Kæru íþróttakennarar!
Nú er að hefjast rannsókn sem miðar að því að dýpka skilning okkar á störfum íþróttakennara á Íslandi. Þátttaka ykkar er ómetanleg til að varpa ljósi á fagið okkar.
Markmið rannsóknarinnar:
• Kanna upplifað virði kennara fagsins, starfsaðstæður og ánægju í starfi meðal annars.
Af hverju ættir þú að taka þátt?
• Framlag til vísinda: Þín reynsla mun hjálpa til við að bæta skilning og þróun íþróttakennslu á Íslandi. Það er mikil vöntun á upplýsingum um stöðu fagsins og þetta verkefni er eitt af fyrstu skrefunum í því að bæta úr því.
Öryggi og trúnaður:
• Nafnleynd: Svör þín eru ópersónugreinanleg og meðhöndluð með fyllsta trúnaði.
• Geymsla gagna: Gögn eru geymd á öruggan hátt og aðeins aðgengileg rannsakendum.
Hvernig tekur þú þátt?
• Aðgangur: Smelltu á eftirfarandi hlekk til að hefja könnunina sem ætti að taka um 10 mínútur að svara: HLEKKUR Á RANNSÓKN Á STÖRFUM ÍÞRÓTTAKENNARA
Við vonumst til að sem flestir íþróttakennarar taki þátt svo við getum fengið niðurstöður sem endurspegla aðstæður hér sem best.
Kærar fyrirfram þakkir fyrir framlag þitt til vísinda.
dr. Sveinn Þorgeirsson og dr. Ingi Þór Einarsson
Íþróttafræðideild, Háskólans í Reykjavík
#Rannsókn #Íþróttakennarar #Skólaíþróttir #HáskólinníReykjavík #íþróttafræðiHR #námsmat #skóli #grunnskóli #menntun #HR #rannsókn #kennsla





Leave a comment