Ráðgjöf
Fyrir íþróttafólk, þjálfara og íþróttafélög. Gerð æfingaáætlanna til lengri (mánaðar- og ársáætlanir) og styttri tíma (tímaseðlar) fyrir hópíþróttir. Þarfagreiningar, áherslur í uppbyggingu æfingaálags og endurmat. Val á aðferðum til mælinga á líkamlegum og frammistöðutengdum þáttum.
Fyrirlestrar og kennsla
Sérhæfi mig í fyrirlestrum tengdum þjálfun og hreyfifærni íþróttafólks, mælingum og þjálffræði. Sérútbúnir fyrirlestrar fyrir íþróttafélög, þjálfara og iðkendur eftir óskum. Tilbúnir fyrirlestrar tengdum þjálfun og þróun ungs íþróttafólks, áherslur í þjálfun barna og unglinga og nýja áhugaverða sýn á þjálfun færni í íþróttum. Hægt er að útfæra vinnustofur í kringum fyrirlestrana með samvinnu og umræðum.
Þjálfun
Sérútbúin æfingaáætlanir í samræmi við markmið auk líkamlegra frammistöðumælinga eins og við á. Öll þjálfun fer fram í samstarfi við þjálfara viðkomandi.
Hægt er að óska eftir tilboðum og spyrja spurninga með því að hafa samband í tölvupósti í gegnum sveinn.thorgeirsson@gmail.com



