Þann 21. desember síðast liðinn fór fram útskrift við Borgarholtsskóla. Það var mér sannur heiður að fá að taka þátt í því að útskrifa fjóra vel valda herramenn frá afreksíþróttasviðinu. Körfuboltamaðurinn Róbert Sigurðsson og knattspyrnukappinn Viðar Ari Jónsson útskrifðust ásamt Hilmari Jóhannssyni einnig úr knattspyrnu og Bergi Snorrasyni handbolta útskrifuðust allir. Þeir eru afreksíþróttasviðinu og Fjölni góður afar góður vitnisburður.

Þessi útskrift var sérstaklega skemmtileg fyrir mig þar sem ég hef þekkt bæði Berg og Hilmar í um 10 ár og fengið að þjálfa þá í handbolta. Báðir fengu þeir verðlaun fyrir námsárangur frá skólanum og var Bergur dúx skólans þetta haustið. Hann er í senn fyrsti handbolta-nemandinn til að útskrifast frá afreksíþróttasviðinu.
Það eru útskriftir sem þessar sem réttlæta tilveru afreksíþróttasviðsins.