Svona hljómaði tilnefning sem barst á tölvupóstfangið kennsluvidurkenning@ru.is frá skólastjóra grunnskóla í tengslum við viðurkenningu íþróttafræðideildar HR fyrir frábært námsmat í skólaíþróttum:
“… er fagmannesja fram í fingurgóma og hugsar íþróttakennsluna frá upphafi til enda, þ.m.t. námsmatið sem hæfnimiðað, einstaklingsmiðað og faglegt. … hefur starfað sem íþróttakennari í tæp 30 ár og er því mjög reynslumikill kennari. Í mínum huga er hann framúrskarandi kennari sem nýtir námsmatið í þágu nemenda, hann veit hvar styrkleikar nemenda liggja og leggur áherslu á hvetjandi námsmat fyrir einstaklinginn. “
Við höfðum samband við íþróttakennarann og óskuðum eftir að viðkomandi myndi skila inn gögnum til að meta til viðurkenningar! Um verkefnið er fjallað í þessari frétt á http://www.ru.is og hér eru upplýsingar um viðburðinn 28. maí þar sem viðurkenningar verða afhentar: https://www.facebook.com/events/679720447932137
Þetta framtak kemur á sama tíma og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er að birta upplýsingar um endurskoðaða aðalnámsskrá í skólaíþróttum og kennarar eru að komast á lokametrana í sínu námsmati fyrir veturinn – nóg að gera. Því er gott að það tekur bara skamma stund að sækja um 🙂
Af hverju ættu íþróttakennarar að taka þátt?
Ef þú hefur lagt metnað í að þróa námsmat í skólaíþróttum sem styður við fjölbreyttar þarfir nemenda, tengir við hæfniviðmið aðalnámskrár og stuðlar að jákvæðu námsumhverfi — þá áttu erindi með umsókn!
Viðurkenning íþróttafræðideildar HR fyrir námsmat í skólaíþróttum er nýtt framtak sem heiðrar kennara sem hafa leitað skapandi og faglegra leiða til að meta nám nemenda í fagi sem skiptir máli. Með þátttöku leggur þú þitt af mörkum til að efla umræðu, deila góðum lausnum og styrkja fagleg vinnubrögð innan stéttarinnar.
Hvernig tekurðu þátt?
Ef þú ert kennari:
• Fylltu út umsóknarsniðmátið sem má finna hér að neðan:
• Sendu umsóknina ásamt viðeigandi viðhengjum á netfangið: kennsluvidurkenning@ru.is fyrir umsóknarfrestinn 6. maí 2025.
Ef þú veist um kennara sem á skilið að fá viðurkenningu:
• Sendu tilnefningu með stuttri lýsingu og tengiliðaupplýsingum á sama netfang. Við höfum samband við viðkomandi og færum þeim hrósið og beiðni um að senda inn umsókn 🙂
Öllum umsóknum verður svarað, og valin verkefni verða kynnt þann 28. maí 2025 í HR. Þetta er einstakt tækifæri til að sýna og læra af því sem vel er gert.
Sæktu um — og vertu hluti af faglegri uppbyggingu skólaíþrótta! 💪📚
SÞ





Leave a comment