Í útvarpinu á RÁS 1: Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta [grein í Skólaþráðum]

Ég fór í viðtal hjá Þórhildi Ólafsdóttur í þættinum Samfélagið á Rás 1 í dag. Það var frábært að fá að fylgja eftir greininni okkar dr. Arons Laxdals um skólaíþróttir sem birtist í Skólaþráðum nýverið. Hér er hlekkur á sjálft viðtalið (tæpar 20 mín) https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl628/framtid-ithrottakennslu. Og hér er hlekkur á greinina fyrir ykkur sem ekki höfðuð séð hana áður http://skolathraedir.is/2023/05/12/til-umhugsunar-um-framtid-skolaithrotta/

Allt verkefnið orðið aðgengilegt

Þá er birtingarfasa verkefnisins lokið og allar afurðir hafa verið birtar samkvæmt verkefnislýsingu í umsókn til Þróunarsjóðs námsgagna. Framundan er áskorunin að stuðla að því að verkefnið fái dreifingu og nái til þeirra sem gætu notað afurðirnar. Það eru helst íþróttakennarar yngsta stigsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir viðtökurnar og þeim sem komu helst að smíði afurðanna með mér, þeim Kristjáni Halldórssyni meðhöfundi og samstarfsmanni og dr. Aroni Gauta Laxdal fyrir ráðgjöf sem hafði mikil áhrif mótun afurðanna.

Allt efnið er aðgengilegt hér í gegnum miðlana hér að neðan.

Vefsíða

www.Handboltiaheimavelli.com

Youtube

https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw

Instagram

https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/  / @handboltiaheimavelli

Facebook

facebook.com/Handboltiaheimavelli/

Tölvupóstur

handboltiaheimavelli@gmail.com

Fyrirspurnum varðandi verkefnið svarar Sveinn Þorgeirsson á ofangreindum tölvupósti.

Handbolti á heimavelli komið í loftið

Þá er loks komið að því að tilkynna að verkefni sem við Kristján Halldórsson fengum styrk fyrir er komið í loftið. Fram að jólum mun það birtast í smáum skömmtum eins og sönnu jóladagatali sæmir.

Fyrsti pakki er hér að finna á vefsíðu verkefnisins Handbolti á heimavelli

Hér er svo stutt vídeó sem segir frá því hvernig verkefninu er miðlað.