Handbolti á heimavelli komið í loftið

Þá er loks komið að því að tilkynna að verkefni sem við Kristján Halldórsson fengum styrk fyrir er komið í loftið. Fram að jólum mun það birtast í smáum skömmtum eins og sönnu jóladagatali sæmir.

Fyrsti pakki er hér að finna á vefsíðu verkefnisins Handbolti á heimavelli

Hér er svo stutt vídeó sem segir frá því hvernig verkefninu er miðlað.

Fyrirlestur um hreyfilæsi í boði ÍSÍ á Íþróttaviku

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem er haldin 23. – 30. september ár hvert býður ÍSÍ íþróttahéruðum og sveitafélögum að fá fyrirlestra tengda hreyfingu og íþróttum.

Það verður í boði að fá fyrirlestur um hreyfilæsi (e. Physical literacy) sem er hugmyndafræði sem hefur fengið talsverða umfjöllun erlendis undanfarin ár. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um undirstöðurnar og tengingar við grundvallarhreyfingar (fundamental movement skills). Þá verður eftirfarandi spurningum meðal annars velt upp

Fyrir hvað stendur hugmyndafræði hreyfilæsis fyrir?

Eiga hugmyndir um hreyfilæsi erindi í skólakerfið?

Hér má sjá stutt myndskeið um hreyfilæsi.

Fyrirlestur um þjálfun á hvíldartímabili

Það var gaman að taka þátt í flottri æfingahelgi hjá BSÍ um síðustu helgi. Þar flutti ég erindi um almennar ráðleggingar um þjálfun á hvíldartímabili. Áherslur sem ég tel að íþróttafólk sem ætlar sér langt þurfi að heyra. Þarna eru mikil tækifæri til að gera vel en líka hætta á að missa niður ávinning margra mánaða vinnu. Það er því að ýmsu að huga til að íþróttafólk nái markmiðum þessa tímabils sem ég hef kallað hvíldartímabil (þar sem hvíld er aðalmarkmiðið), en á ensku er ýmist talað um transition eða jafnvel off-season. Þetta er tíminn eftir keppnistímabilið fram að næsta undirbúningstímabili, brúin milli tveggja tímabila þar sem leikmenn eru oftast látnir bera ábyrgð á eigin þjálfun.

Almennar áherslur varðandi þjálfun og skipulag æfinga á þessu tímabili voru kynntar og ræddar.
Kynningin fór fram fyrir blandaðan hóp íþróttafólks og þjálfara á íslensku en kynningarefnið sjálft á ensku fyrir þau sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Innsýn í leik íslensks handbolta með gögnum frá HBStatz / Insights into Icelandic handball statistics

Í nýlegri grein um frammistöðugreiningu í handbolta á gögnum frá tímabilinu 2017-2018 í úrvalsdeild karla og kvenna kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Hér að neðan verður tæpt á því helsta sem kom í ljós en greinina í heild má nálgast hér: https://doi.org/10.5507/ag.2022.001.

Í efstu deild karla (hálfatvinnumennska) gefa niðurstöður til kynna að munurinn á milli liða sem tapa og þeirra sem sigra sé að mörgu leiti sambærilegu við það sem gerist á efstu stigum (sér í lagi skotnýting, markvarðsla og skotnýting utan 9m). Með smá tölfræðiæfingum fundum við út að með því að horfa bara til skotnýtingar, stolinna bolta, tæknilegra mistaka og markvörslur úr vítaköstum mætti spá fyrir sigurvegara í 84% leikja.

Í efstu deild kvenna eru sigurvegarar með betri skotnýtingu, markvörðslu, 7m nýtingu og stoðsendingar. Þá er það áhugavert að með því einu að horfa í markvörðslu og skotnýtingu má spá fyrir sigurvegara í 87% tilvika.

