Svefn, æfing og næring – endurtaka?

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá á þemadögum skólans í síðstu viku. Þar fengu nemendur góð og hnitmiðuð innlegg úr þremur ólíkum áttum. Þemað var Svefn, æfing og næring, allt undirstöðuatriði í lífi íþróttamannsins. Dagskráin gekk vel og fór hún fram í Sambíóunum Egilshöll. Takk öll þið sem komuð að deginum og framkvæmdinni, og ekki síst, Siggu Láru, Inga Þór og Birnu sem áttu fyrirlestra dagsins.

Screenshot 2019-02-13 at 16.44.33

IMG_5329

Það fór vel um gesti í sætunum sem alla jafna eru notuð til bíósýninga. Eftir hádegi fóru svo fram umræður milli kennara og þjálfara sem koma að þjálfun íþróttafólks á framhaldsskólaaldri undir heitinu “Afreksíþróttir og framhaldsskóli”. Þar kom fagfólk víðsvegar að og umræðurnar góðar. Það sem gaf deginum alþjóðlegan blæ var heimsókn frá Danmörku frá þeim Laurits og Christian, tveimur meistaranemum með bakgrunn í handbolta. Þeir starfa sem kennarar og þjálfarar í íþróttaakademíu í Skanderborg (SHEA). Þeir kynntu starfið og komu með áhugaverða punkta frá Danmörku og út frá dvöl sinni hér á landi, mest á Selfossi sem tengist lokaverkefni þeirra félaga um afreksstarf á Íslandi.

Screenshot 2019-02-16 at 13.32.38

Eftir kynningu frá þeim félögum var hópnum skipt upp í tvennt og tóku umræður hátt í 2 klst. með öllu. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þessum degi hjá okkur kærlega fyrir komuna og þátttökuna, og Þórarni frá fræðslusviði ÍSÍ fyrir aðstoðina. Þetta var frábært og mín skoðun að við ættum að gera meira af þessu.

IMG_4281

Að lokum læt ég fylgja með nokkrar staðreyndir um hvernig sviðið hjá okkur á afrekinu er byggt upp um þessar mundir.

afr stadreyndir

Þetta gekk það vel allt saman að mig grunar að þetta verði endurtekið síðar, vonandi  🙂

Vísindalegt vinkilskot

Við höfðum ærið tilefni til að fagna í síðustu viku þegar stelpurnar okkar skutu Aser­baíd­s­an á kaf með ótrúlega stórum sigri og tryggðu þar með tryggðu umsspilssæti í undankeppni HM.

Önnur góð ástæða fyrir handboltaunnendur til að gleðjast er hvernig samstarf HR og HSÍ er farið að bera vísindalegan ávöxt. Fyrr á þessu ári birtist grein eftir nokkra kennara íþróttafræðisviðs HR undir stjórn Jose Saavedra með landsliðsþjálfaranum Axeli Stefánssyni um líkamlega þætti, þrek og skothraða A- og yngri kvennalandsliða Íslands. Greinin birtist í tímaritinu The Journal of Strength & Conditioning Research fyrr á þessu ári.

screenshot-2018-12-06-at-13-54-49.pngÍ greininni, sem er að okkar bestu vitund sú fyrsta sem fjallar um líkamsbyggingu, þrekþætti og skothaða kvennaliða og ber frammistöðu saman eftir aldri. Alls tóku 80 landsliðskonur þátt (18.2 ± 4.0 ára meðalaldur) úr A, U19, U17 og U15 ára liðunum. Tölfræðireikningar voru gerðir til að greina hvort munur væri milli liðanna í prófunum og hvaða próf greindu best milli byrjunarliðsmanna og varamanna í hverju liði. Þá var fylgni reiknuð milli frammistöðu í ólíkum prófum.

