og mín skoðun að við ættum að gera meira af þessu.

IMG_4281

Að lokum læt ég fylgja með nokkrar staðreyndir um hvernig sviðið hjá okkur á afrekinu er byggt upp um þessar mundir.

afr stadreyndir

Þetta gekk það vel allt saman að mig grunar að þetta verði endurtekið síðar, vonandi  🙂

Vísindalegt vinkilskot

Við höfðum ærið tilefni til að fagna í síðustu viku þegar stelpurnar okkar skutu Aser­baíd­s­an á kaf með ótrúlega stórum sigri og tryggðu þar með tryggðu umsspilssæti í undankeppni HM.

Önnur góð ástæða fyrir handboltaunnendur til að gleðjast er hvernig samstarf HR og HSÍ er farið að bera vísindalegan ávöxt. Fyrr á þessu ári birtist grein eftir nokkra kennara íþróttafræðisviðs HR undir stjórn Jose Saavedra með landsliðsþjálfaranum Axeli Stefánssyni um líkamlega þætti, þrek og skothraða A- og yngri kvennalandsliða Íslands. Greinin birtist í tímaritinu The Journal of Strength & Conditioning Research fyrr á þessu ári.

screenshot-2018-12-06-at-13-54-49.pngÍ greininni, sem er að okkar bestu vitund sú fyrsta sem fjallar um líkamsbyggingu, þrekþætti og skothaða kvennaliða og ber frammistöðu saman eftir aldri. Alls tóku 80 landsliðskonur þátt (18.2 ± 4.0 ára meðalaldur) úr A, U19, U17 og U15 ára liðunum. Tölfræðireikningar voru gerðir til að greina hvort munur væri milli liðanna í prófunum og hvaða próf greindu best milli byrjunarliðsmanna og varamanna í hverju liði. Þá var fylgni reiknuð milli frammistöðu í ólíkum prófum.

Niðurstöðurnar sýndu að munur var á milli A liðsins og U19 ára á jafnfætisstökki (CMJ), 3 kg boltakasti, og Yoyo IRT L2 þolprófi. Til að greina á milli byrjunarliðsmanna og varamanna reyndist þyngd og BMI stuðullinn spá best fyrir hjá A-liðinu (76% rétt) og 30m sprettur og 7m kasthraði hjá U19 ára liðinu (90% rétt). Að auki má segja að frammistaða í 7m og 9m kasti (með 3ja skrefa atrennu) fylgist að við hvort annað, hæð, þyngd, lóðrétta stökkhæð (CMJ) og 3 kg boltakasti með lítilli til meðalmikilli fylgni. Meðal annarra niðurstaðna var sú að lóðrétt stökkhæð hafði fylgni við alla aðra þætti mælda nema hæð og  BMI stuðulinn.

Umræður. Ein tilgáta okkar var sú að A liðið myndi standa sig best af öllum liðum í öllum þeim mælingum sem lagðar voru fyrir. Sú tilgáta stóðst ekki. Í reynd var það aðeins Yoyo prófið og þyngd þar sem A liðið var marktækt hærra en yngri landsliðin. Út frá þessum punktum og mörgum öðrum sem fram koma í greininni er hægt að hefja umræðu um líkamlega þætti landsliðsfólks okkar. Höfundar telja að greinin geti verið gott innlegg og aukið þekkingu þjálfara og handboltasamfélagsins á okkar bestu og efnilegustu handknattleikskonum.

Fleiri greinar eru í farvatninu og það verður gaman að fá að deila niðurstöðum þeirra á næstu misserum. Ég lít svo á að það sé okkar skylda að koma þessum niðurstöðum áfram og inn í umræðuna. Sér í lagi þar sem aðgangur að greininni er því miður gegn gjaldi á þessari síðu (Hlekkur á greinina).

Hér er svo hlekkur á fréttina með samantekt rannsóknarinnar á síðu háskólans RU.is

KKÍ með stóra og flotta helgi!