Þegar við berum tölfræðina í leikjum kvenna og karla saman sjáum mun á meðaltölum 9m skotnýtingar, rauðra spjalda, 2 mínútna brottvísana og tæknifeila. Það mætti hugsa sér ýmsar skýringar á þeirri niðurstöður. Þær sem við lögðum fram var að karlar eru almennt hærri og þyngri sem gerir þeim auðveldrara að skjóta nógu fast lengra frá marki (9m skotnýting), ásamt fleiri (aðrar rannsóknir) einn á einn leikstöður sem geta endað með 2 mín brottvísun eða rauðu spjaldi. Eins og sér er erfitt að útskýra tæknifeila (technical fouls) en þar gæti dómgæsla og t.d. varnaruppstilling haft mikið að segja.

Við erum að sigla inn í tíma með spennandi tækifærum til að greina handbolta og aðrar íþróttir með allri þeirri tölfræði sem í boði er. Þessi rannsókn hafði eftirfarandi takmarkanir. Stuðst var við niðurstöðu (outcome) tölfræði sem varpar ekki ljósi á ferlanna á bakvið (process) niðurstöðuna. Það var ekki tekið tillit til ólíks styrkleika liðanna í greiningunni (t.d. sterkt lið gegn veiku) sem gæti varpað betra ljósi á einkenni leikja milli liða af söma eða ólíkri getu.

Það er augljóst að stórt hlutverk markmanna endurspeglast vel í þessari tölfræði og mætti færa rök fyrir því að sú tölfræði sem haldi er gefi einna bestu mynd af hlutverki markmanna. Það er til að mynda erfiðara að setja tölur á framlag einstakra leikmanna í vörn og vel tímasett blokk línumanns sem opnar vörnina er ekki skráð sem stoðsending. Það eru klár tækifæri til að taka þessar greiningar áfram og vinna gögnin frá HBStatz meira. Hlakka til þeirrar vinnu og fylgist með 🙂

In English

Our paper on #performanceanalysis in #handball in @olísdeildin in collaboration with @hbstatz was just published recently in @actagymnica. For the full article visit, https://doi.org/10.5507/ag.2022.001 Here are the MAIN findings.

For MEN, results indicate differences between winning and losing team performances in man´s Icelandic amateur HANDBALL league are similar to those of elite teams (shots%, saves% and 9m shot%), statistically speaking. 84% of matches can be correctly classified (W/L) by only looking into shots%, #steals, #techincal fouls and 7m shot save%.

For WOMEN, results indicate winning team´s performances in Icelandic women´s handball are better than losing team´s in shooting%, saves%, 7m shots% and assists. Interestingly 87% of matches can be correctly classified (W/L) by only looking into TWO variables: Shots% and goalkeeper save%.

COMPARING gender play, a few variables emerged with moderate effect sizes: i) 9 m shot%, ii) red cards, iii) 2-minutes exclusions and iv) technical fouls indicating differences between the mean values of each gender. These differences can possibly be explained i) by men´s larger body size allowing for shooting from further away and ii) +iii) more high-intensity one-on-one situations and tackles in men’s handball. Still iv) the TF are difficult to explain with these data alone as it might be affected by factors such as defensive style of play and referees.

FURTHERMORE: Research into handball statistics is growing fast with more data available thanks to @hbstatz. Data from a whole season of women’s and men´s Icelandic top league amateur handball 2018-2019 was obtained and analyzed. Limitations include this analysis of the final result focusing solely on the outcome without regard to the underlying processes. The league is amateur and the results should be viewed in that context. The paper does not provide insight into how the opposition effect plays out when e.g. strong team faces a weak team or other strong teams.

CONCLUDING remarks. It´s obvious that the goalkeeper’s work is critical in men´s and women´s play in Icelandic handball and therefore their role is highlighted in this research. Their position is at the heart of the final outcome statistic, goal or save. It is for example way more difficult to detect the impact of a great defender (process) during play in the current statistics. There is evidence that Icelandic men’s play is similar to other elite in terms of outcome statistics while women seem to differ somewhat. There are definite possibilities to take an even closer look at the available data by defining more specific time frames and focusing on balanced games for example. More to come.

