Þá er önninni við afreksíþróttasviðið í Borgarholtsskóla að ljúka. Önnin hefur heilt yfir gengið vel og ýmislegt áhugavert átt sér stað. Nægir þar að nefna…
- Við settum styrkþjálfun inn í allar greinar, fast einu sinni í viku. Æfingar fóru fram í World Class í Egilshöll.
- Við buðum upp á íþróttasálfræði sem Hreiðar Haraldsson meistaranemi í íþróttasálfræði sá um og gerði mjög vel.
- Við sendum í fyrsta skiptið út hóp í knattspyrnunni, taldi hann 27 manns í það heila með þeim Daða Rafnssyni og Sigurði Þorsteinssyni sem fararstjórum. Sá hópur fór til Tottenham í Englandi og gerði afar góða ferð.
- Við bættum við íþróttagrein sem er vonandi komin til að vera. Vilhelm Már Bjarnason sá um íshokkíið í frábærri aðstöðu á skautasvellinu í Egilshöll.
- Í desember verða veittir styrkir til þeirra sem komust í lokahóp í landsliði í sinni grein og fóru erlendis á þeirra vegum. Þetta er nýtt og mun vafalaust koma að góðum notum.
- Í nóvember fór fram fundur með fulltrúum úr öðrum afreksíþróttasviðum á landinu. Þrjú komu frá FSu akademíunum og Kristján Ómar gat svarað fyrir Flensborg og hefur nú samanburð á okkar og þeirra starfi. Það var mjög áhugavert.
Flottri önn með flottum kennurum og glæsilegum hópi nemenda lokið. Við tekur spennandi vor!
Sveinn Þorgeirsson