Núna í mars fór fram ráðstefna á netinu þar sem ég ásamt samstarfsmönnum og leiðbeinanda í doktorsnáminu mínu birtum útdrátt að rannsókn sem við gerðum nýlega. Viðfangsefnið var að skoða áhrif 2ja mínútna brottvísana á markaskor, fyrir og á meðan á 2ja mínútna brottvísun stendur (bæði karla og kvenna). Gögnin eru frá HBStatz og ná yfir síðustu fimm tímabilum í Olísdeildum karla og kvenna. Hér má sjá tiltölulega stutta kynningu sem ég tók upp fyrir ráðstefnuna. https://journal.aesasport.com/index.php/AESA-Conf/article/view/474

Hér er sjálfur útdrátturinn til að skoða á pdf formi.

Allar athugasemdir og pælingar um framtíðarviðfangsefni eru vel þegnar.

með kærum þökkum til meðhöfunda

Leave a comment

Velkomin!

Ég heiti Sveinn Þorgeirsson og er íþróttaunnandi, eiginmaður og þrefaldur faðir og Fjölnismaður búsettur í Mosfellsbæ.

Meira frá mér á öðrum miðlum…