Nýleg grein um interval-hlaup í handboltaþjálfun

Hugsanlega eru þjálfarar farnir að huga að skipulaginu á undirbúningstímabilinu með tilheyrandi lyftingum og hlaupum. Nýlega var þessi grein birt í Journal of strength and conditioning research í febrúar síðastliðnum og er áhugaverð. Greinin heitir Effects of High-Intensity Interval Training with Different Interval Durations on Physical Performance in Handball Players og er eftir þá J. Viaño-Santasmarinas og félaga. Þeir rannsökuðu áhrif tveggja interval þjálfunaráætlana (löng hvíld vs. stutt hvíld) á unga (aldur: 22.7±3.9 ár; hæð: 181.5±6.6 sm; þyngd: 84.7±14.1 kg) vel þjálfaða handknattleiksmenn með um 11 ára þjálfunaraldur. Fljótt á litið gæti þessi lýsing á leikmönnum átt við mörg íslensk lið í efstu deild hér á landi.

Þátttakendur sem voru 18 talsins var skipt í tvo hópa og þeir æfðu aukalega 2 sinnum í viku í 6 vikur (samtals 12 æfingar). Uppsetningin var þessi:

 • Stutt hvíld: 2 set af 22 sprettum í 10 sek @95% ákefð*
 • Lengri hvíld: 5 set af 3 míntúna hlaupum @85% ákefð*

* í rannsókninni var notast við 30-15 intermittent fitness test til að ákvarða hlaupahraðann hjá hverjum og einum í hlaupalotunum.

Til að gera langa grein stutta, þá skiluðu báðar aðferðir (stutt hvíld með sprettum og lengri lotur) bætingu upp á rúmlega 8% þegar árangurinn var skoðaður út frá hlaupahraða á 30-15 prófinu fyrir og eftir þetta 6 vikna inngrip. Það samsvarar bætingu á hámarkshlaupahraða úr 16.77±1.69 km/klst [stutt hvíld] fyrir inngrip í 18.13±1.74 km/klst og úr 16.58±2.28 í 17.91±2.35 km/klst [löng hvíld].

Þá bættu leikmenn einnig samanlagðan tíma og meðaltíma í hraðaþolsprófi [Repeated Sprint Ability] Höfundar mæla með því að notast við aðferðina með stuttu hvíldinni og háákefðarsprettunum, þar sem sú aðferð er leiklíkari handbolta.

Það sem er vert að taka fram líkt og höfundar greinarinnar gera, er að í þessari rannsókn hefði verið mjög gagnlegt að hafa viðmiðunarhóp (control) sem ekki fengi inngripið. Það er þó hægara sagt en gert að fá stóran og metnaðarfullan hóp einstaklinga og láta suma æfa meira en aðra á undirbúningstímabili, og erfitt fyrir rannsakandann að selja þá hugmynd, jafnvel þó málstaðurinn sé góður.

Að lokum myndi ég mæla með því að byrja undirbúningstímabilið með hlaupum með löngu hvíldinni og færa mig svo yfir í stuttu hvíldina með hærri ákefð eftir því sem á líður undirbúninginn og nær dregur keppnistímabilinu.

Heimild:

Viaño-Santasmarinas, J., Rey, E., Carballeira, S., & Padrón-Cabo, A. (2017). Effects of High-Intensity Interval Training with Different Interval Durations on Physical Performance in Handball Players: Journal of Strength and Conditioning Research, 1. https://doi.org/10.1519/JSC.0000000000001847

Meiri fagmennska – Amen

Síðast liðið haust hófst samstarf HSÍ og KSÍ við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík. Meðal fyrstu verkefna var frammistöðumæling HR á A-landsliði kvenna með nýjum landsliðsþjálfara Axeli Stefánssyni í ágúst 2016. Síðan þá hafa farið fram mælingar á A – landsliðum karla og kvenna, U21 karla og U19-U17 og U15 ára kvenna.

