Tölfræðilegir lykilþættir á HM í handbolta?

Það er auðvelt að greina ástæður þess að eitt lið vann og annað tapaði, svona úr sjónvarpinu,- eftir á. Eða hvað? Frammistöðugreining (performance analysis) í handbolta hefur stóraukist undanfarin ár með bættu aðgengi að tölfræði leikja og meiri söfnun hennar.

Þegar niðurstöður eru greindar eftir á, út frá leikatriðum má finna þá þætti sem best aðgreina sigurvegarana frá hinum. Þessi eftir-á-aðferð getur gefið vísbendingar um mikilvægi þessara leikatriða, en gefa auðvitað enga skýringu á ferlinu á bakvið viðkomandi þætti eða tengslum þeirra í milli. En af því HM er að bresta á er því viðeigandi að kíkja á nokkur atriði.

Það hefur til dæmis komið í ljós við greiningu á leikjum á HM að betri nýting skota úr horninu, og fyrir utan 9m ásamt fleiri vörðum skotum í vörn greinir liðin sem komust í 8 liða úrslit frá hinum sem komust ekki svo langt. Þá virðist nýting í skotum úr hornum heilt yfir hafa farið batnandi og færri skot eru að jafnaði varin af vörninni (Almeida et al., 2020). Þetta myndi ég túlka sem bætta taktíska ákvörðunartöku í sókninni.

Rannsókn sem skoðaði þróun leiks á HM frá 2005 til 2019 benti á betri skotnýtingu úr gegnumbrotum, betri markvörðslu, betri nýtingu skota af 6m ásamt fleiri stolnum boltum sem einkenni þeirra liða sem komust í undanúrslitin umfram önnur lið (Meletakos et al., 2020). Það er þá eitthvað til í áherslu þjálfara á dauðafærin 🙂

Að lokum, ef við viljum reyna að spá fyrir þá tölfræðiþætti sem gætu skilað sigri liða á næstu dögum. Þá tilgreindi rannsókn á HM karla frá 2015 (Daza et al., 2017) eftirfarandi leikatriði til að auka sigurlíkurnar í þessari mikilvægisröð. Það gæti verið gaman að hafa auga með eftirfarandi þáttum í leik hjá íslenska landsliðinu á næstu leikjum á HM:

Lið þurfa að spila með…

  • færri en 12 tapaða bolta
  • færri en 12 bolta varða af markmanni andstæðingsins
  • 12 eða fleiri markvörðslur
  • 5 eða fleiri stolna bolta
Photo by Marino Bobetic on Unsplash

Áfram Ísland

Heimildir

Almeida, A. G., Merlin, M., Pinto, A., Torres, R. da S., & Cunha, S. A. (2020). Performance-level indicators of male elite handball teams. International Journal of Performance Analysis in Sport, 20(1), 1–9. https://doi.org/10.1080/24748668.2019.1694305

Daza, G., Andrés, A., & Tarragó, R. (2017). Match Statistics as Predictors of Team’s Performance in Elite competitive Handball. [Estadística del partido como predictor del rendimiento de equipo en el balonmano de élite]. RICYDE. Revista Internacional de Ciencias Del Deporte, 13(48), 149–161. https://doi.org/10.5232/ricyde2017.04805

Meletakos, P., Konstantinos, N., & Iaoannis, B. (2020). Stable and changing characteristics of high-level handball as evidenced from World Men’s Championships. Journal of Physical Education and Sport, 20(03), 1354–1361. https://doi.org/10.7752/jpes.2020.03187

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s