Það er hægt að fara um víðan völl þegar við reynum að svara spurningunni “hvernig gat Guðmundur Stephensen komið aftur, 10 árum frá því að vera hættur og orðið Íslandsmeistari, – enn og aftur?”
Þegar Þórhildur Ólafsdóttir bar þessa spurningu upp í Samfélaginu á RÁS 1 við mig ákvað ég þó að prófa að styðjast við kenningar hreyfivistkerfa (ecological dynamics) til að ramma inn svarið mitt betur.
Hér er hlekkur á viðtalið sem er rúmar 18 mínútur https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl60n/endurkoma-i-ithrottum og var útvarpað 8. mars.

Hér má sjá módelið sem er notað til að steypa saman hugmyndum sem saman mynda hreyvistkerfin (ecological dynamics). Þarna höfum við þríhyrning takmarkana eftir Newell, tengt við skynjun og hreyfingar samspil Gibson í samhengi við frelsisgráðuvanda Bernstein þar sem við höfum úr mörgum hreyfingum að velja til að leysa eitt verkefni.
Hér er lítil tafla til samantektar á þeim atriðum sem koma fram í viðtalinu og hvernig þau flokkast eftir takmörkunar kenningu Newells.
Einstaklingur | Verkefni | Umhverfi |
Hugarfarslegir þættir: Reynsla í keppni, einbeiting, gleði, taktík | Óbreyttar leikreglur | Strandgata keppnisstaður |
Líkamlegir þættir: Þol, líkamlegt atgervi | Keppnisfyrirkomulag Íslandsmóts | Samkeppni |
Athygli fjölmiðla | ||
Þekking í þjálfun |
Heimildir fyrir kenningum sem stuðst er við
Gibson, J. J. (1979). The Ecological Approach to Visual Perception. Boston, MA: Houghton Mifflin.
Newell, K. M. (1986). “Constraints on the development of coordination,” in Motor Development in Children. Aspects of Coordination and Control, eds M. G. Wade, and H. T. A. Whiting, (Dordrecht: Martinus Nijhoff), 341–360. doi: 10.1007/ 978- 94- 009- 4460- 2_19
SÞ