20170106_172756
Mynd frá mælingum þann 7. janúar síðastliðinn þar sem allir hópar kvennalandsliða voru mældir á sama deginum. Skýrslur með niðurstöðum hafa verið sendar landsliðsþjálfurum til upplýsinga. Mynd: Sveinn Þorgeirsson

Samstarfið hefur farið vel af stað og frekari mælingar fyrirhugaðar á næstunni. Samvinna HSÍ og HR byggir á vinnu meistaranema við íþróttafræði HR sem vinnur sín verkefni og þ.m.t. lokaverkefni í tengslum við áðurnefndar mælingar. Sjá nánar hér “Kostuð meistaranámsstaða“. Sambærilegt starf er unnið með KSÍ í tengslum við mælingar á A-landsliði kvenna.

Það verður ekki betur séð en að þessi vinna sem farin er af stað á íþróttafræðisviði HR falli mjög vel að þeim hugmyndum sem koma fram í nýlegri skýrslu um starfsemi Afrekssjóðs ÍSÍ. Sjóðurinn fékk síðasta sumar kærkomna styrkingu þegar samningar náðust um mikla aukningu á framlögum ríkisins til sjóðsins. Í framhaldinu voru reglur hans endurskoðaðar og tillögur að nýrri stefnu sjóðsins lagðar fram og eru nánar tilgreindar í skýrslu vinnuhópsins.

Þar er meðal annars haft eftir álitsgjöfum:

Auka fagteymisþjónustu sérstaklega með reglulegum mælingum s.s. á þoli, liðleika og tækni o.fl.

og ennfremur

Öll umgjörð íþróttamannsins myndi eflast. Fremstu leikmenn fengju 100% stuðning hvað varðar þjálfun hjá fremstu fagaðilum. …. Hægt yrði að halda úti reglulegri líkamsþjálfun og mælingum undir handleiðslu fagaðila.

Öll þessi þróun er sérstaklega ánægjuleg þar sem fyrir rétt um 2 árum hélt ég stutt erindi á Fyrirlestrarmaraþoni HR um framtíð íslensks handbolta. Þar var mín ósk heitust að rannsóknir myndu aukast og fagmennska í kringum boltann. Það má með sanni segja að mér hafi orðið að ósk minni og framundan séu spennandi tímar.

Handboltinn í samstarf við fimleika og frjálsar íþróttir – virkilega spennandi

Alhliða íþróttaþjálfun fyrir börn

Handboltinn hyggst feta nýjar slóðir í vetur þar sem boðið verður uppá æfingu í fimleikum (fyrir 1.-4. bekk) og frjálsum íþróttum (fyrir 5.-8. bekk) samhliða handboltaæfingum í Fjölni. Þannig mun ein æfing í viku í fimleikum/frjálsum standa iðkendum til boða fyrir vægt aukagjald til viðbótar við námskeiðsverð handboltans. Verða þær æfingar til viðbótar hefðbundnum  æfingum.

Styrkleikar þessara tveggja íþrótta eru vel þekktir og teljum við að þeir komi til með að efla alhliða þróun okkar yngstu iðkenda.  Fimleikar hafa löngum verið þekktir fyrir áherslu á styrk, tækni og liðleika sem er í senn allt sem handboltafólk hefur þörf fyrir. Þá eru eiginleikar frjálsra íþrótta eftirsóttir líka og þar má til dæmis nefna kraftþjálfun og hlaupatækni. Við hlökkum til að bjóða upp á þessa  viðbót við það frábæra starf sem unnið er í handboltadeildinni í vetur.

Hér má nálgast kynningarpóster um verkefnið sem ég tel að sé að margan hátt nýtt af nálinni.

Fjölnir-handboltatilboð

10 góðar Muller æfingar

Margir hafa eflaust heyrt um Muller-æfingar, en færri vita hvaða æfingar það eru nákvæmlega. Það er áhugavert að fletta í bókinni hans Mit System því hún er rúmlega 90 ára og sjá hvað var honum hugleikið á þessum tíma. Í bókinni má finna kafla um almenna heilsu og hreinlæti sem er talsvert fjallað um í bókinni. Þessar áherslur á hreinlæti fylgdu íþróttakennslu hér á landi lengi eins og sjá mátti á aðalnámskrám og svo í gömlum venjum eins og sturtuskyldu eftir tíma. Um fleira var fjallað, nánar til tekið umhirða; tanna, húðar, hárs og fóta svo dæmi séu tekin. Þá er fjallað um gott mataræði, tísku, æskilegan stofuhita og mikilvægi 8 tíma svefns, það er 7 tíma svefns á sumrin og 9 klst. á veturna. Varðandi tóbak mælti hann með því að reykja lítið, já eða sleppa því alveg.

