Það var heiður að fá að taka þátt í Vísindakakói Rannís laugardaginn 29. mars og flytja stutt erindi um hvernig vísindin líta út í íþróttafræðunum fyrir viðstadda. Erindið var sniðið að börnum og fjölskyldum sem hafa áhuga á að kynnast vísindum. Við í íþróttafræðinni erum til dæmis sjaldnast í hvítum rannsóknarsloppum!

Við rýndum hvernig mælingar á sviðum eins og þoli, styrk og stökkhæð geta veitt okkur innsýn sem skiptir máli í þjálfun íþróttafólks og almennings.

Takk fyrir gott spjall, skemmtilega umræðu og hlýjar móttökur!

Leave a comment

Velkomin!

Ég heiti Sveinn Þorgeirsson og er íþróttaunnandi, eiginmaður og þrefaldur faðir og Fjölnismaður búsettur í Mosfellsbæ.

Meira frá mér á öðrum miðlum…