Niðurstöðurnar sýndu að munur var á milli A liðsins og U19 ára á jafnfætisstökki (CMJ), 3 kg boltakasti, og Yoyo IRT L2 þolprófi. Til að greina á milli byrjunarliðsmanna og varamanna reyndist þyngd og BMI stuðullinn spá best fyrir hjá A-liðinu (76% rétt) og 30m sprettur og 7m kasthraði hjá U19 ára liðinu (90% rétt). Að auki má segja að frammistaða í 7m og 9m kasti (með 3ja skrefa atrennu) fylgist að við hvort annað, hæð, þyngd, lóðrétta stökkhæð (CMJ) og 3 kg boltakasti með lítilli til meðalmikilli fylgni. Meðal annarra niðurstaðna var sú að lóðrétt stökkhæð hafði fylgni við alla aðra þætti mælda nema hæð og  BMI stuðulinn.

Umræður. Ein tilgáta okkar var sú að A liðið myndi standa sig best af öllum liðum í öllum þeim mælingum sem lagðar voru fyrir. Sú tilgáta stóðst ekki. Í reynd var það aðeins Yoyo prófið og þyngd þar sem A liðið var marktækt hærra en yngri landsliðin. Út frá þessum punktum og mörgum öðrum sem fram koma í greininni er hægt að hefja umræðu um líkamlega þætti landsliðsfólks okkar. Höfundar telja að greinin geti verið gott innlegg og aukið þekkingu þjálfara og handboltasamfélagsins á okkar bestu og efnilegustu handknattleikskonum.

Fleiri greinar eru í farvatninu og það verður gaman að fá að deila niðurstöðum þeirra á næstu misserum. Ég lít svo á að það sé okkar skylda að koma þessum niðurstöðum áfram og inn í umræðuna. Sér í lagi þar sem aðgangur að greininni er því miður gegn gjaldi á þessari síðu (Hlekkur á greinina).

Hér er svo hlekkur á fréttina með samantekt rannsóknarinnar á síðu háskólans RU.is

KKÍ með stóra og flotta helgi!

Helgin síðasta var mjög skemmtileg. Háskólinn í Reykjavík og KKÍ eru í samstarfi um kostaða meistaranámsstöðu og mælingar á kvennalandsliðum. Tengt þeirri vinnu hélt ég kynningu fyrir þjálfara á 3ja þjálfarastigi KKÍ um mælingar og þjálfun þar sem við unnum verklegt og fræðilegt í bland.

Síðar um daginn hélt ég svo stutt erindi fyrir leikmenn yngri landsliða KKÍ um hvernig ráðlagt er að æfa á hvíldartímabili, þegar þau eru hvorki á æfingum með landsliði eða félagsliði. Aðstaðan þar sem kennslan fór fram í var einnig frábær, – við fengum Ólafssal að Ásvöllum til afnota, glænýr og flottur, – til hamigju Haukar!

34258977_1668512919911533_4466052546527494144_n
Frá kynningu minni fyrir leikmenn yngri landsliða KKÍ, karla og kvenna.

Þakk kærlega fyrir mig!

Of “gott” til að vera satt í 12-58% tilvika: Hvað leynist í þínu fæðubótarefni?

Nú eru eflaust margt íþróttafólk farið að huga að æfingum á undirbúningstímabili (vetraríþróttir) á meðan sumaríþróttirnar reyna að hámarka frammistöðu á því keppnistímabili sem framundan er. Notkun á fæðubótarefnum er mjög algeng og viðist vera að aukast ár frá ári, en ekki er allt sem sýnist í þeim málum. Efnum sem hvergi er getið utan á umbúðum er reglulega laumað í efnin sjálf, sum hver ólögleg sem getur sett íþróttafólk í mjög slæma stöðu sé það tekið í lyfjapróf. Íþróttamaðurinn ber jú alltaf ábyrgð á því sem hann tekur inn.

Hér er rannsókn sem vert er að vitna í og titilinn er fenginn frá. Þar voru niðurstöður marga rannsókna teknar saman og niðurstaðan að ólöleg efni leynast í 12-58% fæðubótarefna.