Æfingarnar hans hafa fengið að lifa og hér eru nokkrar þær bestu að mínu mati. Ég er heldur ekki frá því að nokkrar þeirra séu að koma aftur.

Myndirnar eru allar úr bók hans frá 1925, sjá hér að neðan og þær segja meira en 1000 orð.

Screen Shot 2016-08-10 at 23.16.26Screen Shot 2016-08-10 at 23.16.49Screen Shot 2016-08-10 at 23.17.08Screen Shot 2016-08-10 at 23.17.41Screen Shot 2016-08-10 at 23.18.11Screen Shot 2016-08-10 at 23.18.34

Heimild:

Muller, I.P. (1925). MIT SYSTEM: 15 minutters dagligt arbejde for sundhedens skyld. 10. útg. Jul. Gjellerups Forlag, Kaupmannahöfn.

Smáþjóðaleikarannsókn HR 2015

Síðasta sumar framkvæmdi íþróttafræðisvið HR rannsókn á þátttakendum á Smáþjóðaleikunum 2015 sem haldnir voru í Reykjavík. Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur og þeir m.a. spurðir út í það æfingamagn sem þau gangast undir. Greinin heitir TRAINING VOLUME IN DIFFERENT SPORTS IN FUNCTION SEX AND AGE og hægt er að nálgast útdráttinn á þessari síðu http://tinyurl.com/heglhm8. Niðurstöðurnar voru kynntar á 21. ráðstefnu European College of Sport Science ECSS program nú í júlí.

Screen Shot 2016-07-11 at 13.12.37

302 afreksíþróttamenn (karlar, n=132; konur, n=170) tóku þátt úr 9 ólíkum íþróttagreinum, fimleikum, frjálsum íþróttum, körfubolta, blaki, strandblaki, gofli, júdó, skotfimi, borðtennis, tennis og sundi. Þátttakendur voru flokkaðir eftir íþrótt, aldri og kyni.

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi

 • Enginn munur var á milli kynjanna þegar æfingaálag var skoðað í neinni íþrótt.
 • Yngri íþróttamennirnir (20 ára og yngri) æfðu mest, 16.89±4.80 klst. á meðan 21-30 ára æfðu 15.40±4.92 klst. p<.001. Elsti hópur íþróttamannanna (31 árs og eldri) æfðu minnst eða um 12.87±4.31 klst; p<.001.
 • Fimleika- og sundfólk æfðu mest allra, 20.07±4.07 klst á viku og 20.13±4.17 klst./viku.

Til að setja niðurstöður í samhengi þá sjáum við að…

 • Þetta æfingamagn er minna en þar sem mælt er með fyrir afreksíþróttamenn af Baker og félögum frá árinu 2003 (25-30 klst. á viku), hjá bæði körlum og konum.
 • Það að yngstu íþróttamennirnir æfi mest segir okkur þó ekki alla söguna því ákefð skiptir einnig máli og hún gæti verið önnur hjá eldri hópunum (Tota et al., 2015).
 • Miklar líkamlegar, tæknilegar og andlegar kröfur í sundi og fimleikum gætu útskýrt hvers vegna þessar greinar æfa mest í hverri viku.
 • Að lokum. Niðurstöðurnar sýna að það er munur á æfingamagni eftir aldri og íþrótt, en ekki kyni.

Heimildir

Baker J., Cote, J., Abernethy, B. (2003). J Appl Sport Psych, 15(1), 12–25.

Laursen, P. B. (2010). Scand J Med Sci Sports, 20, 1–10.

Tota, L., Maciejczyk, M., Pokora, I., Cempla, J., Pilch, W., Pałka, T. (2015). J Hum Kinet, 49, 149-158.

