Mælingar á Handboltaskóla HSÍ vol. 2

Annað árið í röð fóru fram viðamiklar mælingar á þátttakendum Handboltaskóla HSÍ.Þátttakendur í ár voru fædd 2003 og komu frá 14 félögum, 55 strákar og 50 stúlkur. Rannsóknin er unnin með styrk frá Íþróttasjóði Rannís í samstarfi við HSÍ. Nemendur íþróttafræði Háskólans í Reykjavík hafa einnig tekið mikinn þátt í skipulagningu og framkvæmd.

Mælingarnar sem framkvæmdar voru gefa upplýsingar um;

  • frammistöðu í handboltaprófum, t.d. keppnislíkir leikir
  • frammistöðu í líkamlegum prófum, t.d. stökkhæð, skothittni og þol
  • líkamssamsetningu, t.d. hæð, faðm, lófastærð og þyngd
  • bakgrunn í íþróttum, t.d. fjöldi ára, fjöldi æfinga og fjöldi íþrótta

 

27687603395_411c649c31_o
Svig-dripplprófið. Þátttakendur drippla milli keilna sem eru staðsettar með 3m millibili. Tímataka fer af stað þegar þátttakendur fara í gegnum geislann á tímatökuhliði og stöðvar þegar þau koma til baka í gegn. Mynd eftir Jóhann G. Jóhannson

Hér að ofan til vinstri sést hluti mælingateymisins. Frá vinstri, Karl Kristjánsson, Hildur Björnsdóttir, Thea Imani, Kristján Kristjánsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir og Sveinn Þorgeirsson.

Mælingarnar gengu vonum framar og er því rík ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og gerðu þær mögulegar. Rannsakendum, HSÍ, samstarfsfólki til mælinga, þjálfurum sem sáu um helgina og svo að sjálfsögðu þátttakendum.

Vinna fer fram í sumar við að greina gögnin og setja þau upp svo hægt sé að vinna með þau. Slíkt var gert í fyrra og skilaði það skýrslu og tölum sem við höfum nú um 2001 árganginn í Handboltaskólanum sem tók þátt í fyrra.

Hér má svo nálgast skýrslu Hildar Björnsdóttur um mælingarnar sem gerðar voru í fyrra, sem unnin var í tengslum við lokaverkefni hennar við íþróttafræðisvið HR. skyrsla_HSI_hildur

Með þökk fyrir helgina

Sveinn Þorgeirsson

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s