Í útvarpinu á RÁS 1: Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta [grein í Skólaþráðum]

Ég fór í viðtal hjá Þórhildi Ólafsdóttur í þættinum Samfélagið á Rás 1 í dag. Það var frábært að fá að fylgja eftir greininni okkar dr. Arons Laxdals um skólaíþróttir sem birtist í Skólaþráðum nýverið. Hér er hlekkur á sjálft viðtalið (tæpar 20 mín) https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl628/framtid-ithrottakennslu. Og hér er hlekkur á greinina fyrir ykkur sem ekki höfðuð séð hana áður http://skolathraedir.is/2023/05/12/til-umhugsunar-um-framtid-skolaithrotta/

Endurkoma Guðmundar til Íslandsmeistara í borðtennis út frá kenningum hreyfivistkerfa: Útgangspunktur í viðtali á RÁS 1

Það er hægt að fara um víðan völl þegar við reynum að svara spurningunni “hvernig gat Guðmundur Stephensen komið aftur, 10 árum frá því að vera hættur og orðið Íslandsmeistari, – enn og aftur?”

Þegar Þórhildur Ólafsdóttir bar þessa spurningu upp í Samfélaginu á RÁS 1 við mig ákvað ég þó að prófa að styðjast við kenningar hreyfivistkerfa (ecological dynamics) til að ramma inn svarið mitt betur.

Hér er hlekkur á viðtalið sem er rúmar 18 mínútur https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl60n/endurkoma-i-ithrottum og var útvarpað 8. mars.

Hér má sjá módelið sem er notað til að steypa saman hugmyndum sem saman mynda hreyvistkerfin (ecological dynamics). Þarna höfum við þríhyrning takmarkana eftir Newell, tengt við skynjun og hreyfingar samspil Gibson í samhengi við frelsisgráðuvanda Bernstein þar sem við höfum úr mörgum hreyfingum að velja til að leysa eitt verkefni.

Hér er lítil tafla til samantektar á þeim atriðum sem koma fram í viðtalinu og hvernig þau flokkast eftir takmörkunar kenningu Newells.

EinstaklingurVerkefniUmhverfi
Hugarfarslegir þættir: Reynsla í keppni, einbeiting, gleði, taktíkÓbreyttar leikreglurStrandgata keppnisstaður
Líkamlegir þættir: Þol, líkamlegt atgerviKeppnisfyrirkomulag ÍslandsmótsSamkeppni
Athygli fjölmiðla
Þekking í þjálfun
Þrískipting takmarkana eftir Newell, 1986.

Heimildir fyrir kenningum sem stuðst er við

Gibson, J. J. (1979). The Ecological Approach to Visual Perception. Boston, MA: Houghton Mifflin.

Newell, K. M. (1986). “Constraints on the development of coordination,” in Motor Development in Children. Aspects of Coordination and Control, eds M. G. Wade, and H. T. A. Whiting, (Dordrecht: Martinus Nijhoff), 341–360. doi: 10.1007/ 978- 94- 009- 4460- 2_19

Í útvarpinu…

Ég var fenginn í útvarpsviðtal á Samfélaginu á Rás 1 í síðustu viku. Gaman að fá að fjalla um hvernig ég hef verið að upplifa áskoranir ungs íþróttafólks á þessum tímum í gegnum kennsluna í Borgarholtsskóla til dæmis.

Screenshot 2020-05-06 at 11.44.02

https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5dv

Sveinn Þorgeirsson íþróttafræðingur: Fjallað er um hreyfingu á tímum Covid, þegar skipulögðum æfingum og mótum sleppir, hvernig viðheldur bæði afreksíþróttafólk og almenningur árangri sínum?