Allt verkefnið orðið aðgengilegt

Þá er birtingarfasa verkefnisins lokið og allar afurðir hafa verið birtar samkvæmt verkefnislýsingu í umsókn til Þróunarsjóðs námsgagna. Framundan er áskorunin að stuðla að því að verkefnið fái dreifingu og nái til þeirra sem gætu notað afurðirnar. Það eru helst íþróttakennarar yngsta stigsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir viðtökurnar og þeim sem komu helst að smíði afurðanna með mér, þeim Kristjáni Halldórssyni meðhöfundi og samstarfsmanni og dr. Aroni Gauta Laxdal fyrir ráðgjöf sem hafði mikil áhrif mótun afurðanna.

Allt efnið er aðgengilegt hér í gegnum miðlana hér að neðan.

Vefsíða

www.Handboltiaheimavelli.com

Youtube

https://www.youtube.com/channel/UCWU-OV68AIEyW7U7I6UM_gw

Instagram

https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/  / @handboltiaheimavelli

Facebook

facebook.com/Handboltiaheimavelli/

Tölvupóstur

handboltiaheimavelli@gmail.com

Fyrirspurnum varðandi verkefnið svarar Sveinn Þorgeirsson á ofangreindum tölvupósti.

Handbolti á heimavelli komið í loftið

Þá er loks komið að því að tilkynna að verkefni sem við Kristján Halldórsson fengum styrk fyrir er komið í loftið. Fram að jólum mun það birtast í smáum skömmtum eins og sönnu jóladagatali sæmir.

Fyrsti pakki er hér að finna á vefsíðu verkefnisins Handbolti á heimavelli

Hér er svo stutt vídeó sem segir frá því hvernig verkefninu er miðlað.

Innsýn í leik íslensks handbolta með gögnum frá HBStatz / Insights into Icelandic handball statistics

Í nýlegri grein um frammistöðugreiningu í handbolta á gögnum frá tímabilinu 2017-2018 í úrvalsdeild karla og kvenna kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Hér að neðan verður tæpt á því helsta sem kom í ljós en greinina í heild má nálgast hér: https://doi.org/10.5507/ag.2022.001.

Í efstu deild karla (hálfatvinnumennska) gefa niðurstöður til kynna að munurinn á milli liða sem tapa og þeirra sem sigra sé að mörgu leiti sambærilegu við það sem gerist á efstu stigum (sér í lagi skotnýting, markvarðsla og skotnýting utan 9m). Með smá tölfræðiæfingum fundum við út að með því að horfa bara til skotnýtingar, stolinna bolta, tæknilegra mistaka og markvörslur úr vítaköstum mætti spá fyrir sigurvegara í 84% leikja.

Í efstu deild kvenna eru sigurvegarar með betri skotnýtingu, markvörðslu, 7m nýtingu og stoðsendingar. Þá er það áhugavert að með því einu að horfa í markvörðslu og skotnýtingu má spá fyrir sigurvegara í 87% tilvika.

Þegar við berum tölfræðina í leikjum kvenna og karla saman sjáum mun á meðaltölum 9m skotnýtingar, rauðra spjalda, 2 mínútna brottvísana og tæknifeila. Það mætti hugsa sér ýmsar skýringar á þeirri niðurstöður. Þær sem við lögðum fram var að karlar eru almennt hærri og þyngri sem gerir þeim auðveldrara að skjóta nógu fast lengra frá marki (9m skotnýting), ásamt fleiri (aðrar rannsóknir) einn á einn leikstöður sem geta endað með 2 mín brottvísun eða rauðu spjaldi. Eins og sér er erfitt að útskýra tæknifeila (technical fouls) en þar gæti dómgæsla og t.d. varnaruppstilling haft mikið að segja.

