Síðasta sumar framkvæmdi íþróttafræðisvið HR rannsókn á þátttakendum á Smáþjóðaleikunum 2015 sem haldnir voru í Reykjavík. Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur og þeir m.a. spurðir út í það æfingamagn sem þau gangast undir. Greinin heitir TRAINING VOLUME IN DIFFERENT SPORTS IN FUNCTION SEX AND AGE og hægt er að nálgast útdráttinn á þessari síðu http://tinyurl.com/heglhm8. Niðurstöðurnar voru kynntar á 21. ráðstefnu European College of Sport Science ECSS program nú í júlí.

302 afreksíþróttamenn (karlar, n=132; konur, n=170) tóku þátt úr 9 ólíkum íþróttagreinum, fimleikum, frjálsum íþróttum, körfubolta, blaki, strandblaki, gofli, júdó, skotfimi, borðtennis, tennis og sundi. Þátttakendur voru flokkaðir eftir íþrótt, aldri og kyni.
Helstu niðurstöður voru eftirfarandi
- Enginn munur var á milli kynjanna þegar æfingaálag var skoðað í neinni íþrótt.
- Yngri íþróttamennirnir (20 ára og yngri) æfðu mest, 16.89±4.80 klst. á meðan 21-30 ára æfðu 15.40±4.92 klst. p<.001. Elsti hópur íþróttamannanna (31 árs og eldri) æfðu minnst eða um 12.87±4.31 klst; p<.001.
- Fimleika- og sundfólk æfðu mest allra, 20.07±4.07 klst á viku og 20.13±4.17 klst./viku.
Til að setja niðurstöður í samhengi þá sjáum við að…
- Þetta æfingamagn er minna en þar sem mælt er með fyrir afreksíþróttamenn af Baker og félögum frá árinu 2003 (25-30 klst. á viku), hjá bæði körlum og konum.
- Það að yngstu íþróttamennirnir æfi mest segir okkur þó ekki alla söguna því ákefð skiptir einnig máli og hún gæti verið önnur hjá eldri hópunum (Tota et al., 2015).
- Miklar líkamlegar, tæknilegar og andlegar kröfur í sundi og fimleikum gætu útskýrt hvers vegna þessar greinar æfa mest í hverri viku.
- Að lokum. Niðurstöðurnar sýna að það er munur á æfingamagni eftir aldri og íþrótt, en ekki kyni.
Heimildir
Baker J., Cote, J., Abernethy, B. (2003). J Appl Sport Psych, 15(1), 12–25.
Laursen, P. B. (2010). Scand J Med Sci Sports, 20, 1–10.
Tota, L., Maciejczyk, M., Pokora, I., Cempla, J., Pilch, W., Pałka, T. (2015). J Hum Kinet, 49, 149-158.




Leave a comment