Það er ekki nema vona að spurt sé, því þetta er ákveðin nýsköpun fyrir mig að minnsta kosti. Ég hef þó lengi gengið með þessa hugmynd og nú er komið að því að prófa hana með góðu fólki. Fyrirmyndin er að nokkru leiti fengin frá Danmörku í “Handbold fitness” en líka af leikjum og þreki, aðlöguðu að fullorðnu fólki.

* ef úrslitaeinvígi Fjölnis og Þórs í mfl. kk í handbolta fer í 5 leiki þá færist tíminn 2. maí aftur fyrir prógrammið.

Uppbygging tímaseðilsins er nokkurn veginn svona:

  • Mæting, hvert og eitt byrjar að hreyfa sig úr stað
  • Stýrð upphitun, frá kyrrstöðu í hlaup og hopp, stigvaxandi með hreyfanleika og virkjun vöðva
  • Þrekstöðvar með áskorunar og leikjaívafi
  • Míní-handbolti, handboltaleikir á litlum mörkum, með mjúka bolta og varnarmmenn spila vörn án snertingar. Hér mun ég líka kynna til leiks annarskonar leiki þar sem ég nota t.d. stórbolta (120 sm í þvermál)
  • Styrkur og teygjur

Hér er allt í gangi, þrekstöðvar og tónlist

Svo er spilað með sérstaklega aðlöguðum reglum, og það er fjör 🙂 Lykilatriði er að leikurinn á að vera án snertingar.

Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi Fjölnis – XPS

https://xpsclubs.is/fjolnir/registration

Leave a comment

Velkomin!

Ég heiti Sveinn Þorgeirsson og er íþróttaunnandi, eiginmaður og þrefaldur faðir og Fjölnismaður búsettur í Mosfellsbæ.

Meira frá mér á öðrum miðlum…