Í útdrætti sem var kynntur á ráðstefnu á netinu nýlega reyndi ég ásamt kollegum mínum að varpa ljósi á áhrif þess að vörnin nái fríköstum og hvort hún fengi þá færri mörk á sig fyrir vikið? Hér má nálgast kynninguna og útdráttinn sjálfan á netinu: https://www.aesasport.com/conference/2024/481/index.html.
Þessi útdráttur gefur innsýn í þá þætti sem við höfum verið að horfa til og er einmitt á því stigi að við tökum vel í athugasemdir og ábendingar. Ferlið sem tekur við er svo að vinna meira og betur úr þessari hugmynd og fleirum og birta að lokum grein um rannsóknina sem hefur þá fengið tíma til að vaxa og verða betri.
Vona að þetta veki áhuga hjá ykkur og hlakka til að heyra frá ykkur,
með handboltakveðju,
SÞ




Leave a comment