Verkefni

Handknattleiksdeild Fjölnis

Vegferð sem sennilega hófst þegar ég byrjaði að æfa handbolta og fótbolta í Fjölni um 6 ára aldurinn. Í dag starfa ég sem yfirþjálfari yngri flokka í Fjölni og hef gert undanfarin 5 ár. Síðustu ár hefur deildinni sannarlega vaxið fiskur um hrygg. Umfangið og gæðin hafa aukist mikið og hefur það verið afskaplega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í uppbyggingunni ásamt frábæru fólki.

Screen Shot 2016-08-11 at 22.53.33

Tímabilið 2013-14 var frábært fyrir deildina. Þá varð stúlknahópur innan deildarinnar Íslandsmeistarar í 4.fl. kv eldri. Það vor fengum við viðurkenningu HSÍ, Unglingabikarinn fyrir öflugt barna- og unglingastarf. Sama dag fengum við svo afhent hvatningarverðlaun hverfisráðs Grafarvogs, Máttarstólpann 2014.

Þessi árangur væri ekki mögulegur nema fyrir tilstilli frábærs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu til að láta starfið ganga sífellt betur. Að auki hafa mörg fyrirtæki stutt okkur myndarlega. Við þökkuðum fyrir okkur með gerð þessa skiltis (eftir Loft Leifsson hjá Skaparanum) Fjölnir-HKD-2014-A-2.

Vorið 2013 fengum við viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Vinnan á bak við það fólst í ritun og uppsetningu á handbók (Námsskra_HKD_Fjölnis 2015 v3.0) sem fjallar um starfshætti og markmið deildarinnar, störf hennar og reglur. Að auki var sett saman námskrá fyrir iðkendur okkar í handboltanum. Henni er ætlað að vera rauður þráður í gegnum feril okkar íþróttamanna. Hún tilgreinir helstu markmið hvers aldurhóps (Námskrá HKD Fjölnis 2014 – útg. 2). Sú viðurkenning var endurnýjuð með nýrri handbók og námsskrá og gildir hún nú frá 2017-2021.

Fjölnir handbolta er að finna á fjolnir.is og á facebook

Meistaraflokkur karla

Að taka þátt í uppbyggingu meistaraflokks Fjölnis er mikið verk. Okkur hefur þó orðið talsvert ágengt að undanförnu og var tímabilið 2014-2015 það besta í sögu deildarinnar. Þá fór meistaraflokkur félagsins í umspil þar sem einvígi við Selfoss vannst og tryggði liðinu úrslitaeinvígi við Víkinga um laust sæti í úrvalsdeild. Sú sería fór í 5 leiki og endaði með svekkjandi tapi í Víkinni fyrir framan fleiri hundruð dygga stuðningsmenn Fjölnis. Þessi stemmning sem myndaðist er með því allra flottasta sem ég hef tekið þátt í sem íþróttamaður og er mjög þakklátur fyrir. Þetta var mikilvægt skref í átt að frekari árangri á næstu árum.

 

Fjölnir 2016: Framhald af Fjölnir 2014

Þetta byrjaði sem verkefni í háskólanámi mínu í íþróttafræðinni í HR. Verkefnið snérist í stuttu máli um að búa til brú milli þess hóps sem var þá 14-16 ára (árið 2011) og meistaraflokks. Markmiðið var að skila sem flestum leikmönnum upp í meistaraflokk með því að efla umgjörðina um okkar elstu strákahópa og gera þeim kleift að æfa og bæta sig í Fjölni. Þegar því verkefni lauk sumarið 2014 gátum við hafið tímabilið 2014-15 með lið þar sem uppistaðan voru leikmenn úr þessu verkefni, Fjölnir 2014.

Ákveðið var að búa til nýtt verkefni fyrir næsta hóp drengja og nú einnig stúlkna með sömu markmiðum. Að tryggja góða þjálfun og umgjörð svo við getum boðið okkar efnilegasta fólki verkefni við hæfi.

