Fimmta símenntunarmót íþróttakennara í HR

Það hefur verið skortur á símenntunar-tækifærum fyrir íþróttakennara í grunn- og framhaldsskólum til að koma saman. Hautið 2023 hélt íþróttafræði HR fyrsta mótið og eru þau nú orðin 4 og það fimmta á fimmtudaginn næsta 14. ágúst kl. 13:00. Megináherslan hefur verið á grunnskólann hingað til. Framhaldsskólinn fær eitt erindi á þessu móti sem framundan er og áður hafa verið erindi miðuð að leikskólanum.

Erindin eru sem fyrr fjölbreytt og uppleggið í formi stuttra erinda með opnu fyrir umræðu að loknu hverju erindi. Snar þáttur í þessu framtaki er svo einfaldlega þessi vettvangur að koma saman á forsendum faggreinarinnar, ræða og deila hugmyndum.

Erindin eru öllum opin og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í HR á þessi erindi. Aðgangur er ókeypis sem áður og biðjum við ykkur um að melda ykkur hér á viðburðinum á facebook svo hægt sé að áætla rétta stærð stofu og veitingar.

https://www.facebook.com/events/3621503987982841

Að finna rétta tímasetningu er alltaf snúið þar sem starfsdagar íþróttakennara á ólíkum stigum og sveitarfélögum eru ekki samræmdir. Erindin hafa verið tekin upp og við höfum getað deilt erindunum eftir óskum frá þeim sem eiga þess ekki kost að koma á svæðið.

með bestu kveðju fyrir hönd HR teymisins

Sveinn Þorgeirsson,

umsjónarmaður MEd línunnar við íþróttafræðideild HR

Leave a comment

Velkomin!

Ég heiti Sveinn Þorgeirsson og er íþróttaunnandi, eiginmaður og þrefaldur faðir og Fjölnismaður búsettur í Mosfellsbæ.

Meira frá mér á öðrum miðlum…