Pot í bumbu íþróttafræðinga

Kveikjan að þessum skrifum er nýlegt viðtal við Guðmund Jóhannsson bráða- og lyflæknir á bráðamóttöku Landspítalans sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag og á hlaðvarpinu (viðtalið á hlaðvarpinu). Þar finnst mér Guðmundur koma með virkilega góðar áherslur á einum helsta heilbrigðisvanda velmegunarríkja, offitu. Nánar tiltekið hollt og gott mataræði og samstarf fagaðila.

Screen Shot 2016-03-20 at 00.31.01.png

Í viðtalinu kallar hann á samstarf við aðrar fagstéttir og nefnir næringarfræðinga, sjúkraþjálfara og einkaþjálfara. Þetta stóð aðeins í mér verð ég að viðurkenna, því ég er þess fullviss að hann átti við ÍÞRÓTTAFRÆÐINGA. Einstaklinga með +3ja ára háskólanám að baki í fögum tengdum hreyfingu og líkamlegri heilsu.

Það er kannski ekki skrítið að Guðmundur rugli þessu saman því við ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR höfum ef til vill ekki verið nógu dugleg við að taka þátt í umræðunni. Það hafa einkaþjálfarar (sem þurfa enga formlega menntun) hins vegar verið. Dæmi um slíkt eru ráðleggingar um þjálfunaraðferðir og mataræði sem flestar eiga það sameiginlegt að lofa miklum árangri á skömmum tíma.

Því meira sem ég hugsa um það, þeim mun meiri undrun vekur það hjá mér að íþróttafræðingar séu ekki enn skilgreindir sem heilbrigðisstétt samkvæmt lögum. Við komum að daglegri hreyfingu fólks á öllum aldri á hverjum degi í gegnum störf okkar í skólakerfinu sem kennarar og íþróttahreyfingunni sem þjálfarar og skipuleggjendur hreyfingar. Eins og við vitum er dagleg hreyfing ásamt hollri næringu undirstöður heilbrigðis. Ég læt nægja að nefna hér þrjár ástæður þess að við ættum að teljast til heilbrigðisstétta.

#1 Mikilvægi íþróttafræðinga sem málsvara heilbrigðis innan skólakerfisins verður vart um deilt. En ef einhver er enn í vafa má meðal annars benda á þessa samantekt frá Evrópusamabandinu, um mikilvægi íþrótta í skólakerfinu (9 research findings that show why education needs sport).

#2 Hlutverk okkar innan íþróttahreyfingarinnar sem þjálfara og skipuleggjenda íþróttastarfs fyrir unga sem aldna er einnig veigamikið. Hreyfingin er fjölmenn og um helmingur landsmanna var skráður í að minnsta kosti eitt íþróttafélag árið 2013 (Tölfræði ÍSÍ 2013). Þá hefur forvarnarhlutverk skipulagðra íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga hér á landi vakið athygli fyrir góðan árangur langt út fyrir landsteinana  (rannsókn Viðars Halldórssonar og félaga).

#3 Íþróttafræðingar vinna nú þegar innan heilbrigðiskerfisins og sinna áhugaverðum störfum í samstarfi við aðrar fagstéttir eins og sjá má til dæmis á meðferðargeðdeildinni Laugarásinn (Laugarásinn – meðferðargeðdeild) og Reykjalundi (fagfólk á Reykjalundi).

Íþróttafræðingar eru mikilvægur hlekkur í heilsu almennings á öllum aldri, og ættu að vera viðurkenndur aðili innan í heilbrigðiskerfisins. Slík viðurkenning gæti til dæmis birtst með þátttöku í verkefnum á borð við hreyfiseðla (hreyfiseðlar). Þar er lagt upp með að “sjúklingi er vísað til hreyfistjóra sem útbýr hreyfiáætlun í samráði við hann”. Það er mitt mat að íþróttafræðingur með 5 ára háskólanám að baki sé hæfur til að taka þátt í þessu starfi, líkt og sjúkraþjálfarar gera nú.

Að lokum fæ ég ekki betur séð en að ÍÞRÓTTAFRÆÐINGAR eigi vel heima í þeim hópi fagstétta sem þegar eru skilgreindar sem löggiltar heilbrigðisstéttir í lögum nr. 34 frá 2012;

Áfengis- og vímuefnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar (kírópraktorar), iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfjafræðingar, lyfjatæknar, læknar, læknaritarar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tannlæknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroskaþjálfar. 

Ég skora því á Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands að berjast fyrir því að íþróttafræðingar verði viðurkenndir sem heilbrigðisstétt. Því það væri svo sannarlega viðeigandi fyrir íþróttafræðinga að koma að þverfaglegu samstarfi, samfélagi okkar til heilsubótar. Þá munu Guðmundur og félagar vonandi muna betur eftir okkur.

Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og aðjúnkt við íþróttafræði Háskólans í Reykjavík

sveinn.thorgeirsson@gmail.com

 

4 thoughts on “Pot í bumbu íþróttafræðinga

 1. Íris

  Flott grein og ég hef einmitt oft velt því fyrir mér af hverju íþróttafræðingar séu ekki á sama stalli og iðju- og sjúkraþjálfarar.

  Gætir viljað laga innsláttar villuna í “Það hafa einkaþjálfarar (sem sem þurfa” það er auka “sem” þarna 🙂

  Like

 2. Atli Mar Sveinsson

  Flott grein og er alveg sammála þer en það vantar hjá þér punkt nr.4 sem eru íþróttafræðingar sem vinna við heilsuræktargeirann. Það eru fullt af goðum íþróttafræðingum sem eru að vinna a líkamsræktarstöðvum bæði sem hóp og einkaþjálfarar og koma mikið við sögu um að fa fólk til að hreyfa sig og hugsa um heilsuna.

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s