Screen Shot 2018-04-10 at 00.44.38.png

Tengill á greinina í greinasafni

 

Það er vandlifað, og hér er ein síða sem getur aðstoðað íþróttafólk við að athuga hvort varan sem það er að nota innihaldi ólögleg efni.

informed_choice2

Tengill á vefsíðu samtakana – informed-choice.org

Æfingaálag íþróttafólks Smáþjóðaleikanna 2015

Þessi rannsókn var nýlega birt og fjallar um æfingaálag í nokkrum mismunandi íþróttum. Rannsóknin var gerð á íþróttafólki sem tók þátt á Smáþjóðaleikunum 2015.

Hér má sjá samantekt á greininni:

PAPESH Team (Jose M. Saavedra, Sveinn Þorgeirsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Kristján Halldórsson, Margrét L. Guðmundsdóttir, Ingi Þ. Einarsson) have published an article in the Montenegrin Journal of Sports Science and Medicine. This peer-reviewed journal is indexed in Emerging Sources Citation Index (Clarivate Analytics before Thomson Reuters) and PubMed.

The objective of this study was to analyse the volume of training in several sports as a function of sex and age.  The study sample consisted of 302 sportspersons (men, n=132; women, n=170) who participated in the 16th Games of the Small States of Europe (1st to 6th June 2015) in representation of nine countries.  The subjects practised the following sports: artistic gymnastics, athletics, basketball, beach volleyball, golf, judo, shooting, swimming, table tennis, tennis, and volleyball, and were classified by sex, sport, and age (younger: ≤20 years; intermediate: from 21 to 30 years; older: ≥31 years. Neither interactions between the groups nor differences depending on sex were found in the training volumes, but the older the sportsperson the lower the training volume (days per week, and total time per week).  The sports with the greatest training volumes were artistic gymnastics and swimming, while those with most competitions per year were basketball and volleyball.

 Nánar hér: Tengill á síðu www.mjssm.me

 

Comparison of tr vol in diff el sports acc sex age sport.png

Takk fyrir mig Grindavík

Vildi þakka aðstandendum viðburðarins kærlega fyrir að bjóða mér að vera með. Þetta var frábær kvöldstund sem vonandi hefur svarað einhverjum spurningum en kannski ennfremur vakið einhverjar góðar varðandi hvernig við ættum að standa að þjálfun barna og unglinga.

Frábært að koma til Grindavíkur og vel tekið á móti okkur fjölskyldunni!

Screen Shot 2018-03-19 at 23.27.09.png

Umræðan heldur áfram

Hér er örstutt viðtal við mig á K100.5 í aðdraganda RIG ráðstefnunnar.

https://k100.mbl.is/brot/spila/2827/

Hér er svo ráðstefnan sjálf með öllum mælendum.

17:00 Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setur ráðstefnuna.

17:05 Dr. Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við HÍ: Árangur- og hvað svo? Íslenskt íþróttafólk hefur á síðustu misserum náð eftirtektarverðum árangri. En hvaða áhrif kann þessi árangur að hafa á væntingar, áherslur og skipulag í íþróttum barna og ungmenna hér á landi?

17:20 Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir dósent í íþrótta- og heilsufræði, HÍ: Svefn eða æfing? Svefn hefur áhrif á líðan og frammistöðu en íþróttaæfingar geta líka haft áhrif á svefn. Er æskilegt fyrir ungmenni að stunda æfingar snemma að morgni?

17:35 Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt í íþróttafræði við HR: Sérhæfing ungs fólks í íþróttum. Sérhæfing í íþróttum er nauðsynleg til að ná toppárangri í hvaða íþróttagrein sem er. Hvaða þjálfun telst til sérhæfingar og hvenær er æskilegt að hefja sérhæfingu í íþróttum? Er þjálfunarumhverfi ungs íþróttafólks að breytast á Íslandi?

17:50 Sólveig Jónsdóttir: Markvisst starf og lágmörkun brottfalls Umhverfi fimleikafólks hefur breyst mikið á undanförnum árum þar sem að framboð fimleikagreina hefur aukist. Er hægt að skipuleggja betur afreksþjálfun í fimleikum á sama tíma og líftími hvers íþróttamanns í fimleikum lengist?

