Það var virkilega fróðlegt að heyra Ólaf Björn landsliðþjálfara og afreksstjóra GSÍ tala af og miðla reynslu sinni af nálgun foreldra við golfiðkun barna. Virkilega flott erindi sem ég mæli með að þið kíkið á. Það er að finna í seinni hlutanum í þessari upptöku sem hægt er að nálgast í gegnum frétt GSÍ um málþingið góða.
Ég fékk sjálfur að tala um margt af því sem ég brenn fyrir í fyrri hlutanum eins og undirstöður hreyfináms, áherslur í þjálfun eftir aldri og sérhæfingu. Ég náði líka að koma aðeins inn á störf okkar í HR sem eru tengd þessu viðfangsefni.
Fyrst kom ég inn á samstarf HR og Abler um greiningu á gögnum um íþróttaþátttöku barna og unglinga hér á landi. Upptöku af kynningu Prófessors dr. Peter O´Donoghue er að finna í neðangreindum hlekk. Mjög áhugaverð greining sem hægt væri að ræða fram og aftur.
PAPESH/Abler (2023), Training attendance and attrition in sport: Golf, Presentation, https://reykjavik.instructuremedia.com/embed/8d9d237e-0e54-459f-9f38-4e80d2385fa0, Sports Participation and Attendance: an Icelandic Sports Fund project.
Þá benti ég líka á frábært viðtal Daða Rafnssonar í Íþróttarabbi, hlaðvarpi íþróttafræðinnar við HR við dr. Paul Wylleman. Hann er einn sá fremsti þegar kemur að sálfræði íþróttafólks á íþróttaferlinum.
SÞ




Leave a comment