 

Mælingar á Handboltaskóla HSÍ vol. 2

Annað árið í röð fóru fram viðamiklar mælingar á þátttakendum Handboltaskóla HSÍ.Þátttakendur í ár voru fædd 2003 og komu frá 14 félögum, 55 strákar og 50 stúlkur. Rannsóknin er unnin með styrk frá Íþróttasjóði Rannís í samstarfi við HSÍ. Nemendur íþróttafræði Háskólans í Reykjavík hafa einnig tekið mikinn þátt í skipulagningu og framkvæmd.

Mælingarnar sem framkvæmdar voru gefa upplýsingar um;

 • frammistöðu í handboltaprófum, t.d. keppnislíkir leikir
 • frammistöðu í líkamlegum prófum, t.d. stökkhæð, skothittni og þol
 • líkamssamsetningu, t.d. hæð, faðm, lófastærð og þyngd
 • bakgrunn í íþróttum, t.d. fjöldi ára, fjöldi æfinga og fjöldi íþrótta

 

27687603395_411c649c31_o
Svig-dripplprófið. Þátttakendur drippla milli keilna sem eru staðsettar með 3m millibili. Tímataka fer af stað þegar þátttakendur fara í gegnum geislann á tímatökuhliði og stöðvar þegar þau koma til baka í gegn. Mynd eftir Jóhann G. Jóhannson

Hér að ofan til vinstri sést hluti mælingateymisins. Frá vinstri, Karl Kristjánsson, Hildur Björnsdóttir, Thea Imani, Kristján Kristjánsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir og Sveinn Þorgeirsson.

Mælingarnar gengu vonum framar og er því rík ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og gerðu þær mögulegar. Rannsakendum, HSÍ, samstarfsfólki til mælinga, þjálfurum sem sáu um helgina og svo að sjálfsögðu þátttakendum.

Vinna fer fram í sumar við að greina gögnin og setja þau upp svo hægt sé að vinna með þau. Slíkt var gert í fyrra og skilaði það skýrslu og tölum sem við höfum nú um 2001 árganginn í Handboltaskólanum sem tók þátt í fyrra.

Hér má svo nálgast skýrslu Hildar Björnsdóttur um mælingarnar sem gerðar voru í fyrra, sem unnin var í tengslum við lokaverkefni hennar við íþróttafræðisvið HR. skyrsla_HSI_hildur

Með þökk fyrir helgina

Sveinn Þorgeirsson

Atvinnumennskan: Hverju mætir Ómar Ingi í DK?

Umræðan á Twitter er oft lífleg og skemmtileg. Ein slík hefur átt sér stað undanfarna daga um þá ákvörðun Ómars Inga Selfyssings sem spilað hefur með Val undanfarin 2 ár að flytja sig um set og ganga til liðs við Aarhus í Danmörku. Vaknaði þá spurningin hvort þetta skref væri stigið of snemma á ferli Ómars.

Screen Shot 2016-04-22 at 23.16.12

Að mæla handboltalega getu einstaklings getur reynst afar erfitt í dýnamískri liðsíþrótt. Það sem er hins vegar tiltölulega einfalt að mæla er líkamsstærð og frammistöðugetu tilvonandi andstæðinga Ómars. Þannig getur hver leikmaður borið sig saman við þær aðstæður sem atvinnumennskan býður upp á. Eftir þessu kallaði Rúnar Kárason í kjölfarið.

Screen Shot 2016-04-22 at 10.09.29

Það besta í þessu er að, það hefur töluvert verið gert af því að mæla og rannsaka fullorðna handboltaleikmenn undanfarin ár, meira að segja í Danmörku. Skoðum það aðeins nánar.

Árið 2014 komu út tvær greinar (grein 1 og grein 2) eftir Lars B. Michalsik og félaga sem fjalla um leikkröfur og frammistöðu handboltaleikmanna í efstu deild í Danmörku. Um 187 leikmenn sem tóku þátt í rannsókninni í grein 1 kemur fram að meðalaldur þeirra var um 27,3 ár ±3,6, og fjöldi ára í efstu deild var að jafnaði 8,4±3,4 ár.

