Er meira betra?

Vildi nota tækifærið og þakka fyrir boðið á þennan skemmtilega fræðslu- og umræðufund. Finnst umræðuefnið gríðarlega þarft og tilvalið að ræða nú í ljósi frábærs árangurs landsliða Íslands undanfarin ár.

ITG_opinnfundur_140917_mynd

Hér má svo sjá örlítið brot af því sem ég fjallaði um í fyrirlestri mínum á fundinum.

This slideshow requires JavaScript.

Takk fyrir mig – og vonandi taka önnur sveitarfélög þessa umræðu upp, því meira er ekki alltaf betra!

Náum áttum

Ég fékk að halda erindi á morgunferðafundi samstarfshópsins Náum áttum í morgun. Virkilega skemmtilegur vettvangur umræðu um líðan barna í íþróttum. Hér er svo pósterinn fyrir morgunverðarfundinn – N8mai17.

Hér er svo tiltilslæðan á fyrirlestrinum. Upptökur verða gerðar aðgengilegar á http://www.naumattum.is/.

 

Screen Shot 2017-05-03 at 13.45.50

3 mikilvæg atriði um hraðaþjálfun

Það er eitt af því skemmtilegra sem ég fæst við í þjálfun, er að þróa og prófa góðar hraðaþjálfunaræfingar. Hraði, eins og við vitum er algjör grundvallarþáttur í mjög mörgum íþróttagreinum og forsenda árangurs.

Hraði þarfnast þjálfunar, ekki bara réttu genanna

Það er einnig mikilvægt að átta sig á að hraði er ekki meðfæddur eiginleiki. Vissulega eru einstaklingar misvel búnir til að framkalla hraðar hreyfingar sem stafa af meðfæddum eiginleikum. Góður grunnur, þ.e. grunnstyrkur er það fyrsta, og ofan á það er lögð inn hámarkskraftþjálfun og plýómetrískar æfingar til að stuðla að því að íþróttamaðurinn geti orðið eins hraður og hægt er.

Hraðaþjálfun er sérhæfð

Þegar hraði er þjálfaður er mikilvægt að gera sér grein fyrir sér að þjálfun hans er mjög sérhæfð. Það þýðir að það skiptir öllu máli hvernig hraði er þjálfaður og í hvaða aðstæðum. Þeim mun leiklíkara sem hreyfingin og rásmerkið (e. start signal) er þjálfað því betra. Dæmi um hve sérhæfingin er sterk sést á því að við bætum okkur lítið sem ekkert í sprettum í beinni línu ef við höfum þjálfað okkur í hliðarfærslu (e. slide/shuffle). Í því samhengi er mikilvægt að þarfagreina íþróttina sem unnið er með. Hvað er hver sprettur langur (metrar/sek)? Hvernig hraðabreytingar er farið fram á í íþróttinni (á margar áttir eða beint, jákvæð og neikvæð hröðun).

Hraða þarf þjálfa af fullri ákefð

Hámarkshraði (e. max speed) verður ekki þjálfaður með öðru en fullri ákefð (e. intensity). Til að ná upp fullri ákefð er mikilvægt að huga að hvíldinni, sem oft þarf að vera 1:10-1:25. Það þýðir við þurfum að hvíla í 10-25 sekúndur fyrir hverja sekúndu í ákefð milli endurtekninga. Endurtekningum skal einnig stillt í hóf, oft 8-15 og settunum einnig, en það fer eftir markmiðum æfingarinnar. Best er að þjálfa hraða strax eftir upphitun meðan líkaminn er heitur og óþreyttur. Það sem mér hefur þótt gefast vel er fjölbreytni æfinga (stigar, grindur, keilur og boltar) og að setja upp litlar keppnir milli svipað snöggra einstaklinga.

Hér má sjá æfingu þar sem sprettirnir eru stuttir til að byrja með en eru lengdir þegar á líður, 3 lengdir, 3-4 af hverri lengd. Hver sprettur er 1-3 sekúndur, sem þarfnast um 10-60 sekúndna hvíldar, sem þau fá með því að koma sér til baka í röðina og biðina þar. Viðbragðið er leiklíkt, sérstaklega fyrir hornamenn sem oft eru í stöðu til að stela boltanum eftir sendingar. Hér er lögð áhersla á upphafsstöðu, einbeitingu og það að reyna að grípa boltann þegar boltanum er stolið.

Sveinn Þorgeirsson

Afar vel heppnuð ferð til Gummersbach

Aðfararnótt miðvikudagsins 13. maí lagði 18 manna hópur frá Borgarholtsskóla á leið til Gummersbach í Þýskalandi. Ferðalagið gekk vel og tók Gunnar Steinn Jónsson á móti okkur ásamt Magnusi liðsfélaga sínum í VFL Gummersbach. Gunni hafði haft veg og vanda að þessari ferð. Án hans hefði þetta verið ómögulegt. Dagskráin var tiltölulega þétt og má sjá ferðasögur nemenda hér: http://vefir.multimedia.is/afreksitrottasvid/

Það er skemmst frá því að segja að ferðin í heild sinni gekk gríðarlega vel. Hápunktar ferðarinnar voru án efa leikur Gummersbach og KIEL fyrir fullu húsi í Scwalbe Arena og svo leikur Afreksíþróttasviðsins gegn U19 ára Akademíu þeirra. Í því liði voru 3 unglingalandsliðsmenn Þýskalands. Gríðarlega vel þjálfað lið og öflugt. Þetta myndband frá leiknum segir eflaust meira en mörg orð. Leikurinn endaði 31-21 eftir jafnan leik til að byrja með.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum nemendum og Gumma fyrir samferðina í þessari góðu ferð. Og Gunna og fjölskyldu fyrir frábærar móttökur!