Við erum að sigla inn í tíma með spennandi tækifærum til að greina handbolta og aðrar íþróttir með allri þeirri tölfræði sem í boði er. Þessi rannsókn hafði eftirfarandi takmarkanir. Stuðst var við niðurstöðu (outcome) tölfræði sem varpar ekki ljósi á ferlanna á bakvið (process) niðurstöðuna. Það var ekki tekið tillit til ólíks styrkleika liðanna í greiningunni (t.d. sterkt lið gegn veiku) sem gæti varpað betra ljósi á einkenni leikja milli liða af söma eða ólíkri getu.

Það er augljóst að stórt hlutverk markmanna endurspeglast vel í þessari tölfræði og mætti færa rök fyrir því að sú tölfræði sem haldi er gefi einna bestu mynd af hlutverki markmanna. Það er til að mynda erfiðara að setja tölur á framlag einstakra leikmanna í vörn og vel tímasett blokk línumanns sem opnar vörnina er ekki skráð sem stoðsending. Það eru klár tækifæri til að taka þessar greiningar áfram og vinna gögnin frá HBStatz meira. Hlakka til þeirrar vinnu og fylgist með 🙂

In English

Our paper on #performanceanalysis in #handball in @olísdeildin in collaboration with @hbstatz was just published recently in @actagymnica. For the full article visit, https://doi.org/10.5507/ag.2022.001 Here are the MAIN findings.

For MEN, results indicate differences between winning and losing team performances in man´s Icelandic amateur HANDBALL league are similar to those of elite teams (shots%, saves% and 9m shot%), statistically speaking. 84% of matches can be correctly classified (W/L) by only looking into shots%, #steals, #techincal fouls and 7m shot save%.

For WOMEN, results indicate winning team´s performances in Icelandic women´s handball are better than losing team´s in shooting%, saves%, 7m shots% and assists. Interestingly 87% of matches can be correctly classified (W/L) by only looking into TWO variables: Shots% and goalkeeper save%.

COMPARING gender play, a few variables emerged with moderate effect sizes: i) 9 m shot%, ii) red cards, iii) 2-minutes exclusions and iv) technical fouls indicating differences between the mean values of each gender. These differences can possibly be explained i) by men´s larger body size allowing for shooting from further away and ii) +iii) more high-intensity one-on-one situations and tackles in men’s handball. Still iv) the TF are difficult to explain with these data alone as it might be affected by factors such as defensive style of play and referees.

FURTHERMORE: Research into handball statistics is growing fast with more data available thanks to @hbstatz. Data from a whole season of women’s and men´s Icelandic top league amateur handball 2018-2019 was obtained and analyzed. Limitations include this analysis of the final result focusing solely on the outcome without regard to the underlying processes. The league is amateur and the results should be viewed in that context. The paper does not provide insight into how the opposition effect plays out when e.g. strong team faces a weak team or other strong teams.

CONCLUDING remarks. It´s obvious that the goalkeeper’s work is critical in men´s and women´s play in Icelandic handball and therefore their role is highlighted in this research. Their position is at the heart of the final outcome statistic, goal or save. It is for example way more difficult to detect the impact of a great defender (process) during play in the current statistics. There is evidence that Icelandic men’s play is similar to other elite in terms of outcome statistics while women seem to differ somewhat. There are definite possibilities to take an even closer look at the available data by defining more specific time frames and focusing on balanced games for example. More to come.

Verkefninu “Handbolti á heimavelli” brátt ýtt úr vör

Það er talsverð tilhlökkun að gefa út væntanlegar afurðir verkefnisins “Handbolti á Heimavelli” sem ég fékk styrk fyrir frá Þróunarsjóði námsgagna í sumar. Framundan eru upptökur á kennsluefni og frekari frétta er að vænta bráðlega. Ég reikna með að geta gefið efnið út í heild sinni fljótt eftir áramót. Fyrir áhugasama er verkefnið komið með heimasíðu: https://handboltiaheimavelli.com/, instagram https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/ og auðvitað facebook síðu https://www.facebook.com/Handboltiaheimavelli.

