Skólamót handboltans haldið í sjöunda sinn!
Sunnudaginn 13. september sl. fór fram glæsilegt Skólamót Fjölnis í handbolta.
Þar mættu vel á annað hundrað nemendur grunnskóla í 1.-8. bekk og skemmtu sér vel.
Umgjörðin var góð og lögðu margir foreldrara einnig leið sína í Fjölnishús til að fylgja upprennandi íþróttafólki Grafarvogs í handboltanum. Boðið var upp á vöfflur, kaffi, djús og ávexti á mótinu og því var eitthvað fyrir alla.
Mótið er liður í því að kynna starf deildarinnar sem hefur verið í miklum vexti að undanförnu.
Til marks um það er þátttaka kvennaliðs deildarinnar í Olís deild kvenna. Þar keppa fyrir Fjölnishönd margar ungar, uppaldar og efnilegar handknattleikskonur. Allt stúlkur sem eru okkar yngstu iðkendum frábærar fyrirmyndir og verður gaman að fylgjast með í vetur. Þessar stúlkur og strákar úr meistaraflokki karla sáu meðal annars um dómgæslu og þjálfun liðanna sem tóku þátt.
Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við kynningu á mótinu
kærlega fyrir þeirra framlag. Við hlökkum svo til að taka á móti ykkur öllum í handbolta í
vetur.
