
Ég heiti Sveinn Þorgeirsson og er sérfræðingur í íþróttafræði með áralanga reynslu sem rannsakandi, kennari og þjálfari. Ég lauk PhD-gráðu í hreyfivísindum frá Háskólanum í Split árið 2024, þar sem rannsókn mín fjallaði um tölfræði íslenskra handboltaleikja í samstarfi við HBStatz og undir leiðsögn dr. Jose Saavedra og dr. Damir Sekulic.
Áður hafði ég lokið MSc-gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík (HR) árið 2012 og BSc-gráðu í íþróttafræði tveimur árum áður. Síðan þá hef ég einbeitt mér að verkefnum sem tengjast frammistöðumælingum í íþróttum, hreyfifærni og kennslufræði, auk tölfræði leikja og þjálfun íþróttafólks.
Ég hef kennt við Íþróttafræðideild HR frá árinu 2014 og stýri í dag M.Ed. línunni. Á henni eru nemendur sem hafa lokið grunnámi og eru að sækja sér kennsluréttindi. Í grunnnáminu hef ég kennt námskeið á borð við þjálffræði, hreyfiþróun og -nám, frammistöðumælingum og hagnýtri kennslufræði. Auk þess hef ég haft umsjón með fjölda BSc- og MSc-verkefna. Ég stýrði rannsóknastofunni við HR í 11 ár, þar sem við vinnum með framúrskarandi mælitækjum fyrir rannsóknir og kennslu.
Fyrir utan akademískt starf hef ég yfir 17 ára reynslu af þjálfun og skipulagi þjálfunar, bæði sem yfirþjálfari hjá handboltadeild Fjölnis og í þróun meistaraflokka. Ég hef einnig stýrt þróun náms sem var sérstaklega hugsað fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á framhaldsskólastigi í Borgarholtsskóla.
Ég skrifa reglulega pistla um íþróttafræðitengd mál hér á heimasíðu minni og deili hugleiðingum mínum um allt frá hagnýtum rannsóknum til kennslufræðilegra nýjunga.