18:05 Daði Rafnsson, knattspyrnuþjálfari. Við eigum helling inni. Blómaskeið er í íslenskri knattspyrnu. Við eigum hins vegar helling inni þegar kemur að afreksþjálfun. Getum við orðið enn betri?

18:20 Pallborð. Ingvar Sverrisson stýrir. Í pallborði sitja fyrirlesarar.

Fyrri hluti

Snemmbær afreksþjálfun barna – Fyrri hluti from ISI on Vimeo.

Seinni hluti

Snemmbær afreksþjálfun barna – Seinni hluti from ISI on Vimeo.

Snemmbær sérhæfing í íþróttum: Sápukúlufaraldur

Íslenskt íþróttalíf hefur hlotið verðskuldaða heimsathygli á undanförnum misserum fyrir árangur í keppni fullorðinna í afreksíþróttum. Athyglin hefur beinst að því starfi sem unnið er í íþróttafélögunum, því hér hefur tekist að mynda nokkur frábær lið í hópíþróttum á fámennu landi. Það er ljóst að leiðin á stórmót hefur verið mörkuð og fyrirmyndirnar eru fyrir allra augum. Að vera íþróttafræðingur á þessari gullöld íslenskra íþrótta eru einstök forréttindi.

Breytingar sem orðið hafa á íþróttaþátttöku barna á undanförnum áratugum eru miklar. Minna er um frjálsan leik barna, því í stað þess er komið skipulagt íþróttastarf í umsjón fullorðinna. Þróunin hefur einnig verið í þá átt að deildir íþróttafélaganna bjóða upp á æfingar fyrir sífellt yngri iðkendur og í fleiri mánuði á hverju ári, og margar íþróttir í dag því orðnar heilsárs.

Sérhæfing í íþróttum er hugtak sem notað er í tengslum við þjálfun um þær æfingar sem líkjast keppnisformi viðkomandi íþróttagreinar mjög eða alveg. Þá er viðkomandi íþrótt æfð í 8 mánuði eða lengur á ári og engar aðrar íþróttir stundaðar samhliða. Sérhæfðar æfingar eru algjör forsenda mikils árangurs í íþróttum á fullorðinsárum. Því mætti halda að besta leiðin að sigrum og árangri á fullorðinsárum sé einmitt að hefja mikla sérhæfingu strax frá unga aldri. Staðreyndin er þó önnur.

Í þessum pistli er spjótunum beint að áhrifum þess að beita aðferðum sérhæfingar í íþróttum of snemma í þjálfun barna. Snemmbærri sérhæfingu er hægt að lýsa á eftirfarandi hátt.

 • Mikið magn æfinga miðað við aldur
 • Þjálfun miðast við eina íþrótt sem er stunduð í 8 eða fleiri mánuði á ári
 • Einhæf þjálfun, sem miðar að bættum árangri í afmarkaðri færni (þjálfun líkist þeirri sem fullorðnir stunda) á kostnað fjölbreyttrar grunnþjálfunar
 • Mikil áhersla á keppni og að sigra

Afleiðingar snemmbærar sérhæfingar eru vel þekktar og lítt umdeildar. Flestum fræðimönnum ber saman um að þær hafi eftirfarandi áhrif.

 • Skjótar frammistöðubætingar
 • Besta árangri náð um 15 -16 ára
 • Óstöðugleiki í frammistöðu í keppni
 • Hátt hlutfall kulnunar og brottfalls
 • Aukin áhætta á álagsmeiðslum vegna ófullnægjandi líkamlegs undirbúnings

(Bompa og Haff, 2008)

Aftur á móti eru eftirfarandi einkenni þeirra íþróttamanna sem fá fjölbreyttan bakgrunn og sérhæfingu á réttum tíma.

