Magnað málþing um geðraskanir í íþróttum

Það var einstakt að vera viðstaddur málþing sem fram fór í HR í dag. Þar komu fram Hafrún Kristjánsdóttir, Sævar Ólafsson og Ingólfur Sigurðsson. Hafrún fór yfir rannsóknir á geðsjúkdómum meðal íþróttamanna. Það er virkilega umhugsunarvert hve tíðinin er há, sérstaklega kvíði og þunglyndi, meðal íþróttamanna og kom hún vel inn á það umhverfi sem íþróttamenn, sérstaklega afreksíþróttamenn búa við í dag. Áreitið og álagið á bestu íþróttamennina er mikið og hefur síst minnkað með samfélagsmiðlavæðingu síðari ára.

20150909_160536

Sævar átti flotta frásögn frá mjög góðu og vel unnu lokaverkefni sínu sem hann skilaði í vor. Frásögn þeirra íþróttamanna sem hann tók viðtali í verkefni sínu var mjög sterk og sýndi vel hve alvarlegt mál er hér á ferð. Sævar kom niðurstöðunum vel til skila og undirstrikaði það hve við sem samfélag, innan sem utan íþrótta berum mikla ábyrgð á hvernig þessi mál eru meðhöndluð. Ingóflur lýsti svo vel sjálfur hvernig viðmóti hann mætir sem ungur drengur með kvíðaröskun í atvinnumennsku í knattspyrnu erlendis. Það var sömuleiðis áhrifarík frásögn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s