Líkamsstærð leikmanna (n=187) var tekin saman í grein 1. Meðalhæð þeirra var 190,1±6,1 sm og meðalþyngd 92±7,6 kg. Ennfremur kom fram í grein 2 að líkamsþyngd leikmanna var breytileg eftir leikstöðum. Að meðaltali vógu þeir 90,9±9 kg, þar sem hornamenn (80,9±5,5 kg) voru léttastir og línumenn þyngstir (101,4 kg±8,3 kg), á meðan litlu munaði á skyttum og miðjumönnum (91,7±6,7 kg) og markmönnum (94,3±6,8 kg) annars vegar. Þar var úrtak leikmanna þó mun minna eða 26.

Hámarkssúrefnisupptaka er einn algengasti mælikvarðinn á þol og stundum talað um þoltölu. Einingin fyrir þoltöluna er jafnan millilítrar súrefnis sem líkaminn tekur upp á mínútu fyrir hvert líkamskíló (ml O2·min-1·kg-1). Enginn munur var á þoli eftir leikstöðum og meðal-þoltalan var 57.0±4.1 fyrir allann hópinn (n=26). Til að setja það enn frekara samhengi, er það á við að hlaupa um 3050m í Cooper testi (Cooper test á brainmac). Sömu 26 leikmenn tóku Yo-Yo Intermittent Recovery 2-prófið, sem er erfiðari útgáfan af Yo-Yo hvíldarprófinu (recovery test) og notast við 10 sekúndna pásu milli spretta. Leikmenn hlupu að meðaltali 895±184m  sem jafnast á við stig 21:3 á prófinu.

Lóðrétt stökkhæð (vertical jump) er algengur mælikvarði í rannsóknum á afl íþróttamannins, því til að stökkva hátt þarf að útheimta mikinn kraft á stuttum tíma, og best er ef eigin líkamsþyngd er hagstæð (hátt hlutfall af fitufríum massa). Í svokölluðu countermovement stökki, með hendur á mjöðmum [CMJ] skoruðu hornamenn hæst (46,4±3,5 sm) útileikmanna en markmenn (þó aðeins þrír í þessari rannsókn) allra hæst eða 47,5±3,4 sm. Fimm-stökkva prófið úr standandi stöðu er annað algengt próf á afl íþróttamanna og voru niðurstöður sambærilegar eftir leikstöðum og var meðaltalið 13,39±0,7m.

Í 30m spretti stóðu hornamenn sig best, sem þarf svo sem ekki að koma á óvart. Þeir hlupu vegalengdina að meðaltali á 4,05±0,12 sekúndum, og besti tíminn var 3,91 sekúnda. Að lokum var skothraði með 3ja skrefa atrennu af gólfi mældur og þar köstuðu hornamenn og skyttur/miðjumenn fastar en línu- og markmenn. Mesti mældi hraðinn var 108,2 km/klst.

Að lokum, nokkur orð um kröfur leiksins í DK. Í leikgreiningu Michailsik frá 2014 (grein 1) kemur í ljós að hver leikmaður sem spilar 60 mínútur, brýst að jafnaði 1,5±1,4 sinnum í gegn í leik, tekur 6±4,2 hraðaupphlaup, er tæklaður harkalega 7,5±4,4 sinnum, og létt 27±18 sinnum í sókn í leik. Þar að auki tekur hann um 8,5±4,2 skot í leik og nýtir um 44,9±17,7% þeirra. Handboltamenn í DK hlaupa einnig töluvert í leik. Nánar tiltekið; hornamenn 3641±501m, þar af 10,9±5,7% á hárri ákefð, línumenn 3295±495m, þar af 8,5±4,3% á hárri ákefð og skyttur/miðjumenn um 3765±532m þar af 6,2±3,2% á hárri hákefð.

Hér hafa verið teknar saman niðurstöður mælinga á dönskum úrvalsdeildarleikmönnum sem birtar hafa verið á ritrýndum vettvangi. Þetta ætti að gera hverjum þeim sem hefur tekið mælingar á borð við þær sem taldar voru upp hér að ofan mögulegt að bera sig saman við þennan hóp leikmanna í DK. Það er sagt að sjálfsögðu með fyrirvara um notkun á sömu mæliaðferðum og sambærilegum aðstæðum.