 • Hægari frammistöðubætingar
 • Besta árangri náð eftir 18 ára þegar líkamlegum þroska er náð
 • Stöðugri og betri frammistaða í keppni
 • Lengri ferill í íþróttum
 • Færri meiðsli er niðurstaða betri þjálfunar og undirbúnings

(Bompa og Haff, 2008)

Við þjálfun barna og unglinga skal hafa langtímamarkmið að leiðarljósi. Með framtíð einstaklingsins, eftir 10 eða 20 ár í huga, verða ákvarðanir um hvernig haga skal þjálfun á barnsaldri einfaldar. Íþróttahreyfingin er gríðarstór og nær til fjögurra af hverjum fimm einstaklingum í 5. bekk sem stunda æfingar með íþróttafélagi einu sinni eða oftar í viku (samkvæmt skýrslu R&G Ungt fólk frá 2015). Með þessari miklu þátttöku fylgir mikil ábyrgð.

Nokkur módel hafa verið sett fram til útskýringar á áhersluþáttum hvers tímabils. Þar má nefna Long term athlete development módelið frá Kanada, og The Youth Physical Development Model. Þessi módel gefa ágæta hugmynd um áhersluþætti hvers tímabils en það hefur þótt skorta gallharðar langtímarannsóknir til stuðnings.

Öll þjálfun er sérhæfð, að því leiti, að við verðum aðeins betri í því sem við æfum okkur í. Í þjálfun barna er mikilvægt að áherslan beinist að fjölbreyttum grunnhreyfingum líkt og hlaupum, köstum, spörkum, stökkum og svo framvegis. Þetta eru hreyfingar sem margar íþróttir eiga sameiginlegar og því nýtist þjálfunin sem undirstaða síðar meir.

Dæmi um mikla sérhæfingu væri snúningsskot í handbolta. Að nota mikinn tíma í snúningsskot á æfingum barna er dæmi um tíma illa varið. Af hverju? Vegna þess að slík færni væri aðeins líkleg til að nýtast a) örfáum einstaklingum b) í handbolta c) í tiltölulega fáum tilfellum í keppni. Með öðrum orðum, þessi færni nýtist einstaklingnum lítið sem ekkert í öðrum íþróttum eða annarri hreyfingu kjósi hann á unglingsárunum að stunda aðra íþrótt eða hreyfingu en handbolta.

Texti einkennislags knattspyrnuliðsins West Ham hljómar svo

I’m forever blowing bubbles,
Pretty bubbles in the air,
They fly so high,
Nearly reach the sky,
Then like my dreams,
They fade and die.

og hér kemur tengingin. Að ná árangri í íþróttum sem barn og unglingur, er engin ávísun á framtíðarárangur,- sérstaklega ekki ef árangurinn er tilkominn vegna snemmbærar sérhæfingar. Það er ágætt að hafa í huga að á kynþroskaaldrinum verða miklar líkamlegar breytingar sem nema tugum og hundruðum prósenta í frammistöðu á aðeins örfáum árum (Pearson, 2006). Þessar breytingar geta gjörbreytt þeim möguleikum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir í íþróttum að loknum kynþroska. Vegurinn frá sigri á Pollamótinu í atvinnumennskuna er því langur, strangur og óútreiknanlegur.

Þjálfun snýst um að veita rétt áreiti á réttum tíma. Í flestum íþróttum ætti sérhæfing að hefjast seint á kynþroskaskeiðinu og um það eru flestir sammála. Í fyrsta lagi við 13 ára aldur og af fullum þunga um 16 ára sé ætlunin að ná hámarksárangri (sem unglingar ættu að fá að velja um að gera, eða taka þátt af áhugamennsku) (Brenner, 2016, Feeley o.fl., 2016, Lloyd og Oliver, 2012 og Jayanthi o.fl., 2013). Snemmbær sérhæfing í íþróttum barna er því sem fögur sápukúla sem blásin er upp og fer fljótt á flug, fangar augað og er spennandi. En sápukúlur líkt og draumar um afrek og árangur í íþróttum geta á augabragði orðið að engu.

Áður en sérhæfð þjálfun er aukin verulega er mikilvægast að börn og unglingar fái góðan grunn sem mun gagnast þeim sem fullorðið íþróttafólk. Ennfremur að vera góðir samfélagsþegnar sem hafa tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl og eru til í að senda börnin sín í íþróttir fyrir öll þau góðu áhrif sem þær veita. Því hvert var annars markmiðið?