Sveinn Þorgeirsson

Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla veittur í 1. sinn

Í gær var afhentur í fyrsta sinn landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla. Nemendur sem fóru út á vegum síns landsliðs á haustönn fengu afhentan styrk upp á 25 þúsund krónur hver. Á það eflaust eftir að koma í góðar þarfir því margar greinar þurfa að standa undir ferðakostnaði og upphaldi alveg sjálfar. Nú síðast komst kostnaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta í umræðuna þar sem leikmenn þurftu að greiða yfir 100 þúsund þrátt fyrir að spila sinn riðil á heimavelli.

Hér er hópurinn flotti sem fékk þennan styrk fyrir haustönnina. Við vonumst til að þessi hópur eigi bara eftir að stækka. Afreksíþróttasviðið óskar þessum nemendum til hamingju.

Hér má svo sjá viðurkenningaskjalið sem þau fengu til staðfestingar styrknum.

Frá hægri, Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri, Úlfur Gunnar Kjartansson handbolti, Hulda Hrund Arnarsdóttir fótbolti, Elvar Snær Ólafsson íshokkí, Jasmín Erla Ingadóttir fótbolti, Ásgrímur Þór Bjarnason fótbolti, Andrea Jacobsen handbolti og Kristján Örn Kristjánsson handbolti.
Frá hægri, Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri, Úlfur Gunnar Kjartansson handbolti, Hulda Hrund Arnarsdóttir fótbolti, Elvar Snær Ólafsson íshokkí, Jasmín Erla Ingadóttir fótbolti, Ásgrímur Þór Bjarnason fótbolti, Andrea Jacobsen handbolti og Kristján Örn Kristjánsson handbolti.

Eftirfarandi keppnisferðir voru styrktar

  • Aron Knútsson, heimsmeistaramót U20 ára með íshokkílandsliði Íslands á Jaca á Spáni
  • Andrea Jacobsen, æfingaferð með U17 ára landsliði Íslands í handbolta til Hollands, keppti á móti U19 ára landsliði Hollands
  • Kristján Örn Kristjánsson, evrópumeistaramót U19 ára í Póllandi, tryggðu sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í handbolta.
  • Jasmín Erla Ingadóttir, fór til Finnlands að keppa vináttuleiki með U17 ára kvennalandsliðinu í knattspyrnu
  • Hulda Hrund Arnardóttir, fór til Litháen með U19 ára til að keppa í undankeppni EM 2015 í knattspyrnu
  • Elvar Snær Ólafsson, fór til Spánar með U20 ára landsliði karla í íshokkí í Jaca á Spáni
  • Ásgrímur Þór Bjarnason, fór til Moldavíu með U17 ára landsliði karla í knattspyrnu
  • Úlfur Gunnar Kjartansson, fór til Frakklands á æfingamót með U17 ára landsliði karla í handbolta

Þessi styrkveiting er vonandi komin til að vera. Við munum veita aftur styrk fyrir ferðalög á vorönn í lok þessarar annar í maí. Styrkveitingunni er ætlað að styðja við okkar efnilega landsliðsfólk úr hinum ýmsu greinum og gera því auðveldara að taka þátt í kostnaðarsömum verkefnum.

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla

Skemmtileg heimsókn Rugby Ísland og vídeo

Í lok nóvember síðast liðinn fengum við góða heimsókn frá Rugby Ísland, Kynningin á íþróttinni var afar góð og skemmtileg. Æfingin sem sett var upp undir dyggri stjórn Davids Lynch var til fyrirmyndar. Skemmtilegur inngangur að góðri íþrótt. Tíminn var settur upp eftir “Get into Rugby” hugmyndafræðinni sem byggir á góðri kennslufræði. Leikurinn er brotinn niður og settur upp í leiklíkt form sem flestir geta tekið þátt í og haft gaman af. Sjón er sögu ríkari.

Frábær námsárangur og flottir nemendur!

Þann 21. desember síðast liðinn fór fram útskrift við Borgarholtsskóla. Það var mér sannur heiður að fá að taka þátt í því að útskrifa fjóra vel valda herramenn frá afreksíþróttasviðinu. Körfuboltamaðurinn Róbert Sigurðsson og knattspyrnukappinn Viðar Ari Jónsson útskrifðust ásamt Hilmari Jóhannssyni einnig úr knattspyrnu og Bergi Snorrasyni handbolta útskrifuðust allir. Þeir eru afreksíþróttasviðinu og Fjölni góður afar góður vitnisburður.

Útskrift haust 2014
Frá haust útskrift Borgarholtsskóla 2014. Á myndinni má sjá, f.v. Halla Karen fagstjóri íþrótta, ég, Bergur Snorrason, Viðar Ari Jónsson, Róbert Sigurðsson og Hilmar Jóhannsson.

Þessi útskrift var sérstaklega skemmtileg fyrir mig þar sem ég hef þekkt bæði Berg og Hilmar í um 10 ár og fengið að þjálfa þá í handbolta. Báðir fengu þeir verðlaun fyrir námsárangur frá skólanum og var Bergur dúx skólans þetta haustið. Hann er í senn fyrsti handbolta-nemandinn til að útskrifast frá afreksíþróttasviðinu.

Það eru útskriftir sem þessar sem réttlæta tilveru afreksíþróttasviðsins.