Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá á þemadögum skólans í síðstu viku. Þar fengu nemendur góð og hnitmiðuð innlegg úr þremur ólíkum áttum. Þemað var Svefn, æfing og næring, allt undirstöðuatriði í lífi íþróttamannsins. Dagskráin gekk vel og fór hún fram í Sambíóunum Egilshöll. Takk öll þið sem komuð að deginum og framkvæmdinni, og ekki síst, Siggu Láru, Inga Þór og Birnu sem áttu fyrirlestra dagsins.
Það fór vel um gesti í sætunum sem alla jafna eru notuð til bíósýninga. Eftir hádegi fóru svo fram umræður milli kennara og þjálfara sem koma að þjálfun íþróttafólks á framhaldsskólaaldri undir heitinu “Afreksíþróttir og framhaldsskóli”. Þar kom fagfólk víðsvegar að og umræðurnar góðar. Það sem gaf deginum alþjóðlegan blæ var heimsókn frá Danmörku frá þeim Laurits og Christian, tveimur meistaranemum með bakgrunn í handbolta. Þeir starfa sem kennarar og þjálfarar í íþróttaakademíu í Skanderborg (SHEA). Þeir kynntu starfið og komu með áhugaverða punkta frá Danmörku og út frá dvöl sinni hér á landi, mest á Selfossi sem tengist lokaverkefni þeirra félaga um afreksstarf á Íslandi.
Eftir kynningu frá þeim félögum var hópnum skipt upp í tvennt og tóku umræður hátt í 2 klst. með öllu. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þessum degi hjá okkur kærlega fyrir komuna og þátttökuna, og Þórarni frá fræðslusviði ÍSÍ fyrir aðstoðina. Þetta var frábært og mín skoðun að við ættum að gera meira af þessu.
Að lokum læt ég fylgja með nokkrar staðreyndir um hvernig sviðið hjá okkur á afrekinu er byggt upp um þessar mundir.
Þetta gekk það vel allt saman að mig grunar að þetta verði endurtekið síðar, vonandi 🙂
SÞ