Við erum svo heppin að hér á landi eigum við heilmikið af góðum, reyndum og menntuðum þjálfurum sem eru flinkir í að finna og búa iðkendum sínum til verkefni við hæfi. Afreksíþróttafólk verður til, þrátt fyrir að við hlúum að grunninum hjá 6-12 ára (Cote, 2009) börnum sem sækja hjá okkur æfingar. Framtíðarárangur byggir á flóknu sambandi líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta (Baker, 2003). Okkur ber að stuðla að því að börnin fái að prófa ólíkar íþróttir og fái að velja síðar meir eftir eigin áhuga og getu, þegar þau hafa þroskan til.

Hlutverk okkar sem þjálfara og foreldra er nefnilega ekki að blása sápukúlur, – þó það sé gaman. Því við vitum að þegar þær springa sjáum við þær ekki aftur.

Höfundur er Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík

Tengt efni

12 FUNdamentals in Building_Healthy_Strong_and_Resilient_Young_Athletes

Andstæðingur afreka í íþróttum barna / The enemy of excellence in youth sports

Heimildir

Baker, J. (2003). Early specialization in youth sport: A requirement for adult expertise? High Ability Studies, 14(1), 85–94.
Bompa, T. O., & Haff, G. G. (2009). Periodization: theory and methodology of training (5. ed). Champaign, IL: Human Kinetics.
Brenner, J. S., & COUNCIL ON SPORTS MEDICINE AND FITNESS. (2016). Sports Specialization and Intensive Training in Young Athletes. PEDIATRICS, 138(3), e20162148–e20162148. https://doi.org/10.1542/peds.2016-2148
Côté, J., Lidor, R., & Hackfort, D. (2009). ISSP position stand: To sample or to specialize? Seven postulates about youth sport activities that lead to continued participation and elite performance. International Journal of Sport and Exercise Psychology, 7(1), 7–17.
Feeley, B. T., Agel, J., & LaPrade, R. F. (2016). When Is It Too Early for Single Sport Specialization? The American Journal of Sports Medicine, 44(1), 234–241. https://doi.org/10.1177/0363546515576899
Jayanthi, N., Pinkham, C., Dugas, L., Patrick, B., & LaBella, C. (2013). Sports Specialization in Young Athletes: Evidence-Based Recommendations. Sports Health: A Multidisciplinary Approach, 5(3), 251–257. https://doi.org/10.1177/1941738112464626
Lloyd, R. S., & Oliver, J. L. (2012). The Youth Physical Development Model: A New Approach to Long-Term Athletic Development. Strength and Conditioning Journal, 34(3), 61–72. https://doi.org/10.1519/SSC.0b013e31825760ea
Myer, G. D., Jayanthi, N., Difiori, J. P., Faigenbaum, A. D., Kiefer, A. W., Logerstedt, D., &
Micheli, L. J. (2015). Sport specialization, part I: does early sports specialization increase negative outcomes and reduce the opportunity for success in young athletes? Sports Health, 7(5), 437–442.
Pearson, D. T., Naughton, G. A., & Torode, M. (2006). Predictability of physiological testing and the role of maturation in talent identification for adolescent team sports. Journal of Science and Medicine in Sport, 9(4), 277–287. https://doi.org/10.1016/j.jsams.2006.05.020
Sport for Life – Long-Term Athlete Development Framework. (n.d.). Retrieved October 21, 2017, from http://sportforlife.ca/qualitysport/long-term-athlete-development/

Er meira betra?

Vildi nota tækifærið og þakka fyrir boðið á þennan skemmtilega fræðslu- og umræðufund. Finnst umræðuefnið gríðarlega þarft og tilvalið að ræða nú í ljósi frábærs árangurs landsliða Íslands undanfarin ár.

ITG_opinnfundur_140917_mynd

Hér má svo sjá örlítið brot af því sem ég fjallaði um í fyrirlestri mínum á fundinum.

This slideshow requires JavaScript.

Takk fyrir mig – og vonandi taka önnur sveitarfélög þessa umræðu upp, því meira er ekki alltaf betra!