Þjálfarar deildarinnar áttu skemmtilegan sunnudagsmorgun um síðustu helgi. Þar fórum við yfir og endurskoðuðum námskrá deildarinnar. Það ferli var mikilvægt til að skerpa á áherslum og rifja upp uppbyggingu þeirrar kennslu sem fram á að fara.
Námsskra_HKD_Fjölnis 2015 v3.0
Hér má nálgast skjalið góða.
Breytingarnar voru fólust fyrst og fremst í félagaslegum markmiðum. Þar var meðal annars talað um að kenna mikilvæg handboltahugtök fyrir í 4.flokk. Þar er átt við orð eins og júggi, svíi, 5+1 og fleira slíkt. Annað sem lögð var mikil áhersla er að iðkendur yngustu flokkana fái hvatningu til að mæta á alla meistaraflokksleiki deildarinnar. Leikmenn eldri flokka fengju þá einnig verkefni þeim tengd að vinna úr. Dæmi um slíkt væri skráning á tölfræði fyrir einstaka leikmenn eða lið.