Fyrirlestur um þjálfun á hvíldartímabili

Það var gaman að taka þátt í flottri æfingahelgi hjá BSÍ um síðustu helgi. Þar flutti ég erindi um almennar ráðleggingar um þjálfun á hvíldartímabili. Áherslur sem ég tel að íþróttafólk sem ætlar sér langt þurfi að heyra. Þarna eru mikil tækifæri til að gera vel en líka hætta á að missa niður ávinning margra mánaða vinnu. Það er því að ýmsu að huga til að íþróttafólk nái markmiðum þessa tímabils sem ég hef kallað hvíldartímabil (þar sem hvíld er aðalmarkmiðið), en á ensku er ýmist talað um transition eða jafnvel off-season. Þetta er tíminn eftir keppnistímabilið fram að næsta undirbúningstímabili, brúin milli tveggja tímabila þar sem leikmenn eru oftast látnir bera ábyrgð á eigin þjálfun.

Almennar áherslur varðandi þjálfun og skipulag æfinga á þessu tímabili voru kynntar og ræddar.
Kynningin fór fram fyrir blandaðan hóp íþróttafólks og þjálfara á íslensku en kynningarefnið sjálft á ensku fyrir þau sem hafa annað móðurmál en íslensku.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s