Það var gaman að taka þátt í flottri æfingahelgi hjá BSÍ um síðustu helgi. Þar flutti ég erindi um almennar ráðleggingar um þjálfun á hvíldartímabili. Áherslur sem ég tel að íþróttafólk sem ætlar sér langt þurfi að heyra. Þarna eru mikil tækifæri til að gera vel en líka hætta á að missa niður ávinning margra mánaða vinnu. Það er því að ýmsu að huga til að íþróttafólk nái markmiðum þessa tímabils sem ég hef kallað hvíldartímabil (þar sem hvíld er aðalmarkmiðið), en á ensku er ýmist talað um transition eða jafnvel off-season. Þetta er tíminn eftir keppnistímabilið fram að næsta undirbúningstímabili, brúin milli tveggja tímabila þar sem leikmenn eru oftast látnir bera ábyrgð á eigin þjálfun.


SÞ