Í vetur ætla ég að bjóða upp á tvennskonar þjálfun í samstarfi við Handknattleiksdeild Fjölnis. Í vor fór fram vel heppnuð tilraun til að þróa áfram Handboltahreystisverkefnið sem byggir á danskri fyrirmynd um “Handbold-fitness” fyrir fullorðna. Í þeirri þróun kom í ljós að almennari leikir áttu líka upp á pallborðið og því verður boðið upp á þetta í sitthvoru lagi með aðeins ólíkum aðferðum og áherslum.
Leikform, Egilshöll – miðvikudagskvöld kl. 20:00 / kl. 21:00 (Skráning á XPS) https://fjolnir.is/skraningakerfi/

Lýsing
Námskeiðið mun samanstanda af leikjum og fjöri ásamt styrkæfingum þar sem farið verður í fjölbreytta leiki og æfingar í sal. Þessu námskeiði mætti líkja við fullorðins-leikfimi með öllu því besta sem góð íþróttakennsla hefur uppá að bjóða. Ekkert píp-test, bara stuð.
Æfingarnar eru hugsaðar fyrir fólk á aldrinum 35-55 ára (+/-) sem hefur áhuga á að hreyfa sig í góðum félagsskap. Innanhúsíþróttaskór og íþróttafatnaður er nauðsynlegur.
Markmið
Aðalmarkmiðið er að tímarnir heppnist það vel að eftir tímann þér fari strax að hlakka til næst. Fjölbreyttir tímar sem bjóða upp á margvíslega hreyfingu og áreiti mun verða gott krydd inn í hreyfingu vikunnar hjá iðkendum. Æfingarnar hafa það að aðalmarkmiði að leiða fólk saman til að leika sér og hafa gaman á foreldravænum tíma.
Tímabil
- 12 vikur (vika 36-48)
- Fyrsta æfing er miðvikudaginn 4. september.
- Verð aðeins 16.990 kr.
- Hópar kl. 20:00 og 21:00 (sameinað ef fjöldi er ekki nægilegur)
- Minni á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
- Aauglýstir tímar geta tekið breytingum vegna dagskrár í íþróttahúsinu. Tilkynnt verður um slíkt um leið.
Umsjónarmaður námskeiðs er Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur
Handboltahreysti, Egilshöll – mánudagskvöld kl. 20:00 / kl. 21:00 (Skráning á XPS) https://fjolnir.is/skraningakerfi/

Lýsing
Þetta námskeið er tilvalið fyrir hópa og einstaklinga sem vilja hreyfa sig í gegnum leiki í jákvæðu umhverfi. Hér verða handboltalíkir leikir í forgrunni í bland við þol og styrk. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir fólk á aldrinum 35-55 ára sem hefur áhuga á að hreyfa sig í góðum félagsskap. Æfingarnar verða aðlagaðar að hópnum og það er ENGIN krafa um að kunna eða hafa æft handbolta. Mikið er lagt upp úr vandaðri upphitun til að fyrirbyggja meiðsli og niðurlagi í lok æfingar. Innanhúsíþróttaskór og íþróttafatnaður er nauðsynlegur.
Markmið
Æfingarnar hafa það að aðalmarkmiði að leiða fólk saman til að leika sér og hafa gaman á foreldravænum tíma. Í þjálfuninni verður leitast við að mæta einstaklingum þar sem þau eru með ýmsum aðferðum.
Tímabil
- 12 vikur (vika 36-48)
- Fyrsta æfing er mánudaginn 2. september.
- Hópar kl. 20:00 og 21:00 (sameinað ef fjöldi er ekki nægilegur)
- Verð aðeins 16.990 kr.
- Minni á íþróttastyrki stéttarfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
- Auglýstir tímar geta tekið breytingum vegna dagskrár í íþróttahúsinu. Tilkynnt verður um slíkt um leið.
Umsjónarmaður námskeiðs er Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur




Leave a comment