Ert til betri leið til að nota líkamsræktina? spurði blaðamaður Morgunblaðsins mig um daginn. Í sérblaði Moggans um heilsu frá því um síðustu helgi er að finna mitt stutta og klippta svar við þessari áhugaverðu spurningu.

Ég var glaður með að fá að koma að þeirri nálgun í fjölmiðil að grundvallaratriðin varðandi hreyfingu til heilsuræktar skipta mestu máli, og þau eru vel þekkt. Þau eru þó líkast til ekki þau “söluvænlegustu” skilaboðin eða það sem fólk vill heyra þegar það er að hefja æfingar. Það er þeim mun mikilvægari að þessi skilaboði komist að í fjölmiðlum og skili sér svo við föllum síður fyrir gylliboðum sem eru oftast of góð til að vera sönn.
Grunnstefið í þeim skilaboðum hlýtur að vera að áhuginn sé til alls fyrstur. Að hafa áhuga (og það má rækta þann áhuga, t.d. með markmiðasetningu) á þeirri hreyfingu sem maður kýs sér til heilsuræktar, og gera hana hreyfingarinnar sjálfrar vegna, en ekki annarra ytri hvata myndi ég segja að væri fyrsta skrefið. Flestir þurfa að prófa ýmislegt, og stundum oftar en einu sinni til að vita hvort það ákveðið form hreyfingar henti, sérstaklega með hliðsjón af getu og þjálfunarsögu hvers og eins.
Undirstaðan á bakvið góða þjálfun þegar út í hreyfinguna er komið er svo að fylgja grundvallarreglum þjálffræðinnar. Þar gildir að
þjálfunin þarf að vera gerð af nógu miklum ákafa, og að vera fjölbreytt til að áreita jafnvægi líkamans og kalla fram varnarviðbrögð. Hún þarf að vera stigvaxandi, einstaklingsmiðuð, skipulögð og hugsuð til lengri tíma.
Sveinn Þorgeirsson
SÞ