Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla veittur í 1. sinn

Í gær var afhentur í fyrsta sinn landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla. Nemendur sem fóru út á vegum síns landsliðs á haustönn fengu afhentan styrk upp á 25 þúsund krónur hver. Á það eflaust eftir að koma í góðar þarfir því margar greinar þurfa að standa undir ferðakostnaði og upphaldi alveg sjálfar. Nú síðast komst kostnaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta í umræðuna þar sem leikmenn þurftu að greiða yfir 100 þúsund þrátt fyrir að spila sinn riðil á heimavelli.

Hér er hópurinn flotti sem fékk þennan styrk fyrir haustönnina. Við vonumst til að þessi hópur eigi bara eftir að stækka. Afreksíþróttasviðið óskar þessum nemendum til hamingju.

Hér má svo sjá viðurkenningaskjalið sem þau fengu til staðfestingar styrknum.

Frá hægri, Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri, Úlfur Gunnar Kjartansson handbolti, Hulda Hrund Arnarsdóttir fótbolti, Elvar Snær Ólafsson íshokkí, Jasmín Erla Ingadóttir fótbolti, Ásgrímur Þór Bjarnason fótbolti, Andrea Jacobsen handbolti og Kristján Örn Kristjánsson handbolti.
Frá hægri, Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri, Úlfur Gunnar Kjartansson handbolti, Hulda Hrund Arnarsdóttir fótbolti, Elvar Snær Ólafsson íshokkí, Jasmín Erla Ingadóttir fótbolti, Ásgrímur Þór Bjarnason fótbolti, Andrea Jacobsen handbolti og Kristján Örn Kristjánsson handbolti.

Eftirfarandi keppnisferðir voru styrktar

  • Aron Knútsson, heimsmeistaramót U20 ára með íshokkílandsliði Íslands á Jaca á Spáni
  • Andrea Jacobsen, æfingaferð með U17 ára landsliði Íslands í handbolta til Hollands, keppti á móti U19 ára landsliði Hollands
  • Kristján Örn Kristjánsson, evrópumeistaramót U19 ára í Póllandi, tryggðu sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í handbolta.
  • Jasmín Erla Ingadóttir, fór til Finnlands að keppa vináttuleiki með U17 ára kvennalandsliðinu í knattspyrnu
  • Hulda Hrund Arnardóttir, fór til Litháen með U19 ára til að keppa í undankeppni EM 2015 í knattspyrnu
  • Elvar Snær Ólafsson, fór til Spánar með U20 ára landsliði karla í íshokkí í Jaca á Spáni
  • Ásgrímur Þór Bjarnason, fór til Moldavíu með U17 ára landsliði karla í knattspyrnu
  • Úlfur Gunnar Kjartansson, fór til Frakklands á æfingamót með U17 ára landsliði karla í handbolta

Þessi styrkveiting er vonandi komin til að vera. Við munum veita aftur styrk fyrir ferðalög á vorönn í lok þessarar annar í maí. Styrkveitingunni er ætlað að styðja við okkar efnilega landsliðsfólk úr hinum ýmsu greinum og gera því auðveldara að taka þátt í kostnaðarsömum verkefnum.

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla

Skemmtileg heimsókn Rugby Ísland og vídeo

Í lok nóvember síðast liðinn fengum við góða heimsókn frá Rugby Ísland, Kynningin á íþróttinni var afar góð og skemmtileg. Æfingin sem sett var upp undir dyggri stjórn Davids Lynch var til fyrirmyndar. Skemmtilegur inngangur að góðri íþrótt. Tíminn var settur upp eftir “Get into Rugby” hugmyndafræðinni sem byggir á góðri kennslufræði. Leikurinn er brotinn niður og settur upp í leiklíkt form sem flestir geta tekið þátt í og haft gaman af. Sjón er sögu ríkari.

Frábær námsárangur og flottir nemendur!

Þann 21. desember síðast liðinn fór fram útskrift við Borgarholtsskóla. Það var mér sannur heiður að fá að taka þátt í því að útskrifa fjóra vel valda herramenn frá afreksíþróttasviðinu. Körfuboltamaðurinn Róbert Sigurðsson og knattspyrnukappinn Viðar Ari Jónsson útskrifðust ásamt Hilmari Jóhannssyni einnig úr knattspyrnu og Bergi Snorrasyni handbolta útskrifuðust allir. Þeir eru afreksíþróttasviðinu og Fjölni góður afar góður vitnisburður.

Útskrift haust 2014
Frá haust útskrift Borgarholtsskóla 2014. Á myndinni má sjá, f.v. Halla Karen fagstjóri íþrótta, ég, Bergur Snorrason, Viðar Ari Jónsson, Róbert Sigurðsson og Hilmar Jóhannsson.

Þessi útskrift var sérstaklega skemmtileg fyrir mig þar sem ég hef þekkt bæði Berg og Hilmar í um 10 ár og fengið að þjálfa þá í handbolta. Báðir fengu þeir verðlaun fyrir námsárangur frá skólanum og var Bergur dúx skólans þetta haustið. Hann er í senn fyrsti handbolta-nemandinn til að útskrifast frá afreksíþróttasviðinu.

Það eru útskriftir sem þessar sem réttlæta tilveru afreksíþróttasviðsins.