Hvernig lítur hjólabrettið þitt út?

Á þriðju viku heimaæfingafaraldurs gæti verið farið að örla á leiðindum í garð líkamsæfinga, sérstaklega ef þær eru aðeins gerðar æfinganna sjálfra vegna. Ef líkamsæfingaprógrömm vekja svipaðar tilfinningar hjá þér eins og matarræðiskúrar, eru þær líklegar til að hverfa rétt eins og snjórinn þegar vorar. Hvað er þá til ráða? Hvernig getum við gert hreyfingu og heilsurækt meira spennandi?

Hefurðu staðið þig að því að gleyma þér yfir áskorun þannig að tíminn flaug frá þér? Þú varst meðvituð, við stjórn, en samt ekki að hugsa? Þú hefur líklegast upplifað flæði (e. flow) á einum eða öðrum tímapunkti í þínu lífi. Líklegast er að það eigi sér stað við ákveðnar aðstæður, helst þegar ákorun verkefnisins jafnast á við okkar eigin getu til að takast á við einmitt það verkefni. Dæmi um slíkt væri krefjandi púsluspil, sudoku, tölvuleikur á réttu “leveli” eða leikur með jafningjum.

Ein af ástæðum þess að okkur gæti leiðst í þeim æfingum sem við tökum okkur fyrir hendur er að okkur kann að þykja þær of léttar. Þegar verkefnið er allt of erfitt fyrir núverandi getu er hætt við að þeirri upplifun fylgi kvíði. Margir tímaseðlar hafa verið gefnir út á netinu síðustu vikur, með margskonar æfingum, sumum léttum en sumum bara talvert erfiðum. Í þær vantar mikilvægt hráefni sem þjálfarar reyna að huga alla jafna að hugsa út í, en það er einstaklingsmiðun æfinga.

Sambandi verkefnis og getustigs er ágætlega lýst í kenningu Mihaly Csikszentmihalyi um flæði (hvers nafn ég verð alltaf að goolga og c/p til réttritunar). Kenninguna má skýra með einfaldri mynd sem þessari. 

Screenshot 2020-03-28 at 13.08.55
Mynd sem sýnir samband áskorana og færni. Því meiri færni, því meiri þarf áskorunin að vera til að halda viðkomandi áhugasömum.

Í upphafi væri því best að spyrja þig hvað það er sem þig langar að takast á við, læra og upplifa? Því áhuginn er til alls fyrstur, og svo koma áskoranirnar, fyrst þær auðveldu og svo smátt vaxandi með aukinni færni. Góður kennari/þjálfari tekur áhuga og klæðskerasníðir svo verkefnin eftir vexti hvers og eins.

Eitt af mínum uppáhaldsdæmum þegar kemur að flæði og áskorunum er sú menning sem skapast t.d. í kringum fólk sem æfir sig á hjólabretti (og víðar). Þar á ég við að “æfingar” eigi sér stað oft með óformlegum hætti, án þjálfara, og á svæðinu er oft ungt fólk á misjöfnum aldri og af mjög misjöfnu getustigi. Alveg frá byrjendum upp í sérfræðinga, og allir í “sínu”. Umhverfið er styðjandi og þeir lengra komnu geta leiðbeint og sýnt byrjendum. Öll eru þau á sama svæðinu en í mjög miskrefjandi verkefnum. Þetta finnst mér heillandi, sérstaklega því á bakvið slíka þjálfun hlýtur að liggja innri áhugahvöt. Það er að segja að þjálfunin á sér stað því viðkomandi upplifir hana og hefur gaman af sjálfu athæfinu.

Að æfa sig á hjólabretti getur skapað flæðisástand
Að læra á hjólabretti er frábært dæmi um hvernig byrjandi kann að skynja umhverfi sitt og áskoranir sem þar leynast allt öðruvísi en sérfræðingurinn. Byrjandinn á fullt í fangi með að renna, beygja og halda jafnvægi, á meðan sérfræðingurinn skoðar hvernig hægt er að nota aðstæður í umhverfinu á annan og skapandi hátt. Með meiri færni opnast fleiri möguleikar.  Mynd eftir shawn henry on Unsplash

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég óska þess innilega fyrir þína hönd að þú hafir fundið þitt hjólabretti í lífinu sem í senn er góð líkamleg hreyfing og ánægjuleg ástundunar fyrir þig.

