Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla veittur í 1. sinn

Í gær var afhentur í fyrsta sinn landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla. Nemendur sem fóru út á vegum síns landsliðs á haustönn fengu afhentan styrk upp á 25 þúsund krónur hver. Á það eflaust eftir að koma í góðar þarfir því margar greinar þurfa að standa undir ferðakostnaði og upphaldi alveg sjálfar. Nú síðast komst kostnaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta í umræðuna þar sem leikmenn þurftu að greiða yfir 100 þúsund þrátt fyrir að spila sinn riðil á heimavelli.

Hér er hópurinn flotti sem fékk þennan styrk fyrir haustönnina. Við vonumst til að þessi hópur eigi bara eftir að stækka. Afreksíþróttasviðið óskar þessum nemendum til hamingju.

Hér má svo sjá viðurkenningaskjalið sem þau fengu til staðfestingar styrknum.

Frá hægri, Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri, Úlfur Gunnar Kjartansson handbolti, Hulda Hrund Arnarsdóttir fótbolti, Elvar Snær Ólafsson íshokkí, Jasmín Erla Ingadóttir fótbolti, Ásgrímur Þór Bjarnason fótbolti, Andrea Jacobsen handbolti og Kristján Örn Kristjánsson handbolti.
Frá hægri, Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri, Úlfur Gunnar Kjartansson handbolti, Hulda Hrund Arnarsdóttir fótbolti, Elvar Snær Ólafsson íshokkí, Jasmín Erla Ingadóttir fótbolti, Ásgrímur Þór Bjarnason fótbolti, Andrea Jacobsen handbolti og Kristján Örn Kristjánsson handbolti.

Eftirfarandi keppnisferðir voru styrktar

  • Aron Knútsson, heimsmeistaramót U20 ára með íshokkílandsliði Íslands á Jaca á Spáni
  • Andrea Jacobsen, æfingaferð með U17 ára landsliði Íslands í handbolta til Hollands, keppti á móti U19 ára landsliði Hollands
  • Kristján Örn Kristjánsson, evrópumeistaramót U19 ára í Póllandi, tryggðu sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í handbolta.
  • Jasmín Erla Ingadóttir, fór til Finnlands að keppa vináttuleiki með U17 ára kvennalandsliðinu í knattspyrnu
  • Hulda Hrund Arnardóttir, fór til Litháen með U19 ára til að keppa í undankeppni EM 2015 í knattspyrnu
  • Elvar Snær Ólafsson, fór til Spánar með U20 ára landsliði karla í íshokkí í Jaca á Spáni
  • Ásgrímur Þór Bjarnason, fór til Moldavíu með U17 ára landsliði karla í knattspyrnu
  • Úlfur Gunnar Kjartansson, fór til Frakklands á æfingamót með U17 ára landsliði karla í handbolta

Þessi styrkveiting er vonandi komin til að vera. Við munum veita aftur styrk fyrir ferðalög á vorönn í lok þessarar annar í maí. Styrkveitingunni er ætlað að styðja við okkar efnilega landsliðsfólk úr hinum ýmsu greinum og gera því auðveldara að taka þátt í kostnaðarsömum verkefnum.

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla

One thought on “Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla veittur í 1. sinn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s