Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem er haldin 23. – 30. september ár hvert býður ÍSÍ íþróttahéruðum og sveitafélögum að fá fyrirlestra tengda hreyfingu og íþróttum.
Það verður í boði að fá fyrirlestur um hreyfilæsi (e. Physical literacy) sem er hugmyndafræði sem hefur fengið talsverða umfjöllun erlendis undanfarin ár. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um undirstöðurnar og tengingar við grundvallarhreyfingar (fundamental movement skills). Þá verður eftirfarandi spurningum meðal annars velt upp
Fyrir hvað stendur hugmyndafræði hreyfilæsis fyrir?
Eiga hugmyndir um hreyfilæsi erindi í skólakerfið?
Hér má sjá stutt myndskeið um hreyfilæsi.
SÞ