Ég ætla að bjóða upp á sérsniðna fyrirlestra og hópefli á Íþróttaviku í haust. Ef þið hafið áhuga á að fá þessa fyrirlestra eða verklegan stórboltatíma eru þið hvött til að hafa samband við mig í tölvupósti sveinn.thorgeirsson@gmail.com.
Sérsniðnir fyrirlestrar með áherslu á þjálfun og kennslu íþrótta
Ég hef umtalsverða reynslu sem kennari á háskóla- og framhaldsskólastigi og kennt fjölbreytta áfanga sem tengjast kennslufræði, þjálffræði, hreyfiþróun og námi, afkastamælingum og fleiru. Ég hef gaman af því að bjóða upp á sérsniðið efni sem passar vel fyrir markhópinn hverju sinni. Endilega sendið mér óskir á netfangið mitt sveinn.thorgeirsson@gmail.com.

Stórboltahópefli fyrir framhaldsskóla og íþróttafélög (verklegt innandyra í 30-60 mínútur)
Farið verður í valda hópeflisleiki með mjög stórum bolta undir minni handleiðslu. Tíminn fer fram innandyra fyrir hópa frá 10 og upp í 50 manns. Nánari útfærsla er samkomulagsatriði.

Nánar um verkefnið:
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Í vikunni sameinast Evrópubúar undir slagorðinu #BeActive.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Hér má skoða heimasíðu BeActive www.beactive.is og Facebook https://www.facebook.com/beactiveiceland
SÞ





Leave a comment