Auglýst eftir þátttakendum í gerð kennsluefnis

Í tengslum við verkefni mitt Handbolti á heimavelli býð ég til Jólaleikjafjörs þann 19. desember þar sem við munu fara í skemmtilega leiki með áherslu á kast og grip fyrir börn í 1. og 2. bekk og svo 3. og 4. bekk. Við munum taka upp myndefni á þessum viðburð til gerðar kennsluefnis í framkvæmd viðkomandi leikja.

Nánar um viðburðinn á heimasíðu verkefnisins:

Skráningarskjalið er að finna hér:  https://forms.gle/sQqUcn4Y1RLzjfLB6 

Frekari upplýsingar veiti ég í gegnum handboltiaheimavelli@gmail.com

Verkefninu “Handbolti á heimavelli” brátt ýtt úr vör

Það er talsverð tilhlökkun að gefa út væntanlegar afurðir verkefnisins “Handbolti á Heimavelli” sem ég fékk styrk fyrir frá Þróunarsjóði námsgagna í sumar. Framundan eru upptökur á kennsluefni og frekari frétta er að vænta bráðlega. Ég reikna með að geta gefið efnið út í heild sinni fljótt eftir áramót. Fyrir áhugasama er verkefnið komið með heimasíðu: https://handboltiaheimavelli.com/, instagram https://www.instagram.com/handboltiaheimavelli/ og auðvitað facebook síðu https://www.facebook.com/Handboltiaheimavelli.

Merki verkefnisins vísar til “play” takkanns sem passar vel við áhersluna á leiki. Handbolti á heimavelli er svo hugsað sem verkfærakista fyrir íþróttakennara til að sækja í við kennslu á kasti og gripi. Í verkefninu verða einnig heimaverkefni sem eiga að færa áskoranir heim til nemenda.

hlakka til að geta sýnt meira…