Merki verkefnisins vísar til “play” takkanns sem passar vel við áhersluna á leiki. Handbolti á heimavelli er svo hugsað sem verkfærakista fyrir íþróttakennara til að sækja í við kennslu á kasti og gripi. Í verkefninu verða einnig heimaverkefni sem eiga að færa áskoranir heim til nemenda.

hlakka til að geta sýnt meira…

Tölfræðilegir lykilþættir á HM í handbolta?

Það er auðvelt að greina ástæður þess að eitt lið vann og annað tapaði, svona úr sjónvarpinu,- eftir á. Eða hvað? Frammistöðugreining (performance analysis) í handbolta hefur stóraukist undanfarin ár með bættu aðgengi að tölfræði leikja og meiri söfnun hennar.

Þegar niðurstöður eru greindar eftir á, út frá leikatriðum má finna þá þætti sem best aðgreina sigurvegarana frá hinum. Þessi eftir-á-aðferð getur gefið vísbendingar um mikilvægi þessara leikatriða, en gefa auðvitað enga skýringu á ferlinu á bakvið viðkomandi þætti eða tengslum þeirra í milli. En af því HM er að bresta á er því viðeigandi að kíkja á nokkur atriði.

Það hefur til dæmis komið í ljós við greiningu á leikjum á HM að betri nýting skota úr horninu, og fyrir utan 9m ásamt fleiri vörðum skotum í vörn greinir liðin sem komust í 8 liða úrslit frá hinum sem komust ekki svo langt. Þá virðist nýting í skotum úr hornum heilt yfir hafa farið batnandi og færri skot eru að jafnaði varin af vörninni (Almeida et al., 2020). Þetta myndi ég túlka sem bætta taktíska ákvörðunartöku í sókninni.

Rannsókn sem skoðaði þróun leiks á HM frá 2005 til 2019 benti á betri skotnýtingu úr gegnumbrotum, betri markvörðslu, betri nýtingu skota af 6m ásamt fleiri stolnum boltum sem einkenni þeirra liða sem komust í undanúrslitin umfram önnur lið (Meletakos et al., 2020). Það er þá eitthvað til í áherslu þjálfara á dauðafærin 🙂

Að lokum, ef við viljum reyna að spá fyrir þá tölfræðiþætti sem gætu skilað sigri liða á næstu dögum. Þá tilgreindi rannsókn á HM karla frá 2015 (Daza et al., 2017) eftirfarandi leikatriði til að auka sigurlíkurnar í þessari mikilvægisröð. Það gæti verið gaman að hafa auga með eftirfarandi þáttum í leik hjá íslenska landsliðinu á næstu leikjum á HM:

Lið þurfa að spila með…

  • færri en 12 tapaða bolta
  • færri en 12 bolta varða af markmanni andstæðingsins
  • 12 eða fleiri markvörðslur
  • 5 eða fleiri stolna bolta
Photo by Marino Bobetic on Unsplash

Áfram Ísland

Heimildir

Almeida, A. G., Merlin, M., Pinto, A., Torres, R. da S., & Cunha, S. A. (2020). Performance-level indicators of male elite handball teams. International Journal of Performance Analysis in Sport, 20(1), 1–9. https://doi.org/10.1080/24748668.2019.1694305

Daza, G., Andrés, A., & Tarragó, R. (2017). Match Statistics as Predictors of Team’s Performance in Elite competitive Handball. [Estadística del partido como predictor del rendimiento de equipo en el balonmano de élite]. RICYDE. Revista Internacional de Ciencias Del Deporte, 13(48), 149–161. https://doi.org/10.5232/ricyde2017.04805

Meletakos, P., Konstantinos, N., & Iaoannis, B. (2020). Stable and changing characteristics of high-level handball as evidenced from World Men’s Championships. Journal of Physical Education and Sport, 20(03), 1354–1361. https://doi.org/10.7752/jpes.2020.03187

Handboltafólk: Viljið þið hanga lengur… – í loftinu?

Væri ekki geggjað að hafa aðeins meiri tíma í loftinu til að ákveða skotið? til að ná skotinu yfir vörnina? til að hækka hávörnina?