Hópurinn sem skrifaði undir í byrjun árs 2014

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla – verkefnisstjórn

Í janúar 2014 fékk ég það skemmtilega hlutverk að leiða afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla. Við námið eru um 100 nemendur í dag sem stunda all flestir nám við bóknámsbrautir skólanns. Nemendurnir koma úr mörgum greinum eftir að við bættum við einstaklingsíþróttagreinum sem samþykktar eru af ÍSÍ. Flestir koma þó úr fótbolta, körfubolta og handbolta.

C - Aron Gauti Sigurðar
Afreksíþróttasvið 2014-15 í Egilshöll

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla – handknattleikur

Haustið 2011 var boðið fyrst upp á handbolta innan afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla. Ég fékk það verkefni að stýra því starfi sem hefur frá upphafi reynst afar lærdómsríkt og skemmtilegt. Fyrstu tvær annirnar höfðum við 12-14 nemendur í handboltanum. Í handboltanum eru 36 nemendur.

Kjarninn í hverjum hóp hefur komið úr röðum Fjölnis, og dreifing annarra nemenda hefur verið talsverð úr röðum félaga af stórhöfuðborgarsvæðinu, af báðum kynjum. Það hefur gefið starfinu fjölbreytni og heilt yfir aukið gæðin á æfingum.

Vefslóð afreksíþróttasviðs er www.bhs.is/afreks og einnig á bhs.is.

Íþróttaakademía Fjölnis [ÍAF]

Vorið 2013 var hugmynd að ÍAF kynnt fyrir skólastjórnendum grunnskólum Grafarvogs, verkefni sem þau tóku öll vel í. ÍAF er valfag fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla sem byggðist á íþróttagrein þeirra með bóklegri kennslu. Verkefnið fékk heitið íþróttaakademía Fjölnis og var sett af stað strax um haustið.

Fyrst stóð aðeins ÍAF nemendum sem æfðu körfubolta, handbolta eða fótbolta í Fjölni að taka þátt. Starfið fyrir þessa nemendur byggir á einum bóklegum tíma í viku þar sem farið er yfir þætti er tengjast árangri, ástundun íþrótta og heilsusamlegu líferni. Þar ber helst þemu á borð við sögu Fjölnis, þjálffræði, íþróttasálfræði, næringarfræði og markmiðssetningu. Haustið 2014 var svo opnað á nemendur í einstaklingsgreinum og fá þau bóklegu kennsluna.

Samhliða þessu eru tækniæfingar í boltagreinunum, þar sem áherslan er á annað og meira en það sem hægt er að veita á hefðbundnum liðsæfingum. Starfið hefur verið fjölbreytt og var hluti námskeiðsins í formi hlaupa- og snerpuþjálfunar í samstarfi við Óskar Hlynsson í frjálsu íþróttunum í Fjölni.

ÍAF 2014-15 mynd eftir Þorgils Garðar
ÍAF 2014-15
mynd eftir Þorgils Garðar

Starfið hefur frá byrjun verið fjölmennt og hafa á bilinu 30-40 nemendur verið skráðir á hverjum tíma, flestir úr boltagreinunum þremur. Við munum þróa verkefnið áfram og vinna í samstarfi við skólana, því það er ljóst að í verkefninu eru mikil tækifæri til að efla starfið sem þegar er unnið í deildum félagsins sem og samstarf innan deilda.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið.

Ungbarnasund – Snemmtæk íhlutun í hreyfiþróun ungbarna

Eitt af mínum verkefnum innan Háskólans í Reykjavík var að aðstoða Hermund Sigmundsson í for-rannsókn á ungbarnasundi. Við vinnum í samstarfi við Snorra Magnússon sem hefur starfrækt ungbarnasund í Mosfellsbæ frá árinu 1990. Verkefnið felst í því að kanna hvort sú þjálfun sem börnin fá í ungbarnasundinu hjá Snorra hafi áhrif á hreyfiþróun þeirra utan sundlaugarinnar. Verkefnið hófst í október 2014. Haustið 2017 kom svo út grein þar sem byggt var á þessum mælingum og samstarfinu við Snorra.

Upptökur í Skálatúni
HD myndavél var notuð til að taka upp ungbarnasundið hjá Snorra

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s