Ég fékk að leika lausum hala í hlaðvarpi HR um daginn þar sem ég og Ása Guðný ræddum þessar kenningar um hreyfivistkerfi og hvernig þær gætu haft áhrif á að hvernig við þjálfum og kennum hreyfingar í framtíðinni.
Þetta eru hugmyndir sem hafa verið mér sérstaklega hugleiknar undanfarið og því frábært að fá að ræða þær á svona frjálslegan hátt, góð tilbreyting frá skrifum. Ég tel að þetta séu einhverjar þær mest spennandi hugmyndir sem komið hafa fram varðandi þjálfun lengi. Þetta er ekki hraðastigi eða annað æfingatól, heldur nýr sjónauki á hreyfingar. Hugmyndirnar að baki þessara kenninga eru ekki glænýjar, en sú aðferð að blanda þeim saman til að búa til nýjan útgangspunkt er tiltölulega ung eða frá því snemma á þessari öld.
Ég tel þetta viðtal líka vera mikilvægan útgangspunkt að ræða áður en við ræðum aðferðirnar því við verðum að þekkja grundvallarhugmyndirnar sem kalla á breyttar aðferðir. Það er af því að það er ekki hægt að ræða aðferðir í þjálfun eða kennslu strax án þess að hafa komið á framfæri á hvaða grunni slíkar breytingar eiga sér stað.
•https://sveinnthorgeirsson.com/2023/04/24/eru-10-000-endurtekningar-thversogn-i-thjalfun-hreyfinga/
Ef hlaðvarp um þessi mál heilla mæli ég með því að leita uppi þætti um ecological dynamics hjá dr. Rob Gray á þessu hlaðvarpi – https://perceptionaction.com/. Rúmlega 400 þættir. Hann er líka með öfluga youtube rás með kennsluefni um sama efnihttps://www.youtube.com/@RobGrayASU sem er mjög gagnleg.
SÞ
Pingback: Hvernig þjálfum við hið óþjálfanlega? – Sveinn Þorgeirsson