Góðar stundir.

Heimildir

Csikszentmihalyi, M. (2009). Flow: The Psychology of Optimal Experience. Harper Collins.

Ljómandi leið til að hefja árið

Það eru til margar góðar leiðir til að hefja nýtt ár. Sú leið sem við Kristján Halldórsson völdum var að halda námskeið í mjúkhandboltafræðum fyrir áhugasama kennara og handboltaþjálfara. Námskeiðið fór fram í nýrri aðstöðu Fjölnis í Egilshöllinni sem hefur fengið heitið Fjölnishöllin.

Sissi í kennslu
Hér má sjá brot frá verklegri kennslu námskeiðsins þar sem farið var inn í íþróttasal. Þessum hluta stjórnaði Kristján Halldórsson fyrir miðju.

 

Skólahandbolti
Handbolti í skólum er hugmyndafræði frá IHF. Verkefnið var styrk af verkefnissjóði ÍBR. Hér er upphafsslæða frá fræðilegri kynningu námskeiðsins.
Mjukboltaposter
Hér má sjá dagskrá námskeiðsins og uppsetningu.

Það var okkar upplifun að vel hafi tekist til og þátttakendur hafi verið almennt nokkuð sátt með þetta námskeið. Það er hvatning til að halda fleiri námskeið síðar í þessum dúr.

Of “gott” til að vera satt í 12-58% tilvika: Hvað leynist í þínu fæðubótarefni?

Nú eru eflaust margt íþróttafólk farið að huga að æfingum á undirbúningstímabili (vetraríþróttir) á meðan sumaríþróttirnar reyna að hámarka frammistöðu á því keppnistímabili sem framundan er. Notkun á fæðubótarefnum er mjög algeng og viðist vera að aukast ár frá ári, en ekki er allt sem sýnist í þeim málum. Efnum sem hvergi er getið utan á umbúðum er reglulega laumað í efnin sjálf, sum hver ólögleg sem getur sett íþróttafólk í mjög slæma stöðu sé það tekið í lyfjapróf. Íþróttamaðurinn ber jú alltaf ábyrgð á því sem hann tekur inn.

Hér er rannsókn sem vert er að vitna í og titilinn er fenginn frá. Þar voru niðurstöður marga rannsókna teknar saman og niðurstaðan að ólöleg efni leynast í 12-58% fæðubótarefna.

Screen Shot 2018-04-10 at 00.44.38.png

Tengill á greinina í greinasafni

 

Það er vandlifað, og hér er ein síða sem getur aðstoðað íþróttafólk við að athuga hvort varan sem það er að nota innihaldi ólögleg efni.

informed_choice2

Tengill á vefsíðu samtakana – informed-choice.org

Er meira betra?

Vildi nota tækifærið og þakka fyrir boðið á þennan skemmtilega fræðslu- og umræðufund. Finnst umræðuefnið gríðarlega þarft og tilvalið að ræða nú í ljósi frábærs árangurs landsliða Íslands undanfarin ár.

ITG_opinnfundur_140917_mynd

Hér má svo sjá örlítið brot af því sem ég fjallaði um í fyrirlestri mínum á fundinum.

This slideshow requires JavaScript.

Takk fyrir mig – og vonandi taka önnur sveitarfélög þessa umræðu upp, því meira er ekki alltaf betra!

Handboltinn í samstarf við fimleika og frjálsar íþróttir – virkilega spennandi

Alhliða íþróttaþjálfun fyrir börn

Handboltinn hyggst feta nýjar slóðir í vetur þar sem boðið verður uppá æfingu í fimleikum (fyrir 1.-4. bekk) og frjálsum íþróttum (fyrir 5.-8. bekk) samhliða handboltaæfingum í Fjölni. Þannig mun ein æfing í viku í fimleikum/frjálsum standa iðkendum til boða fyrir vægt aukagjald til viðbótar við námskeiðsverð handboltans. Verða þær æfingar til viðbótar hefðbundnum  æfingum.

Styrkleikar þessara tveggja íþrótta eru vel þekktir og teljum við að þeir komi til með að efla alhliða þróun okkar yngstu iðkenda.  Fimleikar hafa löngum verið þekktir fyrir áherslu á styrk, tækni og liðleika sem er í senn allt sem handboltafólk hefur þörf fyrir. Þá eru eiginleikar frjálsra íþrótta eftirsóttir líka og þar má til dæmis nefna kraftþjálfun og hlaupatækni. Við hlökkum til að bjóða upp á þessa  viðbót við það frábæra starf sem unnið er í handboltadeildinni í vetur.