Helgin síðasta var mjög skemmtileg. Háskólinn í Reykjavík og KKÍ eru í samstarfi um kostaða meistaranámsstöðu og mælingar á kvennalandsliðum. Tengt þeirri vinnu hélt ég kynningu fyrir þjálfara á 3ja þjálfarastigi KKÍ um mælingar og þjálfun þar sem við unnum verklegt og fræðilegt í bland.

Síðar um daginn hélt ég svo stutt erindi fyrir leikmenn yngri landsliða KKÍ um hvernig ráðlagt er að æfa á hvíldartímabili, þegar þau eru hvorki á æfingum með landsliði eða félagsliði. Aðstaðan þar sem kennslan fór fram í var einnig frábær, – við fengum Ólafssal að Ásvöllum til afnota, glænýr og flottur, – til hamigju Haukar!

34258977_1668512919911533_4466052546527494144_n
Frá kynningu minni fyrir leikmenn yngri landsliða KKÍ, karla og kvenna.

Þakk kærlega fyrir mig!

Of “gott” til að vera satt í 12-58% tilvika: Hvað leynist í þínu fæðubótarefni?

Nú eru eflaust margt íþróttafólk farið að huga að æfingum á undirbúningstímabili (vetraríþróttir) á meðan sumaríþróttirnar reyna að hámarka frammistöðu á því keppnistímabili sem framundan er. Notkun á fæðubótarefnum er mjög algeng og viðist vera að aukast ár frá ári, en ekki er allt sem sýnist í þeim málum. Efnum sem hvergi er getið utan á umbúðum er reglulega laumað í efnin sjálf, sum hver ólögleg sem getur sett íþróttafólk í mjög slæma stöðu sé það tekið í lyfjapróf. Íþróttamaðurinn ber jú alltaf ábyrgð á því sem hann tekur inn.

Hér er rannsókn sem vert er að vitna í og titilinn er fenginn frá. Þar voru niðurstöður marga rannsókna teknar saman og niðurstaðan að ólöleg efni leynast í 12-58% fæðubótarefna.

Screen Shot 2018-04-10 at 00.44.38.png

Tengill á greinina í greinasafni

 

Það er vandlifað, og hér er ein síða sem getur aðstoðað íþróttafólk við að athuga hvort varan sem það er að nota innihaldi ólögleg efni.

informed_choice2

Tengill á vefsíðu samtakana – informed-choice.org

Æfingaálag íþróttafólks Smáþjóðaleikanna 2015

Þessi rannsókn var nýlega birt og fjallar um æfingaálag í nokkrum mismunandi íþróttum. Rannsóknin var gerð á íþróttafólki sem tók þátt á Smáþjóðaleikunum 2015.

Hér má sjá samantekt á greininni:

PAPESH Team (Jose M. Saavedra, Sveinn Þorgeirsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Kristján Halldórsson, Margrét L. Guðmundsdóttir, Ingi Þ. Einarsson) have published an article in the Montenegrin Journal of Sports Science and Medicine. This peer-reviewed journal is indexed in Emerging Sources Citation Index (Clarivate Analytics before Thomson Reuters) and PubMed.

The objective of this study was to analyse the volume of training in several sports as a function of sex and age.  The study sample consisted of 302 sportspersons (men, n=132; women, n=170) who participated in the 16th Games of the Small States of Europe (1st to 6th June 2015) in representation of nine countries.  The subjects practised the following sports: artistic gymnastics, athletics, basketball, beach volleyball, golf, judo, shooting, swimming, table tennis, tennis, and volleyball, and were classified by sex, sport, and age (younger: ≤20 years; intermediate: from 21 to 30 years; older: ≥31 years. Neither interactions between the groups nor differences depending on sex were found in the training volumes, but the older the sportsperson the lower the training volume (days per week, and total time per week).  The sports with the greatest training volumes were artistic gymnastics and swimming, while those with most competitions per year were basketball and volleyball.

 Nánar hér: Tengill á síðu www.mjssm.me

 

Comparison of tr vol in diff el sports acc sex age sport.png