Með stökkþjálfun má með nokkuð öruggum hætti auka stökkkraft hjá unglingum (15-20 ára) um rúmlega 6,4 sentimetra að meðaltali (4.9-8.4 sm). Þetta kemur fram í nýlegri samantektargrein um stökkþjálfun í handbolta á keppnistímabili (Ramirez-Campillo et al., 2020). Þessum bætingum má ná fram með aðeins 2x æfingum í viku á 8-10 vikna tímabili af skipulagðri þjálfun.

Um er að ræða samantekt niðurstaðna af 5 rannsóknum þar sem notast var við frá 1000-2000 stökk í hverju prógrammi. Sumar rannsóknir þjálfuðu spretti, styrk og stefnubreytingar samhliða stökkþjálfuninni.

Hér má sjá dæmi um stökkþjálfunaráætlun sem var framfylgt í einni af rannsóknunum samhliða handboltaþjálfun.

VikaNeðri hluti
æfing x sett x endurtekningar
Efri hluti
æfing x sett x endurtekningar
140 sm grindarhopp x 5 x 10dýnamísk armbeygja x 3 x 10
240 sm grindarhopp x 7 x 10dýnamísk armbeygja x 3 x 10
340 sm grindarhopp x 10 x 10dýnamísk armbeygja x 3 x 11
460 sm grindarhopp x 5 x 10dýnamísk armbeygja x 3 x 12
540 sm fallhopp x 4 x 10dýnamísk armbeygja x 4 x 10
640 sm fallhopp x 4 x 10dýnamísk armbeygja x 4 x 11
740 sm fallhopp x 4 x 10dýnamísk armbeygja x 4 x 10
840 sm fallhopp x 4 x 10dýnamísk armbeygja x 4 x 12
(Chelly et al., 2014)

Það er því engin ástæða til að tapa bætingum frá undirbúningstímabilinu, þvert á móti sýna þessar niðurstöður fram á hið gagnstæða, – það er hægt að halda áfram að bæta sig.

Hafið eftirfarandi atriði í huga áður en farið er af stað

  • Þessi þjálfun getur í mörgum tilfellum verið hrein viðbót við það sem þegar er verið að gera.
  • Ef leikmenn eru ekki vanir stökkþjálfun eða hafa lítinn grunn er skynsamlegra að byrja rólega, t.d. með sippþjálfun og vinna sig upp, styttri lotur í einu og fjölga svo stökkum jafnt og þétt.
  • Leikmenn sem eru með góðan stökkkraft nú þegar koma til með að bæta sig minna í sentimetrum talið en þeir sem eru styttra á veg komnir
  • Leggið áherslu á góða framkvæmd stökks, tækni umfram allt, sérstaklega hjá ungum iðkendum.
  • Það getur verið mjög áhugavert og hvetjandi að setja upp mælingu í upphafi þjálfunar og svo aftur um 6 vikum síðar. Hægt er að styðjast við lóðaplötu, málband og bandspotta + hendur á mjöðm útgáfuna t.d. í lóðréttu jafnfættu uppstökki.

*Ég mæli ekki með þessu stökkprógrammi sérstaklega umfram önnur. Mikilvægast er að aðlaga þjálfunina einstaklingnum hverju sinni.

Heimildir

Chelly, M. S., Hermassi, S., Aouadi, R., & Shephard, R. J. (2014). Effects of 8-Week In-season Plyometric Training on Upper and Lower Limb Performance of Elite Adolescent Handball Players: Journal of Strength and Conditioning Research, 28(5), 1401–1410. https://doi.org/10.1519/JSC.0000000000000279

Ramirez-Campillo, R., Alvarez, C., Garcia-Hermoso, A., Keogh, J. W., García-Pinillos, F., Pereira, L. A., & Loturco, I. (2020). Effects of jump training on jumping performance of handball players: A systematic review with meta-analysis of randomised controlled trials. International Journal of Sports Science & Coaching, 174795412092893. https://doi.org/10.1177/1747954120928932

21 dagur til stefnu, – gerum þetta vel

Það má gera ráð fyrir auknu fútti í æfingum þann 4. maí hjá mörgu íþróttafólki. Það glittir í bjartari daga í sportinu með afléttingu takmarkana. Ef ég væri þjálfari að hefja æfingar á nýjan leik á þeim tímapunkti myndi ég biðja mitt íþróttafólk að koma með æfingadagbók síðustu 3ja vikna með sér.