Hér má nálgast kynningarpóster um verkefnið sem ég tel að sé að margan hátt nýtt af nálinni.

Fjölnir-handboltatilboð

Ný námskrá HKD Fjölnis v3.0

Þjálfarar deildarinnar áttu skemmtilegan sunnudagsmorgun um síðustu helgi. Þar fórum við yfir og endurskoðuðum námskrá deildarinnar. Það ferli var mikilvægt til að skerpa á áherslum og rifja upp uppbyggingu þeirrar kennslu sem fram á að fara.

Screen Shot 2015-12-01 at 07.51.47

Námsskra_HKD_Fjölnis 2015 v3.0

Hér má nálgast skjalið góða.

Breytingarnar voru fólust fyrst og fremst í félagaslegum markmiðum. Þar var meðal annars talað um að kenna mikilvæg handboltahugtök fyrir í 4.flokk. Þar er átt við orð eins og júggi, svíi, 5+1 og fleira slíkt. Annað sem lögð var mikil áhersla er að iðkendur yngustu flokkana fái hvatningu til að mæta á alla meistaraflokksleiki deildarinnar. Leikmenn eldri flokka fengju þá einnig verkefni þeim tengd að vinna úr. Dæmi um slíkt væri skráning á tölfræði fyrir einstaka leikmenn eða lið.

 

7unda Skólamótið í röð!

Skólamót handboltans haldið í sjöunda sinn!
Sunnudaginn 13. september sl. fór fram glæsilegt Skólamót Fjölnis í handbolta.
Þar mættu vel á annað hundrað nemendur grunnskóla í 1.-8. bekk og skemmtu sér vel.
Umgjörðin var góð og lögðu margir foreldrara einnig leið sína í Fjölnishús til að fylgja upprennandi íþróttafólki Grafarvogs í handboltanum. Boðið var upp á vöfflur, kaffi, djús og ávexti á mótinu og því var eitthvað fyrir alla.
Mótið er liður í því að kynna starf deildarinnar sem hefur verið í miklum vexti að undanförnu.
Til marks um það er þátttaka kvennaliðs deildarinnar í Olís deild kvenna. Þar keppa fyrir Fjölnishönd margar ungar, uppaldar og efnilegar handknattleikskonur. Allt stúlkur sem eru okkar yngstu iðkendum frábærar fyrirmyndir og verður gaman að fylgjast með í vetur. Þessar stúlkur og strákar úr meistaraflokki karla sáu meðal annars um dómgæslu og þjálfun liðanna sem tóku þátt.
Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við kynningu á mótinu
kærlega fyrir þeirra framlag. Við hlökkum svo til að taka á móti ykkur öllum í handbolta í
vetur.

 

Flottir taktar
Flottir taktar

Stoltur Fjölnismaður á Partille 2015

Það voru sönn forréttindi að fá að fylgja um 50 manna hópi frá handknattleiksdeild Fjölnis sem tók þátt á stærsta handboltamóti í heimi – Partille Cup í Gautaborg í Svíþjóð. Hópurinn stóð sig vel bæði innanvallar sem utan og náðu drengirnir í ´00 liðinu lengst keppenda frá Fjölni, eða í 16 liða A úrslit, en þar töpuðu þeir fyrir sterku liði Lugi frá Svíþjóð. Meðal þess sem var boðið upp á var ferð í Skara Sommerland leikjagarðinn og Liseberg skemmtigarðinn, ásamt að sjálfsögðu mótinu sjálfu með nóg af leikjum á gervigrasi í miklum hita og glæsilega opnunarhátíð svo eitthvað sé nefnt.

20150701_095635

 

Það reyndist svo óvæntur bónus að fylgjast með strákunum í U19 ára landsliði Íslands á Opna Evrópska meistaramótinu sem fram fór samhliða Partille mótinu í Gautaborg. Það er skemmst frá því að segja að Ísland vann alla sína leiki og sigraði á mótinu eftir flottan úrslitaleik við sterkt lið Svía. Þar var okkar Fjölnismaður Donni í góðu hlutverki og náði heldur betur að setja mark sitt á leikinn.