Það verða allir með fyrir austan

Það verður virkilega gaman að fylgjast með spennandi verkefni fyrir austan sem ber heitið Allir með! og miðar að skipulagningu íþróttaþátttöku barna í 1. og 2. bekk grunnskóla. Ég fékk að koma að stefnumótuninni í ráðgjafarhlutverki. Ég er þess fullviss að til langs tíma er þessi nálgun mjög heillavænleg fyrir börnin.

Markmið verkefnisins er að gefa börnum í 1.-2. bekk kostur á að geta valið að iðka fleiri en eina íþróttagrein á jafningjagrundvelli, óháð ytri aðstæðum eins og þrýstingi frá vinum, fjárhag fjölskyldna,
bakgrunns eða öðrum ástæðum.

Verkefnið

Í tilefni af þessu verkefni var stutt viðtal við mig á RÚV.

https://www.ruv.is/frett/2022/04/18/nytt-fyrirkomulag-i-ithrottaaefingum-yngstu-barna

Jólaleikjafjöri frestað fram á nýtt ár

Því miður hefur verið tekin ákvörðun um að fresta viðburðinum Jólaleikjafjöri sem fara átti fram 19. desember. Við bíðum betri tíma á nýju ári þegar betur árar í heimsfaraldrinum og bólusetning barna á grunnskólaaldri orðin víðtæk. Því má gera ráð fyrir að viðburðurinn verði auglýstur aftur á nýju ári þegar nær dregur vori og aðstæður leyfa.

Takk fyrir sýndan áhuga og ég hlakka til að geta deilt afurðum verkefnins með ykkur þegar að þessu kemur.

Gleðilega hátíð!

Auglýst eftir þátttakendum í gerð kennsluefnis

Í tengslum við verkefni mitt Handbolti á heimavelli býð ég til Jólaleikjafjörs þann 19. desember þar sem við munu fara í skemmtilega leiki með áherslu á kast og grip fyrir börn í 1. og 2. bekk og svo 3. og 4. bekk. Við munum taka upp myndefni á þessum viðburð til gerðar kennsluefnis í framkvæmd viðkomandi leikja.

Nánar um viðburðinn á heimasíðu verkefnisins:

Skráningarskjalið er að finna hér:  https://forms.gle/sQqUcn4Y1RLzjfLB6 

Frekari upplýsingar veiti ég í gegnum handboltiaheimavelli@gmail.com

Verkefninu “Handbolti á heimavelli” brátt ýtt úr vör

Það er talsverð tilhlökkun að gefa út væntanlegar afurðir verkefnisins “Handbolti á Heimavelli” sem ég fékk styrk fyrir frá Þróunarsjóði námsgagna í sumar. Framundan eru upptökur á kennsluefni og frekari frétta er að vænta bráðlega. Ég reikna með að geta gefið efnið út í heild sinni fljótt eftir áramót. Fyrir áhugasama er verkefnið komið með heimasíðu: https://handboltiaheimavelli.com/, instagram https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/ og auðvitað facebook síðu https://www.facebook.com/Handboltiaheimavelli.

Merki verkefnisins vísar til “play” takkanns sem passar vel við áhersluna á leiki. Handbolti á heimavelli er svo hugsað sem verkfærakista fyrir íþróttakennara til að sækja í við kennslu á kasti og gripi. Í verkefninu verða einnig heimaverkefni sem eiga að færa áskoranir heim til nemenda.

hlakka til að geta sýnt meira…

Lengi lifi leikfimi

Í tengslum við Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum mun ég bjóða upp á fyrirlestur fyrir íþróttafélög og íþróttahéruð í samstarfi við ÍSÍ. Slagorðið er #BeActive

Útdráttur

Í þessu erindi verður hlutverk skólaíþróttakennslu rætt og hvar mörkin milli hennar og íþróttafélaganna ættu að liggja. Saman mynda þessar stoðir grunninn að hreyfinámi og -uppeldi barna og ungs fólks á Íslandi. Hver er framtíð skólaíþrótta í grunnskólum? eða leikfimi,- eins og ég myndi vilja kalla hana. Þessi kjarnagrein skólakerfisins á undir högg að sækja og umræðan þarf að hefjast fyrir alvöru. Hvert ætti meginhlutverk skólaíþrótta að vera?

Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræði MSc.