Þannig mætti betur áætla það stand sem íþróttafólkið er í og hvernig sé óhætt að hefja æfingar á nýjan leik út frá magni og ákefð, og jafnvel einstaklingsbundið. Einstaklingar sem hafi sinnt sér illa, æft lítið á þessum tíma fengju ekki að æfa af sama krafti og hinir þegar allt fer á fullt. Ábyrgðin er þeirra. Æfingar dagsins í dag byggja á því sem gert var í gær.

Skráningin þarf ekki að vera flókin eða tímafrek til að vera gagnleg. Einfalt væri t.d. að setja þetta upp á þessa leið.

Screenshot 2020-04-14 at 14.10.38

Excel skráningarform fyrir 21 dags dagbók

Lykiltölurnar um ákefð og magn eru inni í þessari einföldu formúlu fyrir æfingaálag. Þær segja sögu, ekki alla, en þó nógu mikið til að þjálfari hafi gagn af. Það væri t.d. ekki skynsamlegt að byrja 5x 90 mín æfingar í viku þann 4. maí ef íþróttafólkið þitt hefur aðeins verið að æfa 3×30 mínútur. Það er ávísun á vandræði. Sömuleiðis þarftu að huga vel að ákefðinni ef viðkomandi hefur haft það of kósí í samkomubanninu.

Kæri íþróttamaður. Það er nægur tími til að koma vel undirbúin til æfinga að nýju. Byrjaðu að skrá og byggja þig upp í æfingaálag sem þú varst vön/vanur fyrir samkomubann. Það má því byggja ofan á vikuna á undan. Ekki setja allt á fullt ef þú hefur bara verið í 2 gír.

Kæri þjálfari. Hér ertu með dæmi um tól sem hægt væri að nýta til að hafa ókeypis yfirlit yfir þá þjálfun sem iðkandinn þinn hefur gert á meðan samkomubanninu stendur. Sé það notað á réttan hátt gæti það virkað hvetjandi og gott aðhald við þitt íþróttafólk.

john-arano-h4i9G-de7Po-unsplash
Photo by John Arano on Unsplash

Förum varlega af stað 🙂

Heimild vegna RPE skalans

Foster, C., Florhaug, J. A., Franklin, J., Gottschall, L., Hrovatin, L. A., Parker, S., Doleshal, P., & Dodge, C. (2001). A New Approach to Monitoring Exercise Training: Journal of Strength and Conditioning Research, 15(1), 109–115. https://doi.org/10.1519/00124278-200102000-00019
mæli einnig með…
Newsletter, T. U. (2020). 🎤🏀⚽ Upside: Testimonials from Top coaches/trainers/Startups on what to do during COVID-19 crisis. Retrieved April 14, 2020, from https://www.theupside.us/p/-upside-testimonials-from-top-coachestrainerssta

Ljómandi leið til að hefja árið

Það eru til margar góðar leiðir til að hefja nýtt ár. Sú leið sem við Kristján Halldórsson völdum var að halda námskeið í mjúkhandboltafræðum fyrir áhugasama kennara og handboltaþjálfara. Námskeiðið fór fram í nýrri aðstöðu Fjölnis í Egilshöllinni sem hefur fengið heitið Fjölnishöllin.

Sissi í kennslu
Hér má sjá brot frá verklegri kennslu námskeiðsins þar sem farið var inn í íþróttasal. Þessum hluta stjórnaði Kristján Halldórsson fyrir miðju.