Vona að þetta hjálpi í umræðunni.

 

Pot í bumbu íþróttafræðinga

Kveikjan að þessum skrifum er nýlegt viðtal við Guðmund Jóhannsson bráða- og lyflæknir á bráðamóttöku Landspítalans sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag og á hlaðvarpinu (viðtalið á hlaðvarpinu). Þar finnst mér Guðmundur koma með virkilega góðar áherslur á einum helsta heilbrigðisvanda velmegunarríkja, offitu. Nánar tiltekið hollt og gott mataræði og samstarf fagaðila.

Screen Shot 2016-03-20 at 00.31.01.png

Í viðtalinu kallar hann á samstarf við aðrar fagstéttir og nefnir næringarfræðinga, sjúkraþjálfara og einkaþjálfara. Þetta stóð aðeins í mér verð ég að viðurkenna, því ég er þess fullviss að hann átti við ÍÞRÓTTAFRÆÐINGA. Einstaklinga með +3ja ára háskólanám að baki í fögum tengdum hreyfingu og líkamlegri heilsu.

Það er kannski ekki skrítið að Guðmundur rugli þessu saman því við ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR höfum ef til vill ekki verið nógu dugleg við að taka þátt í umræðunni. Það hafa einkaþjálfarar (sem þurfa enga formlega menntun) hins vegar verið. Dæmi um slíkt eru ráðleggingar um þjálfunaraðferðir og mataræði sem flestar eiga það sameiginlegt að lofa miklum árangri á skömmum tíma.

Því meira sem ég hugsa um það, þeim mun meiri undrun vekur það hjá mér að íþróttafræðingar séu ekki enn skilgreindir sem heilbrigðisstétt samkvæmt lögum. Við komum að daglegri hreyfingu fólks á öllum aldri á hverjum degi í gegnum störf okkar í skólakerfinu sem kennarar og íþróttahreyfingunni sem þjálfarar og skipuleggjendur hreyfingar. Eins og við vitum er dagleg hreyfing ásamt hollri næringu undirstöður heilbrigðis. Ég læt nægja að nefna hér þrjár ástæður þess að við ættum að teljast til heilbrigðisstétta.

#1 Mikilvægi íþróttafræðinga sem málsvara heilbrigðis innan skólakerfisins verður vart um deilt. En ef einhver er enn í vafa má meðal annars benda á þessa samantekt frá Evrópusamabandinu, um mikilvægi íþrótta í skólakerfinu (9 research findings that show why education needs sport).

#2 Hlutverk okkar innan íþróttahreyfingarinnar sem þjálfara og skipuleggjenda íþróttastarfs fyrir unga sem aldna er einnig veigamikið. Hreyfingin er fjölmenn og um helmingur landsmanna var skráður í að minnsta kosti eitt íþróttafélag árið 2013 (Tölfræði ÍSÍ 2013). Þá hefur forvarnarhlutverk skipulagðra íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga hér á landi vakið athygli fyrir góðan árangur langt út fyrir landsteinana  (rannsókn Viðars Halldórssonar og félaga).

#3 Íþróttafræðingar vinna nú þegar innan heilbrigðiskerfisins og sinna áhugaverðum störfum í samstarfi við aðrar fagstéttir eins og sjá má til dæmis á meðferðargeðdeildinni Laugarásinn (Laugarásinn – meðferðargeðdeild) og Reykjalundi (fagfólk á Reykjalundi).

Íþróttafræðingar eru mikilvægur hlekkur í heilsu almennings á öllum aldri, og ættu að vera viðurkenndur aðili innan í heilbrigðiskerfisins. Slík viðurkenning gæti til dæmis birtst með þátttöku í verkefnum á borð við hreyfiseðla (hreyfiseðlar). Þar er lagt upp með að “sjúklingi er vísað til hreyfistjóra sem útbýr hreyfiáætlun í samráði við hann”. Það er mitt mat að íþróttafræðingur með 5 ára háskólanám að baki sé hæfur til að taka þátt í þessu starfi, líkt og sjúkraþjálfarar gera nú.

