Kæru íþróttakennarar,
Á haustmótinu 14. ágúst sl. kynntum við sérstakt tilboð til ykkar um símenntun sem við í HR ætlum að standa að frá og með áramótum sé fyrir því áhugi í stéttinni. Til þess að kanna grundvöllinn fyrir því sendum við út þessa áhugayfirlýsingu fyrir þau sem eru áhugasöm um námið. Hér er ég að fjalla stuttlega um þetta tilboð:
Upptaka af Haustmóti: Fréttir frá deildinni, símenntunartilboðið útskýrt.
Til að auka líkurnar á því að þetta verði í boði er snjallt að láta vita af áhuga ykkar á þessu skráningarformi.

Tilboðið lítur svona út
Símenntun í kennslufræði skólaíþrótta
Um 33% nám – 3 annir – 30 ECTS
Markmið
Símenntunarleið fyrir starfandi íþróttakennara til að stuðla að starfsþróun.
Lýsing
Virk þátttaka í tímum í umræðum og tímaverkefnum. Undirbúningur, lestur, myndskeið, örpróf, tengingar við eigin kennslu og námsefnisgerð og hugleiðingar í lok tíma.
Skipulag
Haustönn hefst 15. ágúst – 15. desember (um 15 kennslustundir)
Vorönn hefst 5. janúar – 15. maí (um 15 kennslustundir)
Kennsla fer fram á miðvikudögum frá kl. 12:40-15:10 alla jafna (nema í undantekningartilvikum).
Núna er hugmyndin að fara af stað næsta haust, 2026
Skólagjöld
Eitt gjald = ekki staðfest, en líklega um milli 350-400 þúsund kr.
Kostirnir!
- Fagleg framþróun!
- Að komast í námssamfélag nemenda að stíga sín fyrstu skref í kennslu í bland við aðra reynda kennara
- 2% launahækkun að loknum fyrstu 30 ECTS fyrir grunnskólakennara
- 5.000 kr * 30 ECTS = 150.000 kr endurgreiðslumöguleiki frá KÍ.
- Skólagjöld styrkhæf sem einstaklingsstyrkur frá KÍ
Hlakka til að fá viðbrögðin frá ykkur við þessu
SÞ




Leave a comment