 

Skólahandbolti
Handbolti í skólum er hugmyndafræði frá IHF. Verkefnið var styrk af verkefnissjóði ÍBR. Hér er upphafsslæða frá fræðilegri kynningu námskeiðsins.

Mjukboltaposter
Hér má sjá dagskrá námskeiðsins og uppsetningu.

Það var okkar upplifun að vel hafi tekist til og þátttakendur hafi verið almennt nokkuð sátt með þetta námskeið. Það er hvatning til að halda fleiri námskeið síðar í þessum dúr.

Vísindalegt vinkilskot

Við höfðum ærið tilefni til að fagna í síðustu viku þegar stelpurnar okkar skutu Aser­baíd­s­an á kaf með ótrúlega stórum sigri og tryggðu þar með tryggðu umsspilssæti í undankeppni HM.

Önnur góð ástæða fyrir handboltaunnendur til að gleðjast er hvernig samstarf HR og HSÍ er farið að bera vísindalegan ávöxt. Fyrr á þessu ári birtist grein eftir nokkra kennara íþróttafræðisviðs HR undir stjórn Jose Saavedra með landsliðsþjálfaranum Axeli Stefánssyni um líkamlega þætti, þrek og skothraða A- og yngri kvennalandsliða Íslands. Greinin birtist í tímaritinu The Journal of Strength & Conditioning Research fyrr á þessu ári.

screenshot-2018-12-06-at-13-54-49.pngÍ greininni, sem er að okkar bestu vitund sú fyrsta sem fjallar um líkamsbyggingu, þrekþætti og skothaða kvennaliða og ber frammistöðu saman eftir aldri. Alls tóku 80 landsliðskonur þátt (18.2 ± 4.0 ára meðalaldur) úr A, U19, U17 og U15 ára liðunum. Tölfræðireikningar voru gerðir til að greina hvort munur væri milli liðanna í prófunum og hvaða próf greindu best milli byrjunarliðsmanna og varamanna í hverju liði. Þá var fylgni reiknuð milli frammistöðu í ólíkum prófum.

Niðurstöðurnar sýndu að munur var á milli A liðsins og U19 ára á jafnfætisstökki (CMJ), 3 kg boltakasti, og Yoyo IRT L2 þolprófi. Til að greina á milli byrjunarliðsmanna og varamanna reyndist þyngd og BMI stuðullinn spá best fyrir hjá A-liðinu (76% rétt) og 30m sprettur og 7m kasthraði hjá U19 ára liðinu (90% rétt). Að auki má segja að frammistaða í 7m og 9m kasti (með 3ja skrefa atrennu) fylgist að við hvort annað, hæð, þyngd, lóðrétta stökkhæð (CMJ) og 3 kg boltakasti með lítilli til meðalmikilli fylgni. Meðal annarra niðurstaðna var sú að lóðrétt stökkhæð hafði fylgni við alla aðra þætti mælda nema hæð og  BMI stuðulinn.

Umræður. Ein tilgáta okkar var sú að A liðið myndi standa sig best af öllum liðum í öllum þeim mælingum sem lagðar voru fyrir. Sú tilgáta stóðst ekki. Í reynd var það aðeins Yoyo prófið og þyngd þar sem A liðið var marktækt hærra en yngri landsliðin. Út frá þessum punktum og mörgum öðrum sem fram koma í greininni er hægt að hefja umræðu um líkamlega þætti landsliðsfólks okkar. Höfundar telja að greinin geti verið gott innlegg og aukið þekkingu þjálfara og handboltasamfélagsins á okkar bestu og efnilegustu handknattleikskonum.

Fleiri greinar eru í farvatninu og það verður gaman að fá að deila niðurstöðum þeirra á næstu misserum. Ég lít svo á að það sé okkar skylda að koma þessum niðurstöðum áfram og inn í umræðuna. Sér í lagi þar sem aðgangur að greininni er því miður gegn gjaldi á þessari síðu (Hlekkur á greinina).

Hér er svo hlekkur á fréttina með samantekt rannsóknarinnar á síðu háskólans RU.is