Ég hef gengið með þessa hugmynd fulllengi og nú er kominn tími til að láta reyna á þetta 🙂
Í samstarfi við handboltadeild Fjölnis þá ætla ég að bjóða upp á námskeið sem byjar í lok þessa mánaðar og kallast Handboltahreysti. Þetta verkefni er að mestu að Skandinaískri fyrirmynd þar sem íþróttum og styrk er blandað saman fyrir fullorðið fólk á aldrinum 35-55 ára í leit að skemmtun og líkamlegum æfingum. Ég er í það minnsta spenntur að takast á við þetta hlakka til að mæta ykkur í Egilshöll kl. 21 að kvöldi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk eins og mig sem á ung börn.
Skráning er í gegnum vef Fjölnis og fjöldi iðkenda verður takmarkaður.

Ef einhverjar spurningar eru hafið þá endilega samband í gegnum síðuna mína á facebook
Við byrjum á fríum prufutíma fyrir mig að hitta ykkur að prófa og mig að máta nokkrar hugmyndir.
Skráning í frían prufutíma með því að gera “going” á facebook
SÞ




Leave a comment