Að lokum fæ ég ekki betur séð en að ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR eigi vel heima í þeim hópi fagstétta sem þegar eru skilgreindar sem löggiltar heilbrigðisstéttir í lögum nr. 34 frá 2012;

Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar (kírópraktorar), iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, læknaritarar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar. 

Ég skora því á Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands að berjast fyrir því að íþróttafræðingar verði viðurkenndir sem heilbrigðisstétt. Því það væri svo sannarlega viðeigandi fyrir íþróttafræðinga að koma að þverfaglegu samstarfi, samfélagi okkar til heilsubótar. Þá munu Guðmundur og félagar vonandi muna betur eftir okkur.

Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og aðjúnkt við íþróttafræði Háskólans í Reykjavík

sveinn.thorgeirsson@gmail.com

 

Hugmyndafræði Mike Boyle

Hér er góður fyrirlestur frá styrkþjálfaranum Mike Boyle sem hann flutti seint á síðasta ári fyrir CSCCA í BNA. Hann hefur góða og vel úthugsaða hugmyndafræði þegar kemur að þjálfun íþróttamanna þar sem hann tvinnar vel saman rannsóknir, reynslu og praktík. Það er sérstaklega gaman að hlusta á hvernig hann nálgast sína þjálfun og margar góðar venjur og aðferðir sem ég hef tileinkað mér frá honum. Því mæli ég með að aðrir þjálfarar kynni sér hið þær hið minnsta, því þetta á erindi við þjálfara í öllum íþróttagreinum.

3 tips for PE teachers: Promoting handball

When it comes to introducing team handball to children it is very important to adapt the challenge to fit the age and skill level of the children. Most children are beginners in the sport, so it is up to us to make handball simple and fun! This requires us to modify the official rules of the gameand introduce the game in small sided games.

Screen Shot 2016-01-15 at 18.03.21.png

Handball is a great game for developing a some of the fundamental movements skills e.g. throwing, running, jumping, turning, blocking and dodging. These skills are common to many other sporting activities which makes it perfect to introduce and use as a teaching tool in physical education. Here are a few pointers for PE teachers to use when they intend to create an enjoyable handball learning environment for their students, using small sided games.

 • Small sides – 3 vs 3 is optimal – Increases the chances of everybody getting a taste of the ball and plenty of action.
 • 3 minutes – Make each game short, that way it is easier to keep up the intensity and fun. Rotate frequently. 3 minutes is great for keeping the intensity high.
 • 3 steps, no dribble – One, two, three and then you must pass the ball or Shoot! … and move to make yourself available for a pass! By taking out the dribble we force the players to play the ball and move around and involve more players. This levels the game between beginners and more skilled children.

Few more tips

 • Encourage off-the-ball movement – Make them move, and encourage goalkeepers to take part in the offence.
 • Small goal size – The goal size for young should be smaller than 2x3m, just raise a training mat against the wall and you have a goal in suitable size for up to 12 years old. Bench turned on the side is also an option, forcing the players to aim down towards the floor and use the wrist. Mini handball goals are of course great if available.

 

12384-152aae95ede03d_720x600

 • The goalie can score – The person who defends the goal, is allowed to use the feet to defend the goal and take part in the offence. The offence can come as close as the defence will allow them.
 • Select an appropriate ball size – Make sure the ball is small and soft enough for the youngest players. This enables the children to throw and catch in the most natural way.
 • Free-throw if fouled– Handball is a contact sport, so encourage aggressive non contact defence with active hands and feet. If the player is put out of balance, stopped or held by the defender reward a free throw where the defence steps back to allow for the game to restart.
 • No sidelines (the ball is always in play) – By opening the field and eliminating the sidelines it is possible to keep up the intensity.
 • Add creative rules – To provide new challenges its possible to add simple rules such as
  • All passes should touch the floor
  • All passes with “the non-dominant hand”
  • All shots on goal with jumping
  • All passes behind the back or under the leg
  • Bonus point for passing 10 passes in a row within the team
  • Bonus point for passing between the legs of a team mate

Hope this can be of use in your teaching